Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 38
34 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 og lágur styrkur benti í flestum tilfellum til þess að dýrin væru ókynþroska. Oestradiolstyrkur gaf hins vegar iitlar upplýsingar í þessu efni og reyndist til dæmis enginn munur oestradiolstyrks á milli kynja. Blóðstyrkur testósteróns hækkaði í karldýrunum yfir sumarmánuðina og er það í samræmi við árs- tíðabundinn fengitíma þeirra yfir vetrarmánuðina. Nú hafa verið hafnar mælingar á prógesteróni og testósteróni í blóði sandreyða (balaenoptera boreal- is) sem veiddar hafa verið á sama árabili og sýnin tekin eins og hjá langreyðinni úr sporðæð strax eftir dauða. Sandreyðurin kemur á miðin hér við land seinni hluta sumars og veiðist því seinna á sumrinu en langreyðurin. Prógesterónstyrkur í sandreyðar- kúm reyndist vera mun lægri en í langreyðinni en gaf þó til kynna mismunandi styrkleikahópa innan teg- undarinnar eins og fundist hafði í langreyðinni. Þungaðar sandreyðarkýr reyndust hafa að meðaltali fjórum sinnum lægri prógesterónstyrk en langreyð- arkýrnar. Lágur styrkur í blóði (0,lnmól/l eða minna) fannst hjá mörgum dýrum og bendir til þess að erfiðara sé að greina á milli kynþroska og ókyn- þroska dýra hjá sandreyðinni en hjá langreyðinni. Heildarmeðaltal testósterónstyrks í karldýrum sandreyðarinnar virtist vera lítillega hærra en í langreyðinni. Samanburður meðaltals tegundanna kann þó að vera varhugaverður vegna skamms tíma til sýnaöflunar úr tegundunum einkum hjá sand- reyðinni sem er veidd síðar á sumrinu. Eins og hjá langreyðinni fannst markverð aukning á testóster- ónstyrk hjá sandreyðartörfum með tíma yfir veiði- tímabilið og virtist hún lítið eitt örari hjá sandreyð- inni. E-48. Bráð kransæðastífla á íslandi 1990-1992 Uggi Agnarsson, Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar Tilgangur: Kanna áhrif sjúkrahúsmeðferðar á bráða kransæðastíflu á íslandi árin 1990-1992. Aðferðir: Samfelld skráning á meðferð við bráðri kransæðastíflu samkvæmt skilmerkjum MONICA rannsóknar, meðal einstaklinga á aldrinum 25-64 ára. Dánartölur fengust á Hagstofu íslands. Á árunum 1990-1992 greindust 549 einstaklingar með bráða kransæðastíflu í fyrsta sinn. Af þeim voru 434 innlagðir á sjúkrahús þar af 82 konur. Meðalald- ur hópsins var 55,1 ár, en aldursbil 30-64 ár. Meðal- tími frá upphafi einkenna til fyrstu meðferðar var 5,3 klukkustundir en 50% höfðu fengið meðferð innan einnar stundar. Af þeim sem voru innlagðir á sjúkrahús létust 46 eða 11% innan 28 daga frá innlögn og 58 eða 13% innan eins árs. Tafla sýnir staðsetningu hjartaáverka og helstu meðferð. Niðurstaða: Meðjerð með aspiríni fengu 82% en segaleysandi meðferð var veitt 35% sjúklinga. Borið saman við sams konar meðferðarskráningu árin 1982-1983 hefur orðið marktæk lækkun á dánartíðni bráðrar kransæðastíflu á Islandi. Fram- veggur Undir- veggur Undirþel Aðrir Fjöldi 139 138 72 85 Aldur 54+8 55±7 56±7 56±7 Konur (29) 20,9% (21) 15,2% (15) 20,8% (17) 20% Bþ. syst. 139±26 135±27 148±28 140±32 Púls 92+20 89±19 89 ±19 86±21 S-CK ensím 1159± 103 1210±120 663 ±74 559±73 Beta-blokkar (109) 78,4% (94) 68,1% (52) 72,2% (44) 51,8% Aspirín (119) 85,6% (117) 84,8% (59) 81,9% (59) 69,4% Nítröt (120) 86,3% (117) 84,8% (65) 90,3% (71) 83,5% Kalsíumblokkar (29) 20,9% (39) 28,3% (23) 31,9% (24) 28,2% Hjartaörvandi lyf (29) 20,9% (35) 25,4% (19) 26,4% (22) 25,9% Blóðþynning (112) 80,6% (99) 71,7% (43) 59,7% (30) 35,3% Þvagræsilyf (51) 36,7% (56) 40,6% (25) 34,7% (23) 27,1% Streptókínasi (75) 54,0% (60) 43,5% (12) 16,7% (7) 8,2% D. 28-daga (9) 6,5% (10) 7,2% (7) 9,7% (20) 23,5% D. sS 1-árs (14) 10,1% (15) 10,9% (8) 11,1% (21) 24,7% EKG ST-hækkun 89,2% 86,1% 0% 0% ST-lækkun 45,3% 62,0% 57% 0% Q-þróun 43,2% 68,0% 0% 0%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.