Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 36
32 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 skammturinn hækkaður í 40 mg/dag, ef kólesteról hafði ekki lækkað niður í 5,2 mmól/1. Af 41 einstaklingi sem uppfyllti inntökuskilmerkin hér á landi var 31 með til loka rannsóknartímabils- ins. Hjá þeim 37 sem fylgdu mataræðisráðleggingum fyrstu átta vikurnar lækkaði kólesteról um 8,8% að meðaltali. Kólesteról þeirra sem voru með hæst kól- esteról í byrjun (>7,0 mmól/1, 14 einstaklingar), lækkaði að meðaltali um 14,5% eftir breytt matar- æði. Simvastatín lækkaði blóðfitur marktækt meira en fluvastatín, LDL kólesteról lækkaði um 40% hjá simvastatínhópnum, en 26% hjá fluvastatínhópnum (p<0,0001). Hjá um 90% þeirra sem tóku simvasta- tín lækkaði kólesterólið í eða undir 5,2 mmól/1, mið- að við 50% í fluvastatínhópnum. Þurfti að hækka skammtinn hjá fluvastatínhópnum í 57% tilfella miðað við 17% hjá simvastatínhópnum. Ekki reynd- ist vera munur á tíðni aukaverkana milli lyfjanna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ráðleggingar um kólesterólsnautt fæði séu mikilvæg- ar hjá hjartasjúklingum og komi til viðbótar áhrifum lyfja. Sýnt var fram á að simvastatín er mun virkara en fluvastatín til lækkunar á blóðfitum. E-43. Þrjár stökkbreytingar í LDL viðtakageni skýra meginhluta arfbundinnar kólesterólhækkunar Vilmundur Guðnason*,**, Gunnar Sigurðs- son***, **** Steve E Humphries* Frá *Cardiovascular Genetics, Dpt of Medicine, Uni- versity College London Medical School, London, **Rannsóknarstofu Hjartaverndar í sameindaerfða- frœði, ***Iyflœknisdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ****göngudeild Landspítalans fyrir háar blóðfitur Arfbundin kólesterólhækkun (familial hyperchol- esterolaemia) er ríkjandi, eingena sjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingum í geni sem skráir fyrir viðtaka sem bindur lágþéttni fituprótín í blóði (low density lipoprotein, LDL). Galli í viðtakanum veld- ur þvf að LDL kólesterólríkar sameindir eru ekki hreinsaðar úr blóði og safnast því þar fyrir. Sjúk- dómurinn einkennist þess vegna klínískt af tvö- til þrefalt hækkuðu kólesteróli íblóði samfara kólester- ólútfellingum í sinar, snemmkomnum kransæða- sjúkdómi og ótímabærum dauðsföllum vegna krans- æðastíflu. Tíðni sjúkdómsins í flestum löndum er um 1:500 og er ætlað að hún sé svipuð á íslandi. Við höfum rannsakað íslenskar ættir með þennan sjúkdóm. Með því að beita nútíma erfðatækniað- ferðum (southern blotting, ensímhvattri fjölföldun, single strand conformation polymorphism og beinni raðgreiningu) höfum við fundið þrjár stökkbreyting- ar í LDL viðtakageninu, sem eru ástæða arfbund- innar kólesterólhækkunar í meirihluta íslensku ætt- anna. Við höfum þróað sérstök DNA próf til að leita að og greina þessar stökkbreytingar, sem gerir okkur kleift að skima eftir þeim í íslensku ættunum. Ein þessara stökkbreytinga finnst í nærri 60% af þeim íslensku ættum sem við höfum rannsakað. Engin þessara stökkbreytinga hefur fundist í Noregi, Dan- mörku eða á Bretlandseyjum þrátt fyrir víðtæka skimun þar og eru því líklegast séríslenskar stökk- breytingar. Við áætlum að skima fyrir þessum stökkbreyting- um meðal íslendinga. f fyrsta lagi til þess að ákvarða nákvæma tíðni sjúkdómsins á fslandi. í öðru lagi þá er mögulegt að meðhöndla hið háa kólesteról með lyfjum og lækka því kólesteról í blóði og þar með seinka kransæðasjúkdómi og jafnvel koma í veg fyrir kransæðastíflu. Þetta er hluti af því markmiði okkar að beita erfðafræðilegum aðferðum til að greina í tæka tíð þá einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm og kransæðastíflu. E-44. Áhrif isoleucine-405-valine breytileikans í kólesterólesterflutningsprótíni (CETP) á plasmastyrk HDL- kólesteróls og APOA-I í íslendingum Katrín María Þormar*, Vilmundur Guðnason*,** Frá *The Centre for Genetics of Cardiovascular Di- sorders, University College London Medical School, **Rannsóknarstofu Hjartaverndar í sameindaerfða- frœði CETP er 74 kD sykurprótín sem miðlar flutningi kólesterólestera frá HDL til lípóprótína sem innihalda apoB, í skiptum fyrir þríglýseríð. Samfara aukinni virkni CETP fer HDL-kólesteról og apoA-I lækkandi. CETP-skortur veldur mjög hækkuðum plasmastyrk HDL-kólesteróls og apoA-I og virðist vinna gegn æða- kölkun. CETP er talið geta átt þátt í stýringu á styrk HDL-kólesteróls og apoA-I f plasma. Nýlega hefur fundist breytileiki í CETP-geninu sem veldur amínósýrubreytingu í tákni 405 þannig að þar er ýmist um isoleucine eða valine að ræða vegna skipta á C-basa fyrir T-basa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif I405V breytileikans í CETP á plasmastyrk HDL-kólesteróls og apoA-I og samspil við reykingar. Efniviðurinn samanstóð af 318 íslendingum á aldr- inum 15-78 ára, 152 körlum og 166 konum. Arfgerð þeirra var greind með bindingu sætissértækra þreifa á fjölfölduðum bút af CETP-geninu. Tíðni T-allelsins í þýðinu er 69%. Marktækt sam- band fannst milli CETP-arfgerðar og HDL-kólester- óls og apoA-I hjá körlum sem ekki reykja. Þannig er C-allelið tengt hærra HDL-kólesteróli og apoA-I. Hjá reykingamönnum sést ekki slíkt samband sem bendir til þess að reykingar komi í veg fyrir áhrif arfgerðar- innar á plasmastyrk HDL-kólesteróls og apoA-1. HDL-kólesteról og apoA-I eru neikvæðir áhættu- þættir kransæðasjúkdóma. Karlar sem eru arfhreinir

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.