Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 70
62 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 trufluð vöðvaspenna (dystonia) í vinstri útlimum. Einkenni voru talsvert sveiflukennd um tíma. Tveimur vikum eftir innlögn var framkvæmt heilalínurit vegna gruns urn Creutzfeldt-Jakob sjúk- dóm. Ritið samrýmdist þeirri sjúkdómsgreiningu. Síðustu dagana mókti sjúklingur eða svaf og varð síðan djúpt meðvitundarlaus og lést á 35. degi. Krufning var framkvæmd á heila. PAD var Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur er afar sjaldgæfur. Nýgengi sjúkdómsins í Vestur-Evrópu er talið vera 0,6 tilfelli á milljón íbúa á ári. Áður hafa greinst tvö tilfelli hér á landi (1967, 1968). Sjúkdómurinn einkennist af mjög hratt vax- andi vitglöpum (dementia). Vöðvakippir (myoclon- us) sjást oftast. Algeng eru einkenni frá litla heila, strýtubrautum (pyramidal-) og utanstrýtubrautum (extrapyramidal-). Algert hreyfingarleysi og mál- leysi sést iðulega undir lokin. Heilalínurit er oft dæmigert. Okkar sjúklingur hafði öll þessi einkenni nema vöðvakippina. V-28. Flogafár án krampa. Sjaldgæf en mikilvæg orsök langvarandi meðvitundarleysis Elías Ólafsson*, Torfi Magnússon** Frá *taugalœkningadeild Landspítalans, **endur- hœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Skert meðvitund er algengt og mikil- vægt sjúkdómseinkenni. Orsakir eru margvíslegar og skjót greining er alltaf nauðsynleg þar sem stund- um er um lífshættulegan sjúkdóm að ræða sem krefst skjótrar meðferðar. Flogafár án krampa er þýðing á enska heitinu non-convulsive status epilepticus. Megin einkenni er langvarandi skerðing á meðvit- und, þótt stundum sjáist einnig tif á augnalokum eða aðrar vægar hreyfingar. Rétt greining er mikilvæg þar sem einkenni svara vel flogameðferð. Greining er staðfest með heilariti en það sýnir stanslausa flogavirkni (ictal epileptiform activity) meðan á einkennum stendur. Frekari staðfesting fæst oft með gjöf díazepams í bláæð, því dæmigert er að þá vakn- ar sjúklingur stutta stund og heilarit verður eðlilegt. Efniviður: Við lýsum þremur sjúklingum sem greindust með flogafár án krampa hér á landi á síðustu fjórum árum. Niðurstöður: Megin einkenni hjá öllunt sjúkling- unum var skert meðvitund og greiningin var staðfest með heilaritun í öllum tilvikum. f einu tilviki var flogafár án krampa fyrsta einkenni flogaveiki. Tveir reyndust vera með complex partial status epilepticus og einn með absence status epilepticus. Einn sjúk- lingur fékk díazepam í æð á meðan á heilaritun stóð, þá vaknaði sjúklingur í stutta stund og var vel við- ræðuhæfur í nokkrar mínútur eftir margra klukku- stunda meðvitundarleysi. Öll flogavirkni hvarf jafn- hliða úr heilaritinu. Umræða: Flog almennt skiptast í tvær megin teg- undir sem eru annars vegar alflog (primary genera- lized seizures) og hins vegar staðflog (partial eða focal seizures). Flogafár án krampa getur sést bæði sem staðflog (temporal lobe eða complex partial status epilepticus) og alflog (absence status epilep- ticus) og báðar tegundirnar sáust í þessari rannsókn. Tíðni flogafárs án krampa er óþekkt en sjúkdóms- myndin er sjaldgæf og vafalaust vangreind þar sem einkenni villa á sér heimildir. Við lýsum sjaldgæfri tegund flogaveiki sem getur birst sem skerðing á meðvitund eingöngu. Greining- in er auðveld ef heilarit er notað en nauðsynlegt er að þekkja sjúkdómsmyndina til þess að viðeigandi rannsóknum sé beitt. V-29. Athugun á þróun sýklalyfjaónæmis meðal Gram- neikvæðra stafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Margrét Geirsdóttir*, Anna S. Þórisdóttir**, Már Kristjánsson** Frá *Iœknadeild HÍ, **smitsjúkdómadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Sýklalyfjaónæmi er vandamál um allan heim. Fjölónæmir pneumókokkar hafa vakið mesta athygli hér á landi en ljóst er að vandamálið er mun víðtæk- ara. Erlendar rannsóknir sýna að ónæmi meðal Gram-neikvæðra stafa er vaxandi vandamál en hröð útbreiðsla á B-laktam ensímum, sem oftast eru plas- míð tengd, er helsta skýring þess. Samkvæmt rann- sókn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sést ampicillín ónæmi í ríflega 50% blóðsýkinga af völdum E. coli. Þetta hefur meðal annars leitt til þess, að við reynslumeðferð (empiric treatment), þegar grunur leikur á E. coli blóðsýkingu, er ekki treystandi að nota ampicillín eitt sér. Okkur lék forvitni á að vita, hvernig ónæmis- mynstur væri hjá fleiri Gram-neikvæðum stöfum og þróun þess síðastliðin 10 ár. Niðurstöður allra næmisprófa eru fyrirliggjandi í gagnagrunni sýkladeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1985. Vegna fjölda E. coli (~5000/ár) og Klebs- iella (=800/ár) ræktana var gert slembiúrtak, 50 sýni af hvorri tegund, fyrir hvert ár. Allar ræktanir af Pseudomonas spp., Enterobacter spp. og Xantho- monas (Stenotrophomonas) maltophilia, sem ein- angruðust á tímabilinu eru í úrtakinu. V-30. Utanbastsígerð í mænugangi Þorsteinn Gunnarsson*, Már Kristjánsson**, Þórir Ragnarsson* Frá *heila- og taugaskurðdeild og **smitsjúkdóma- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur Utanbastsígerð (epidural abscess) í mænugangi er einn af þeim sjúkdómum sem gríðarlega mikilvægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.