Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 51 var 59:43. Með heiladrep (infarct) voru greindir 79 og skammvinna blóðþurrð (TIA) 23. Þeir sem höfðu fyrri sögu um heilblóðfall voru 25 og háþrýsting 37. Einkenni frá næringarsvæði hægri hálsslagæðar höfðu 26, vinstri hálsslagæðar 41, hryggslagæðar 25 og óvíst var um staðsetningu hjá 10. I tölvusneið- mynd af höfði fóru 98. Ómun af hálsslagæðum var gerð hjá 72 og æðamyndataka hjá 15. Ómun af hjarta í gegnum brjóstkassa var gerð hjá 69 en í gegnum vélinda hjá 11. Ómun af hálsi gaf orsakagreiningu hjá 21 (29% rannsakaðra), ómun af hjarta í gegnum brjóstkassa átta (12%), í gegnum vélinda fimm (45%), hjartalínurit sjö, Holter þremur og annað tveimur. Ástæður heiladreps voru: hjartasjúkdómur 21 (27%), smáæðasjúkdómur (lacuner) 16 (20%), þrengsli á hálsslagæð 13 (16%), fibromuscular dys- plasia einn, óviss ástæða 29(37%). Úr þessum hópi fengu 14 blóðþynningu með warfaríni og sex fóru í aðgerð á hálsslagæð. Meirihluti sjúklinga var rannsakaður ítarlega. Sértæk ástæða fyrir heiladrepi fannst hjá tveimur þriðju hlutum sjúklinga. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum. E-87. Segaleysandi meðferð í Egilsstaðalæknishéraði Fimm sjúkratilfelli á tveimur árum Gunnar H. Gíslason*, Gísli Baldursson*, Þórður Harðarson** Frá *Heilsugœslustöðinni og Sjúkrahúsinu Egils- stöðum, **lyflœkningadeild Landspítalans Rannsóknir hafa sýnt að gjöf segaleysandi með- ferðar við kransæðastíflu sé kjörmeðferð til að forða drepi í hjartavöðva eða minnka stærð þess. Þær hafa einnig sýnt að miklu máli skipti hversu langur tími h'ði frá byrjun einkenna þar til segaleysandi meðferð er gefin varðandi árangur meðferðar og horfur sjúk- lings. Því er gjöf segaleysandi meðferðar í héraði, fyrir flutning á sjúkrahús, álitlegur kostur til að bæta horfur sjúklinga með kransæðastíflu. Egilsstaðalæknishérað er eitt víðfeðmasta læknis- hérað landsins og getur tekið langan tíma að vitja sjúklings og flytja á sjúkrahús. Að jafnaði starfa þrír til fjórir læknar í héraðinu með heildaríbúafjölda um 3.200 manns, sem getur aukist talsvert á sumrin vegna ferðamanna. Árið 1993 var farið að beita segaleysandi meðferð í Egilsstaðalæknishéraði. Samin var meðferðaráætl- un í samráði við hjartasérfræðing og fylgt í hverju tilfelli. Á tveggja ára tímabili greindust alls sjö sjúk- lingar með kransæðastíflu í héraðinu og fimm af þeim fengu segaleysandi meðferð með streptókín- asa. Fjórir þeirra fengu meðferð innan fjögurra klukkustunda frá byrjun einkenna. Breytingar hurfu alveg hjá tveimur sjúklingum og tveir aðrir sýndu merki um jákvæðan árangur. Gangur í öllum tilfellum var án alvarlegra fylgikvilla og voru sjúklingar fluttir á sérhæfða hjartadeild eftir meðferð. Áætla má að tíminn sem sparast við gjöf segaleysandi meðferðar í héraði sé tvær til þrjár klukkustundir að meðaltali. Okkar reynsla er sú að segaleysandi meðferð megi koma við í héraði á einfaldan hátt án mikils tilkostn- aðar. Við áætlum einnig að sá tími sem sparast sé mikilvægur til að draga úr sjúkleika og dauðsföllum af völdum kransæðastíflu. Þótt um fá tilfelli og stutt- an tíma sé að ræða er reynsla okkar hvetjandi fyrir áframhaldi segaleysandi meðferð í héraði. V-l. Mild spondyloepiphyseal dysplasia (SED) with early-onset osteoarthritis (OA) in an Icelandic kindred Daniel Holderbawn*, Roland WMoskowitz*, Tariq Haqqi*, Tore Saxne**, Helgi Jónsson*** Frá *Case Western Reserve University, Cleveland, Ohio, USA, **Lund University Hospital, Lund, Sweden, ***Landspítalinn University Hospital, Reykjavík Mutations in the gene for type II collagen result in a wide spectrum of phenotypes from lethal achon- droplasias to relatively benign changes resulting in ocular manifestations without articular involve- ment. Methods: A family with members in Iceland and Sweden afflicted with mild spondyloepiphyseal dysplasia (SED) accompanied by precocious OA was screened for possible genetic linkage to COL2A1 by association of the 3’ UTR VNTR in COL2A1. One VNTR allele was found in all affected mem- bers but none of the unaffected members. Exon 31 polymorphism was detected by CSGE and confirm- ed by SSCP analysis. Arg519' Cys was confirmed by direct sequence analysis of the PCR amplimers from the affected members of this family. Haplotype ana- lysis shows the Icelandic kindred to share an af- fected haplotype with families in New Zealand and the United States, suggesting a common founder for these three geographically diverse families. This is further supported by the finding that the haplotype associated with the mutation in these families is relatively rare. The mutation-associated haplotypes of the two remaining Arg519' Cys families are much more common. No affected haplotype may be de- rived from any other affected haplotype except by multiple recombination, suggesting at least three occurrences of the mutation.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.