Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 47 E-77. Ákjósanleg samsetning kaptóprfls og hýdróklórtíasíðs við vægum háþrýstingi ÞórðurHarðarson*, Árni Kristinsson*, Stefán Jökull Sveinsson**, Jóhann Ragnarsson*** Frá *göngudeild fyrir háþrýsting, Landspítalanum Háskóla íslands, **Delta hf, ***Sjúkrahúsi Reykja- víkur Tilgangur: Við höfum áður sýnt fram á að í með- ferð vægs háþrýstings er lítið unnið við að auka skammt hýdróklórtíasíðs (H) umfram 12,5 mg í sam- setningu með angíótensín ummyndunarblokka. Stærri tíasíðskammtur hafði í för með sér auknar hjáverkanir. Þessari rannsókn var ætlað að bera saman áhrifamátt hýdróklórtfasíðs í skömmtunum 12,5 og 6,25 mg í samsetningu með kaptópríli (K). Efniviður og aðferðir: Til rannsóknar völdust 25 sjúklingar með vægan háþrýsting. Meðalaldur þeirra var 63 ár (staðalfrávik 13 ár). Eftir fjórar vikur án lyfja voru átta vikur notaðar til að finna hæfilegan skammt af kaptópríli ásamt hýdróklórtíasíði 12,5 mg. Átta sjúklingar höfðu lagþrýsting < 95 mmHg á kaptópríli 50 mg + hýdróklórtíasíði 12,5 mg og 17 á kaptópríli 25 mg + hýdróklórtíasíði 12,5 mg. Allan meðferðartímann voru síðan kaptóprílskammtarnir óbreyttir. Sjúklingum var síðan skipt f tvo hópa sem fengu ýmist 12,5 mg eða 6,25 mg af hýdróklórtíasíði í fjórar vikur, en hópunum var síðan víxlað og með- ferð haldið áfram aðrar fjórar vikur. Að lokum var sýndarlyf gefið í stað hýdróklórtíasíðs f fjórar vikur. Niðurstöður: I samanburði við sýndarlyf lækkaði blóðþrýstingur á hýdróklórtíasíði 6,25 mg um 5/3 mmHg, en þessi mismunur var ekki marktækur. Hins vegar lækkaði hýdróklórtíasíð 12,5 mg blóð- þrýsting marktækt í samanburði við sýndarlyf (9/7 mmHg, p < 0,02) og slagþrýstingur í liggjandi stöðu var sömuleiðis marktækt lægri á hýdróklórtíasíði 12,5 mg, en 6,25 mg (p < 0,02). Meðalkalíumgildi í sermi lækkuðu marktækt á hýdróklórtíasíði 12,5 mg, en aðeins tveir sjúklingar höfðu kalíumgildi < 3,5 mmól/L og enginn <3,0 mmól/L. Engin marktæk breyting varð á kreatíníngildum í sermi. Engin marktæk aukning varð á hjáverkunum á hýdróklór- tíasíði + kaptópríli í samanburði við sýndarlyf + kaptópríl. Ályktun: Þessi rannsókn og fyrri rannsóknir okkar benda til að hæfilegur skammtur af hýdróklórtíasíði í vægum háþrýstingi sé um það bil 12,5 mg. Ekki er útilokað að 6,25 mg hafi væg áhrif til lækkunar háþrýstings, en slík áhrif eru líklega óveruleg. E-78. Jákvæð fylgni milli níturoxíðmyndunar og sympatískrar æðaþrengjandi taugavirkni til beinagrindarvöðva í ungum körlum Jón Ólafur Skarphéðinsson*, Mikael Elam**, Lenn- art Jungersten***, **B Gunnar Wallin Frá *Lífeðlisfræðistofnun HÍ, **klínískri taugalíf- eðlisfrœði og ***klínískri lífeðlisfrœði, Sahlgrenska sjúkrahúsinu, Gautaborgarháskóla Skráningar á sympatískri taugavirkni til æða beinagrindarvöðva sýna mikinn breytileika milli heilbrigðra einstaklinga. Sýnt hefur verið fram á góða samsvörun milli noradrenalínlosunar frá hjarta og nýrum og sympatískrar taugavirkni til vöðva. Til samans ákvarða æðar vöðva, nýrna og hjarta tölu- verðan hluta heildarviðnáms æðakerfisins. Hins vegar sýna rannsóknir ekkert samband milli sympa- tískrar taugavirkni til vöðva og hvíldarblóðþrýstings heilbrigðra einstaklinga. Því vildum við kanna hvort samsvörun fyndist milli sympatískrar taugavirkni til vöðva og myndunar níturoxíðs (nitric oxide, NO) sem er æðavfKkari og myndast meðal annars í æða- þeli. Rannsakaðir voru karlar á aldrinum 20-30 ára, sjálfboðaliðar. Tveim dögum fyrir rannsókn fengu þeir ýtarleg fyrirmæli um nítrat-/nítrítsnautt fæði sem þeim bar að halda fram yfir rannsókn, en við þær aðstæður endurspeglar nítrat-/nítrítmagn í blóði níturoxíðmyndun í líkamanum, einkum æðaþeli. Rafvirkni sympatískra taugaþráða til æða beina- grindarvöðva var síðan skráð, í liggjandi stöðu, frá nervus peroneus við /:7;«/«-höfuðið. Taugavirknin var skráð í 15 mínútur ásamt hjartarafriti og blóð- þrýstingi (á tveggja mínútna fresti með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli, Dynamap). í lok skráningartím- ans var dregið blóð úr bláæð í olnbogabót. Blóðið var skilið og blóðvökvinn frystur. Þegar blóðvökva- sýni höfðu fengist úr öllum einstaklingum, var nítr- at-/nítrítmagnið í þeim mælt. Allir einstaklingarnir höfðu blóðþrýsting undir háþrýstimörkum og þyngdarstuðui undir offitu- mörkum. Engin fylgni var milli blóðþrýstings og taugavirkni. Jákvæð fylgni fékkst hins vegar milli taugavirkni og nítrat-/nítrítmagns í blóðvökva. Þess- ar niðurstöður benda til að því hærri sem virknin er í sympatískum taugaþráðum til vöðvaæða, því meira níturoxíð sé myndað. Líklegt er því að jafnvægi sé milli níturoxíðmyndunar f æðaþeli og æðaþrengjandi sympatískrar taugavirkni. Hvíldarþrýstingur ein- staklings ræðst því að verulegu leyti af öðrum þátt- um.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.