Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 18
18 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-8. Moraxella catarrhalis blóðsýkingar Bolli 1‘órsson, Villielmína Haraldsdóttir, Már Krist- jánsson Frá lyfjadeild og smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Moraxella (Branhamella) catarrhalis er hluti af eðlilegri örveruflóru efri öndunarfæra en veldur sjaldan blóðsýkingu. Við meðhöndluðum sjúkling sem fékk M. catarrhalis blóðsýkingu og því vakti forvitni okkar að kanna ritaðar heimildir um M. catarrhalis blóðsýkingar og hvort fleiri tilfelli hefðu greinst á íslandi. Sjúkratilfelli: Fjörutíu og átta ára gamall maður var lagður inn á lyfjadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með lungnabólgu. Hann hafði ári áður greinst með hvítblæði af „prólymfócýta'1 gerð og fengið lyfja- meðferð án varanlegs árangurs. Blóðrannsóknir leiddu í ljós mikla fækkun á hlutleysiskyrningum og blóðflögum. Ræktanir frá koki, úr hráka og blóði sýndu M. catarrhalis. Sjúklingur var meðhöndlaður með gentamýcíni og ceftríaxóni og náði sér vel. Efni og aðferðir: Kannaðar voru allar jákvæðar blóðræktanir fyrir M. catarrhalis á Landspítalanum og Borgarspítala frá 1976 til 1995. Leitað var með aðstoð tölvu í MEDLINE að jákvæðum blóðræktun- um, hjartaþelsbólgu og heilahimnubólgu af völdum M. catarrhalis á tímabilinu 1981 til 1995. Niðurstöður og umræða: Tvö önnur tilfelli af M. catarrhalis blóðsýkingu fundust á íslandi. Annað var 10 mánaða barn með miðeyrnabólgu og augntóftar- bólgu og hitt 45 ára karlmaður grunaður um heila- himnubólgu. Auk þeirra fundust 59 tilfelli í MED- LINE. Sjúklingum með M. catarrhalis blóðsýkingu má skipta í þrjá megin hópa: ónæmisbældir sjúkling- ar, sjúklingar með öndunarfærasjúkdóma og sjúk- lingar án annarra sjúkdóma. Sjúklingar með ónæm- isbælingu hafa oft óþekktan upphafsstað sýkingar- innar, sjúklingar með öndunarfærasjúkdóma hafa oftast lungnabólgu en sjúklingar án annarra sjúk- dóma, efri öndunarfærasýkingu. Horfur eru góðar nema hjá sjúklingum með hjartaþelsbólgu. Blóðsýk- ingar af völdum M. catarrhalis hafa oftast vægan gang en geta verið lífshættulegar einkum hjá sjúk- lingum með ónæmisbælingu. E-9. Spítalasýkingar á gjörgæsludeild Landspítalans Sigurður Magnason, Karl G. Kristinsson, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Helga Erlendsdóttir, Lovísa Bald- ursdóttir, Einar Jónmundsson, Sigurður Guð- mundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild, svœfinga- og gjörgæsludeild, röntgendeild og lyflœkningadeild Landspítalans Markmið: Að meta tíðni spítalasýkinga og greina sýkingarvalda, áhættuþætti sýkinga, sýkingarstaði, bólfestu sýkla og dánartíðni á gjörgæsludeild Land- spítalans. Aðferðir: f rannsóknina voru teknir sjúklingar sem dvöldu lengur en 48 klukkustundir á deildinni. Ræktanir voru teknar við innlögn og síðan þrisvar í viku (frá barka, maga, munnkoki, þvaglegg og öðr- um stöðum eftir þörfum). Sýkingar voru greindar samkvæmt skilmerkjum frá CDC, Bandaríkjunum. A fyrstu 12 mánuðum rannsóknarinnar hafa 140 sjúklingar verið teknir inn í rannsóknina í 150 skipti. Rannsókninni er enn ólokið. Niðurstöður: Áttatíu og sjö spítalasýkingar greindust á deildinni í 48 af 150 sjúkralegum (32%). Meðalaldur sjúklinga var 58 ár (0-87) og af þeim voru 60% karlmenn. Algengustu sýkingarnar voru: þvagfærasýkingar, 27 (31%); lungnabólga, 18 (21%); blóðsýking, 15 (17%); sárasýking átta (9%) og barkabólga sjö (8%). Helstu sýkingarvaldar voru E. coli (15), Klebsiella sp. (7) og aðrar Enterobac- teriaceae (9), Enterococcus sp. (12), Candida sp. (12), S. epidermidis (7), P. aeruginosa (7) og aðrir/ óþekktir (18). Sýktir sjúklingar dvöldu að jafnaði í 15,0 daga á deildinni en ósýktir í 4,2 daga (p<0,05). Allir sjúklingar sem dvöldust lengur en þrjár vikur á deildinni sýktust að minnsta kosti einu sinni. Meðal- aldur sýktra sjúklinga var 63 ár og ósýktra 56 ár (p<0,05). Hvorki Var marktækur munur á APA- CHE-II né TISS skori við innlögn hjá sýktum og ósýktum sjúklingum. Dánartíðni sýktu sjúklinganna var 13,0% (6/46) en 20,2% (19/94) hjá ósýktu sjúk- lingunum (p=e.m.). Ályktun: Tíðni spítalasýkinga á gjörgæsludeild er veruleg og tengist einkum langri dvöl. Flestar sýk- inganna voru af völdum Gram-neikvæðra stafbakt- ería. Þörf er á virku forvarnarstarfi og baráttu gegn spítalasýkingum. E-10. Gæðastjórnun sýklalyfjagjafa Anna S. Þórisdóttir*. Bessi H. Jóhannesson**, Har- aldur Briem* Frá *smitsjúkdómadeild og **apóteki Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Vaxandi fjöldi sýklalyfjategunda og aukinn kostnaður vegna þeirra, krafa um bestu fá- anlegu meðferð og takmörkuð fjárráð í heilbrigðis- þjónustunni valda því að víða er leitað leiða til að bæta notkun sýklalyfja. Markviss sýklalyfjameðferð snertir ekki einungis upprætingu á sýkingu sjúklings. Erlendar rannsókn- ir benda til að gæðastjórnun leiði jafnframt til færri aukaverkana, dragi úr ónæmismyndun sýkla og lækki kostnað sjúkrahúsa vegna þessa lyfjaflokks sem nemur 25-30% af heildarkostnaði lyfja á sjúkra- húsum Framkvæmd: Framkvæmd verkefnisins byggist á samvinnu smitsjúkdómalæknis og lyfjafræðings þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.