Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 44
40 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-60. Dánartíðni og tengsl við kransæðasjúkdóm meðal íslenskra karla og kvenna með insúlínóháða sykursýki Hóprannsókn Hjartaverndar Sigurjón Vilbergsson*,**, Gunnar Sigurðs- son**,***, Helgi Sigvaldason****, Nikulás Sigfús- son** Frá *lœknadeild HÍ, **Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, ***lyflœkningadeild Borgarspítalans, ****Verkfrœðiskrifstofu Helga Sigvaldasonar Dánartíðni og tengsl við kransæðasjúkdóm þeirra sem greinst hafa með insúlínóháða sykursýki (NIDDM) hefur verið athuguð. Þessi rannsókn er í raun framhald af rannsókn á algengi og nýgengi á insúlínóháðri sykursýki meðal íslenskra karla og kvenna á aldrinum 33 til 81 árs. Rannsóknarþýði voru þeir sem mættu að minnsta kosti einu sinni í hóprannsókn Hjartaverndar í fyrsta til fimmta áfanga, 9139 karlar og 9773 konur. Upp- lýsingar fengnar við fyrstu rannsókn hvers einstak- lings voru notaðar. Karlar voru fæddir 1907-1934 og skoðaðir 1967-1987 og voru því á aldrinum 33 til 79 ára við skoðun. Konur voru fæddar 1908-1935 og skoðaðar 1968-1991 og voru þvf á aldrinum 34-81 árs við skoðun. Dánarorsakir og dánardægur fram til ársloka 1992 voru fengnar frá Hagstofu Islands. Meðaláhættutími var 16,0 ár (hámark 25,4 ár) fyrir karla og 15,1 ár (hámark 24,4 ár) fyrir konur. Heildarfjöldi látinna af öllum orsökum á áhættu- tímabili voru 2343 karlar og 1289 konur. Af þeim sem ekki höfðu sykursýki létust úr kransæðastíflu 842 (38,1%) karlar og 254 (25,8%) konur en 58 (43,6%) karlar og 23 (44,2%) með insúlínóháða sykursýki. Áhættuhlutfall einstaklinga með insúlínóháða sykursýki á kransæðadauða reyndist 2,1 (95% CI 1,6-2,8) hjá körlum en 2,3 (95% CI 1,5-3,7) hjá konum, þegar var leiðrétt fyrir aldri, reykingum, kólesteróli, þríglýseríðum og systólískum blóðþrýst- ingi. Ekki er hér um tölfræðilegan marktækan mis- mun að ræða milli karla og kvenna. Ef reiknað var með að einstaklingur greindist með sykursýki um fimmtugt og litið á lífshorfur þessa einstaklings 20 árum síðar voru þær 58,3% fyrir karla og 77,5% fyrir konur miðað við 75,9% og 84,9% fyrir einstaklinga sem ekki hafa sykursýki. Sykursjúkir einstaklingar með insúlínóháða syk- ursýki hafa rúmlega tvöfalda áhættu á kransæða- dauða sem tengd verður sjálfri sykursýkinni. Lífs- horfur sykursjúkra eru verulegar skertar þar sem meðalævi styttist um nálega 5,5 ár ef viðkomandi greinist um fimmtugt með insúlínóháða sykursýki. E-61. Notkun tíðahvarfahormóna meðal íslenskra kvenna Harpa M. Leifsdóttir*, Birna Guðmundsdóttir**, Laufey Tryggvadóttir**, Ástráður B. Hreiðarsson** Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **Leitarstöð Krabba- meinsfélags íslands Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöld- um byggðum á sölutölum og skilgreindum dags- skömmtum hefur notkun tíðahvarfahormóna fimm- faldast hér á landi á árunum 1985-1995 og er ísland nú þriðja í röðinni af Norðurlöndunum næst á eftir Svíþjóð og Finnlandi hvað snertir notkun þessara hormóna. Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna út- breiðslu og notkunarmynstur tíðahvarfahormóna hjá fslenskum konum. Rúmlega 30 þúsund konur heimsóttu Leitarstöð K.í. árið 1995 og fjórðungur þeirra var spurður um notkun tíðahvarfahormóna. Af konum eldri en 40 ára (n=4751) höfðu 46% notað hormónana. Af þeim notuðu 67% hormón við komu á leitarstöðina en 33% voru hættar notkun. Ef tekið er tillit til hvort konur eldri en 40 ára voru komnar í tíðahvörf þá höfðu 57% notað tíðahvarfahormóna. Af konum eldri en 40 ára höfðu 15% gengist undir legnám. Af þeim höfðu 72% notað hormóna saman- borið við 41% þeirra sem voru með leg (p=s0,001). Algengast var að konur með leg notuðu kaflaskipta meðferð (55%), því næst samfellda meðferð með östrógeni og prógestógeni (24%) en 14% tóku östró- gen eingöngu. Af konum sem höfðu gengist undir legnám voru 73% á östreógenmeðferð eingöngu en 17% á kaflaskiptri og 8% á samfelldri östrógen- prógestógenmeðferð. Stærra hlutfall kvenna án legs (55%) hafði notað tíðahvarfahormóna í meira en fimm ár samanborið við konur með leg (35%) (ps=0,001). Kaflaskipt meðferð var algengust hjá yngri konum en samfelld östrógen- prógestógen- meðferð hjá þeim eldri. Þegar gáð var að konum sem höfðu hætt notkun tíðahvarfahormóna kom í ljós að um þriðjungur hafði hætt meðferð innan árs. Því eldri sem konurn- ar voru við upphaf meðferðar, þeim mun skemur virtust þær tolla á meðferð. E-62. Skert kortisólviðbragð hjá sjúklingum með iktsýki Björn Guðbjörnsson*,**, Britt Skogseid**, Kjell Öberg**, Leif Wide***, Roger Hállgren** Frá *lyflœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, **lyflœkninga- og ***rannsóknardeild Aka- demiska sjúkrahússins, Uppsölum, Svíþjóð Markmið: Rannsaka heiladinguls-nýrnahettu ás- inn hjá sjúklingum með virka iktsýki. Aðferð: Rannsakaðir voru 18 sjúklingar með ómeðhöndlaða iktsýki og aldurs- og kynparaðir 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.