Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 36
32 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 skammturinn hækkaður í 40 mg/dag, ef kólesteról hafði ekki lækkað niður í 5,2 mmól/1. Af 41 einstaklingi sem uppfyllti inntökuskilmerkin hér á landi var 31 með til loka rannsóknartímabils- ins. Hjá þeim 37 sem fylgdu mataræðisráðleggingum fyrstu átta vikurnar lækkaði kólesteról um 8,8% að meðaltali. Kólesteról þeirra sem voru með hæst kól- esteról í byrjun (>7,0 mmól/1, 14 einstaklingar), lækkaði að meðaltali um 14,5% eftir breytt matar- æði. Simvastatín lækkaði blóðfitur marktækt meira en fluvastatín, LDL kólesteról lækkaði um 40% hjá simvastatínhópnum, en 26% hjá fluvastatínhópnum (p<0,0001). Hjá um 90% þeirra sem tóku simvasta- tín lækkaði kólesterólið í eða undir 5,2 mmól/1, mið- að við 50% í fluvastatínhópnum. Þurfti að hækka skammtinn hjá fluvastatínhópnum í 57% tilfella miðað við 17% hjá simvastatínhópnum. Ekki reynd- ist vera munur á tíðni aukaverkana milli lyfjanna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ráðleggingar um kólesterólsnautt fæði séu mikilvæg- ar hjá hjartasjúklingum og komi til viðbótar áhrifum lyfja. Sýnt var fram á að simvastatín er mun virkara en fluvastatín til lækkunar á blóðfitum. E-43. Þrjár stökkbreytingar í LDL viðtakageni skýra meginhluta arfbundinnar kólesterólhækkunar Vilmundur Guðnason*,**, Gunnar Sigurðs- son***, **** Steve E Humphries* Frá *Cardiovascular Genetics, Dpt of Medicine, Uni- versity College London Medical School, London, **Rannsóknarstofu Hjartaverndar í sameindaerfða- frœði, ***Iyflœknisdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ****göngudeild Landspítalans fyrir háar blóðfitur Arfbundin kólesterólhækkun (familial hyperchol- esterolaemia) er ríkjandi, eingena sjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingum í geni sem skráir fyrir viðtaka sem bindur lágþéttni fituprótín í blóði (low density lipoprotein, LDL). Galli í viðtakanum veld- ur þvf að LDL kólesterólríkar sameindir eru ekki hreinsaðar úr blóði og safnast því þar fyrir. Sjúk- dómurinn einkennist þess vegna klínískt af tvö- til þrefalt hækkuðu kólesteróli íblóði samfara kólester- ólútfellingum í sinar, snemmkomnum kransæða- sjúkdómi og ótímabærum dauðsföllum vegna krans- æðastíflu. Tíðni sjúkdómsins í flestum löndum er um 1:500 og er ætlað að hún sé svipuð á íslandi. Við höfum rannsakað íslenskar ættir með þennan sjúkdóm. Með því að beita nútíma erfðatækniað- ferðum (southern blotting, ensímhvattri fjölföldun, single strand conformation polymorphism og beinni raðgreiningu) höfum við fundið þrjár stökkbreyting- ar í LDL viðtakageninu, sem eru ástæða arfbund- innar kólesterólhækkunar í meirihluta íslensku ætt- anna. Við höfum þróað sérstök DNA próf til að leita að og greina þessar stökkbreytingar, sem gerir okkur kleift að skima eftir þeim í íslensku ættunum. Ein þessara stökkbreytinga finnst í nærri 60% af þeim íslensku ættum sem við höfum rannsakað. Engin þessara stökkbreytinga hefur fundist í Noregi, Dan- mörku eða á Bretlandseyjum þrátt fyrir víðtæka skimun þar og eru því líklegast séríslenskar stökk- breytingar. Við áætlum að skima fyrir þessum stökkbreyting- um meðal íslendinga. f fyrsta lagi til þess að ákvarða nákvæma tíðni sjúkdómsins á fslandi. í öðru lagi þá er mögulegt að meðhöndla hið háa kólesteról með lyfjum og lækka því kólesteról í blóði og þar með seinka kransæðasjúkdómi og jafnvel koma í veg fyrir kransæðastíflu. Þetta er hluti af því markmiði okkar að beita erfðafræðilegum aðferðum til að greina í tæka tíð þá einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm og kransæðastíflu. E-44. Áhrif isoleucine-405-valine breytileikans í kólesterólesterflutningsprótíni (CETP) á plasmastyrk HDL- kólesteróls og APOA-I í íslendingum Katrín María Þormar*, Vilmundur Guðnason*,** Frá *The Centre for Genetics of Cardiovascular Di- sorders, University College London Medical School, **Rannsóknarstofu Hjartaverndar í sameindaerfða- frœði CETP er 74 kD sykurprótín sem miðlar flutningi kólesterólestera frá HDL til lípóprótína sem innihalda apoB, í skiptum fyrir þríglýseríð. Samfara aukinni virkni CETP fer HDL-kólesteról og apoA-I lækkandi. CETP-skortur veldur mjög hækkuðum plasmastyrk HDL-kólesteróls og apoA-I og virðist vinna gegn æða- kölkun. CETP er talið geta átt þátt í stýringu á styrk HDL-kólesteróls og apoA-I f plasma. Nýlega hefur fundist breytileiki í CETP-geninu sem veldur amínósýrubreytingu í tákni 405 þannig að þar er ýmist um isoleucine eða valine að ræða vegna skipta á C-basa fyrir T-basa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif I405V breytileikans í CETP á plasmastyrk HDL-kólesteróls og apoA-I og samspil við reykingar. Efniviðurinn samanstóð af 318 íslendingum á aldr- inum 15-78 ára, 152 körlum og 166 konum. Arfgerð þeirra var greind með bindingu sætissértækra þreifa á fjölfölduðum bút af CETP-geninu. Tíðni T-allelsins í þýðinu er 69%. Marktækt sam- band fannst milli CETP-arfgerðar og HDL-kólester- óls og apoA-I hjá körlum sem ekki reykja. Þannig er C-allelið tengt hærra HDL-kólesteróli og apoA-I. Hjá reykingamönnum sést ekki slíkt samband sem bendir til þess að reykingar komi í veg fyrir áhrif arfgerðar- innar á plasmastyrk HDL-kólesteróls og apoA-1. HDL-kólesteról og apoA-I eru neikvæðir áhættu- þættir kransæðasjúkdóma. Karlar sem eru arfhreinir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.