Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 40
36 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 mættu til skoðunar. Skráð voru tilfelli af kransæða- stíflu hjá þátttakendum eftir ítarlega gagnaleit frá 1967-1992. Á sjúkrahúsum í Reykjavík og nágrenni voru 1496 legur skráðar með greiningum 410.0 - 414.9 ( ICD 9 ) og á landsbyggðarsjúkrahúsum og heilsugæslum fyrir brottfluttar konur. Skilmerkjum MONICA rannsóknar fyrir kransæðastíflu var beitt en dánarmein samkvæmt dánarmeinaskrá. Þögul kransæðastífla var greind í einstaklingum með merki um kransæðastíflu í hjartalínuriti án sögu um einkenni. Ný tilfelli greindust hjá þeim sem komu tvisvar og fengu slíkar línuritsbreytingar milli heimsókna. Niðurstöður: Alls hafði greinst kransæðastífla í 596 tilvikum hjá þátttakendum 31. desember 1992, þar af leiddu 215 til dauða. Auk þess greindust 45 tilfelli af þögulli kransæðastíflu. Nýgengi þekktrar kransæðastíflu er mjög aldursháð, er við aldursbilið 35-39 ára 22 tilfelli á 100.000 á ári, eykst í 1800 tilfelli á 100.000 á ári við 75-79 ára aldur. Nýgengi þögullar kransæðastíflu eykst úr 22 tilfellum á 100.000 á ári við 35-39 ára í 252 tilfelli á 100.000 á ári við 75-79 ára aldur. Algengi þekktrar kransæðastíflu er mjög háð aldri og almanaksári. Sé miðað við algengi ársins 1990 eru 130 tilfelli á 100.000 við 35 ára aldur. Aukning er hröð með auknum aldri, um sextugt hefur það tífald- ast og nær 5300 tilfellum á 100.000 við 75 ára aldur. Algengi þögullar kransæðastíflu eykst úr 80 á 100.000 við 35 ára aldur, 920 á 100.000 við 65 ára og eykst í 2040 tilfelli á 100.000 við 75 ára aldur. Ályktun: Kransæðastífla er fátíð hjá yngri konum en nýgengi þrefaldast við hverja 10 ára aukningu í aldri eftir 55 ára. Algengi þekktrar kransæðastíflu hjá konum er aldursháð og þrefaldast frá 1970-1990. Þögul kransæðastífla hjá konum greinist í rannsókn- inni, mat á þýðingu greiningar fyrir einstaklinginn á eftir að koma í ljós. E-52. Samband kembileitar og raunverulegs háþrýstings Gísli Baldursson*,**, Gunnar H. Gíslason*,**, Helga I. Sturlaugsdóttir**, Þorkell Guðbrands- son*** Frá *Heilsugœslustöðinni Egilsstöðum, **Sjúkra- húsinu Egilsstöðum, ***Heilsustofnun NLFÍHvera- gerði Tilgangur: Að undanförnu hefur færst í vöxt að bjóða upp á blóðþrýstingsmælingar við aðrar að- stæður en venjulega hefur tíðkast. Tilgangur rann- sóknarinnar er að kanna mun á mælingum við mis- munandi aðstæður. Aðferðir: Farið var í Kaupfélag Héraðsbúa Egils- stöðum tvo föstudagseftirmiðdaga milli kl. 17:00 og 19:00 og boðið upp á blóðþrýstingsmælingu. Mælt var með sjálfvirkum blóðþrýstimæli, AND UA-767. Þeir sem mældust of háir voru boðaðir á heilsugæslu- stöð þar sem blóðþrýstingurinn var mældur. Þeir voru síðan sendir heim með sama mæli þar sem gerðar voru sex mælingar á þremur dögum. Að því loknu var blóðþrýstingur mældur aftur á heilsu- gæslustöð. Niðurstöður: Alls létu 125 mæla blóðþrýsting. Kynjaskipting var jöfn og meðalaldur 40 ár. Liðlega 50% greindust með háþrýsting við hópmælinguna miðað við staðla WHO (140/90 mmHg). Fyrir liggja mælingar 26 (40%) þeirra sem mældust með háþrýsting. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að 20% þeirra reyndust hafa háþrýsting samkvæmt heima- mælingum. Meðallækkun í slagbilsþrýstingi frá hóp- mælingu miðað við heimamælingu var 29,5 mmHg (C.I: 24-35). Meðallækkun í hlébilsþrýstingi var 8,5 mmHg (C.1:4,5-12,5). Ef bornar eru saman stofu- mælingar og heimamælingar var meðallækkun á slagbilsþrýstingi 12,8 mmHg (C.1:9,5-16,1) og á hlé- bilsþrýstingi 3,2 mmHg (C.I. 1.3-5,1). Ályktun: Athygli vekur hve stór hluti þeirra sem létu mæla sig við hópmælinguna voru með of há gildi. Veruleg lækkun varð á blóðþrýstingi frá hóp- mælingu miðað við heimamælingar. Þetta sýnir að talsverður mismunur er á blóðþrýstingi eftir því hvar mæling er gerð. Taka verður tillit til ólíkra aðstæðna og áhrifa þeirra á viðmiðunargildi þegar boðið er upp á mælingar á óhefðbundnum stöðum. Einnig verður að taka tillit til stofuháþrýstings (White coat hypertension) en marktækur munur var á lækkun blóðþrýstings í heimamælingum miðað við stofu- mælingar. Ekki er því sjálfgefið að blóðþrýstings- mælingar sem boðið er upp á f verslunum, heilsusýn- ingum og svo framvegis hafi mikið forvarnargildi og geta ef til vill leitt til óþarfa notkunar heilbrigðis- þjónustu í landinu. E-53. Háþrýstingur meðal íslenskra kvenna Vilborg Þ. Sigurðardóttir*, Þórður Harðarson*,**, Nikuiás Sigfússon***, Helgi Sigvaldason*** Frá *Háskóla íslands, **lyflœkningadeild Land- spítalans, ***Rannsóknarstofu Hjartaverndar Inngangur: Háþrýstingur er helsti áhættuþáttur heilablóðfalls. Hlutfallslega fleiri konur en karlar hafa háþrýsting síðar á ævinni. Flestar rannsóknir á háþrýstingi hafa miðað að körlum, því er brýn þörf á rannsóknum á háþrýstingi kvenna. Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr langtíma rannsóknum á háþrýstingi meðal íslenskra kvenna. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að safna saman upplýsingum og reikna út algengi, ný- gengi og þróun ýmissa þátta yfir 25 ára tímabil. Efniviður og aðferðir: Efniviður rannsóknarinnar eru tveir áfangar úr Hóprannsókn Hjartaverndar frá árunum 1968 og 1978, og tveir áfangar úr MONICA rannsókninni frá árunum 1988 og 1993, alls 25 ára tímabil með samtals 5414 konum á aldrinum 25-74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.