Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 56
50 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-84. Arfgeng heilablæðing vegna cystatín C mýlildis Hlutverk transforming growth factor betal (TGF-Bl) í meinferlinu Valur Emilsson, Leifur Þorsteinsson, Ólafur Jens- son, Gunnar Guðmundsson Frá erfðafrœðideild Blóðbankans, taugalœkninga- deild Landspítalans Prótínið sem myndar mýlildisútfellingarnar (am- yloid) í arfgengri heilablæðingu er stökkbreytt cyst- eine próteasa latefni, cystatín C (CC) þar sem am- inósýran Gln er komin í stað Leu í hlekk 68 í prótín- keðjunni. Mælingar á CC í mænuvökva sjúklinganna og einkennalausra arfbera sýna þrefalda lækkun. Pað styður niðurstöður sem sýna að tregða er á útskilnaði prótínsins í mónócýta ræktunum frá ein- staklingum með meingenið. Mælingar á tjáningu CC mRNA í mónócýta ræktunum benda til að stökk- breytingin hafi ekki áhrif á tjáningu eða endingar- tíma CC mRNA. Það bendir til að stökkbreytingin hafi fyrst og fremst áhrif á farnað prótínsins. Transforming growth factor betal (TGF-fil) er frumuvaxtaþáttur sem hefur örvandi áhrif á tjáningu CC í taugafrumum (astrocytum) músa. Því höfum við athugað áhrif TGF-61 á tjáningu CC mRNA og útskilnað prótínsins í mónócýtaræktunum frá ein- staklingum með meingenið og heilbrigðum til sam- anburðar (Emilsson, et al. Amyloid 1996). Niður- stöðurnar sýna að TGF-61 leiðir til verulegrar aukn- ingar í tjáningu CC mRNA í mónócýtum óháð því hvort um sjúklinga eða heilbrigða var að ræða. Aukningin í myndun CC prótínsins kom hins vegar fram í mikilli uppsöfnun innan frumunnar hjá þeim sem bera meingenið meðan þeir heilbrigðu skildu það jafnóðum út í ræktunarætið. Undir eðlilegum kringumstæðum er CC ætlað að letja virkni próteasa. En vegna mýlildismyndunar og uppsöfnunar CC innan frumna verður magnið of lítið til að halda sundrunarvirkni próteasa í skefjum. Þannig myndast vítahringur þar sem samverkandi þættir mýlildis og minnkaðrar latefnavirkni eru að verki til myndunar, viðhalds og aukningar á heila- æðameininu. E-85. Heilaslag meðai íslenskra barna 1980-1994 Frída Guðmundsdóttir*, Pétur Ludvigsson*, Elías Ólafsson** Frá *Barnaspítala Hringsins, **taugalœkningadeild Landspítalans Heilaslag vegna skyndilegrar blóðþurrðar eða blæðingar í heila, er sjaldgæft hjá börnum eftir nýburaskeið. Fáar faraldsfræðirannsóknir hafa skoðað þennan aldurshóp sérstaklega. Við könnuð- um tíðni og orsakir heilaslags meðal íslenskra barna á aldrinum þriggja vikna til 15 ára á 15 ára tímabili (1.1. 1980 - 31.12. 1994). Leitað var í skrám Barnaspítala Hringsins, barna- deilda Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri að öllum börnum á aldrinum þriggja vikna til 15 ára, sem fengið höfðu ICD-9 greiningar- númerin 430-437, (cerebrovascular disease) á tíma- bilinu. Sjúkraskrá var lesin til að staðfesta greiningu og orsakir og ákvarða afdrif barnanna. Þrjátíu og þrjú börn fundust með þessari aðferð, en 12 var sleppt af eftirfarandi ástæðum: Sjö voru ranglega skráð; gögn fundust ekki um tvö; þrjú höfðu erlent ríkisfang. Tuttugu og eitt barn uppfyllti skilyrði um heilaslag vegna bióðþurrðar eða blæð- ingar, 11 drengir og 10 stúlkur. Nýgengi í þessum aldurshópi á tímabilinu var 2,27 af 100.000 börnum á ári. Tæpur þriðjungur barnanna var á fyrsta ári (6/21). Rúmlega helmingur (11) hafði heilablæðingu, tvö með A-V missmíð, þrjú með bráðahvítblæði, tvö með skort á storkuþáttum, þrjú með óþekka orsök, eitt með blæðingu í æxli. Tíu höfðu blóðþurrð, tvö með Moya-Moya sjúkdóm, eitt með Alpers sjúk- dóm, eitt með MELAS, eitt með storkutilhneigingu, eitt með afleiðingu meðfædds hjartagalla og fjögur með óþekkta orsök. Þrjú börn dóu og fjögur náðu sér að fullu án eftirkasta. Fjórtán börn eru skert, 11 með helftarlömun, sjö fjölfötluð og sex eru floga- veik. Þrátt fyrir nokkra óvissu um heildarfjölda barn- anna vegna rangrar skráningar í gögnum spítalanna, var nýgengi heilaslags svipað og í sambærilegri rann- sókn frá Rochester Minnesota frá 1976. Orsaka- mynstur var þó nokkuð annað. E-86. Orsakagreining heilablóðfalls á endurhæfingar- og taugadeild Borgarspítalans 1994 Garöar Sigurðsson, Einar M. Valdimarsson Frá endurhœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Orsakir heilablóðfalls geta verið þrengsli í háls- slagæð, hjartsláttartruflanir og meðfæddir eða áunn- ir hjartagallar. Hægt er að greina þessar orsakir heilablóðfalls meðal annars með ómun af hálsslag- æðum eða hjarta. Varnir gegn endurteknu áfalli geta verið blóðþynning með warfaríni eða aðgerð á háls- slagæð. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvernig orsakir heilablóðfalls voru greindar, hverjar þær voru og hvernig brugðist var við þeim. Litið var afturvirkt á sjúkraskrár allra sjúklinga sem lögðust inn á endurhæfingar- og taugadeild Borgarspítalans árið 1994 með heilablóðfallsgrein- ingu. Sleppt var þeim sem höfðu heilablæðingu. Heilablóðfallsgreiningu höfðu 102, meðalaldur var 68,5 ár (SD±12,5) og hlutfall karla og kvenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.