Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 70
62 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 trufluð vöðvaspenna (dystonia) í vinstri útlimum. Einkenni voru talsvert sveiflukennd um tíma. Tveimur vikum eftir innlögn var framkvæmt heilalínurit vegna gruns urn Creutzfeldt-Jakob sjúk- dóm. Ritið samrýmdist þeirri sjúkdómsgreiningu. Síðustu dagana mókti sjúklingur eða svaf og varð síðan djúpt meðvitundarlaus og lést á 35. degi. Krufning var framkvæmd á heila. PAD var Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur er afar sjaldgæfur. Nýgengi sjúkdómsins í Vestur-Evrópu er talið vera 0,6 tilfelli á milljón íbúa á ári. Áður hafa greinst tvö tilfelli hér á landi (1967, 1968). Sjúkdómurinn einkennist af mjög hratt vax- andi vitglöpum (dementia). Vöðvakippir (myoclon- us) sjást oftast. Algeng eru einkenni frá litla heila, strýtubrautum (pyramidal-) og utanstrýtubrautum (extrapyramidal-). Algert hreyfingarleysi og mál- leysi sést iðulega undir lokin. Heilalínurit er oft dæmigert. Okkar sjúklingur hafði öll þessi einkenni nema vöðvakippina. V-28. Flogafár án krampa. Sjaldgæf en mikilvæg orsök langvarandi meðvitundarleysis Elías Ólafsson*, Torfi Magnússon** Frá *taugalœkningadeild Landspítalans, **endur- hœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Skert meðvitund er algengt og mikil- vægt sjúkdómseinkenni. Orsakir eru margvíslegar og skjót greining er alltaf nauðsynleg þar sem stund- um er um lífshættulegan sjúkdóm að ræða sem krefst skjótrar meðferðar. Flogafár án krampa er þýðing á enska heitinu non-convulsive status epilepticus. Megin einkenni er langvarandi skerðing á meðvit- und, þótt stundum sjáist einnig tif á augnalokum eða aðrar vægar hreyfingar. Rétt greining er mikilvæg þar sem einkenni svara vel flogameðferð. Greining er staðfest með heilariti en það sýnir stanslausa flogavirkni (ictal epileptiform activity) meðan á einkennum stendur. Frekari staðfesting fæst oft með gjöf díazepams í bláæð, því dæmigert er að þá vakn- ar sjúklingur stutta stund og heilarit verður eðlilegt. Efniviður: Við lýsum þremur sjúklingum sem greindust með flogafár án krampa hér á landi á síðustu fjórum árum. Niðurstöður: Megin einkenni hjá öllunt sjúkling- unum var skert meðvitund og greiningin var staðfest með heilaritun í öllum tilvikum. f einu tilviki var flogafár án krampa fyrsta einkenni flogaveiki. Tveir reyndust vera með complex partial status epilepticus og einn með absence status epilepticus. Einn sjúk- lingur fékk díazepam í æð á meðan á heilaritun stóð, þá vaknaði sjúklingur í stutta stund og var vel við- ræðuhæfur í nokkrar mínútur eftir margra klukku- stunda meðvitundarleysi. Öll flogavirkni hvarf jafn- hliða úr heilaritinu. Umræða: Flog almennt skiptast í tvær megin teg- undir sem eru annars vegar alflog (primary genera- lized seizures) og hins vegar staðflog (partial eða focal seizures). Flogafár án krampa getur sést bæði sem staðflog (temporal lobe eða complex partial status epilepticus) og alflog (absence status epilep- ticus) og báðar tegundirnar sáust í þessari rannsókn. Tíðni flogafárs án krampa er óþekkt en sjúkdóms- myndin er sjaldgæf og vafalaust vangreind þar sem einkenni villa á sér heimildir. Við lýsum sjaldgæfri tegund flogaveiki sem getur birst sem skerðing á meðvitund eingöngu. Greining- in er auðveld ef heilarit er notað en nauðsynlegt er að þekkja sjúkdómsmyndina til þess að viðeigandi rannsóknum sé beitt. V-29. Athugun á þróun sýklalyfjaónæmis meðal Gram- neikvæðra stafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Margrét Geirsdóttir*, Anna S. Þórisdóttir**, Már Kristjánsson** Frá *Iœknadeild HÍ, **smitsjúkdómadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Sýklalyfjaónæmi er vandamál um allan heim. Fjölónæmir pneumókokkar hafa vakið mesta athygli hér á landi en ljóst er að vandamálið er mun víðtæk- ara. Erlendar rannsóknir sýna að ónæmi meðal Gram-neikvæðra stafa er vaxandi vandamál en hröð útbreiðsla á B-laktam ensímum, sem oftast eru plas- míð tengd, er helsta skýring þess. Samkvæmt rann- sókn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sést ampicillín ónæmi í ríflega 50% blóðsýkinga af völdum E. coli. Þetta hefur meðal annars leitt til þess, að við reynslumeðferð (empiric treatment), þegar grunur leikur á E. coli blóðsýkingu, er ekki treystandi að nota ampicillín eitt sér. Okkur lék forvitni á að vita, hvernig ónæmis- mynstur væri hjá fleiri Gram-neikvæðum stöfum og þróun þess síðastliðin 10 ár. Niðurstöður allra næmisprófa eru fyrirliggjandi í gagnagrunni sýkladeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1985. Vegna fjölda E. coli (~5000/ár) og Klebs- iella (=800/ár) ræktana var gert slembiúrtak, 50 sýni af hvorri tegund, fyrir hvert ár. Allar ræktanir af Pseudomonas spp., Enterobacter spp. og Xantho- monas (Stenotrophomonas) maltophilia, sem ein- angruðust á tímabilinu eru í úrtakinu. V-30. Utanbastsígerð í mænugangi Þorsteinn Gunnarsson*, Már Kristjánsson**, Þórir Ragnarsson* Frá *heila- og taugaskurðdeild og **smitsjúkdóma- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur Utanbastsígerð (epidural abscess) í mænugangi er einn af þeim sjúkdómum sem gríðarlega mikilvægt

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.