Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 66
58 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 ferils sé 60 ára langt. Heilahristingur (1934) > heila- mar > skúmbelgur (arachnoidal cysta) > þrýstingur framan á chiasma > með nethimnuskemmd (1937) > meðganga og heiladingulsstækkun (1948-1949) > endanlegt miðlægur blinduflekkur (centralt scot- oma) og virkt mjólkurhormónframleiðandi æxli, all- ar götur síðan. V-17. Óvenjuleg orsök quadriparesu hjá ungum manni Garðar Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Jóhann Ragnarsson Frá lyflœkningadeild Sjúkraluíss Reykjavíkur Tuttugu og níu ára karlmaður í bandaríska hem- um var sendur á slysadeild Borgarspítala af læknum Keflavíkurflugvallar vegna quadriparesu sem hann hafði vaknað með um morguninn. Sjúklingur hafði fyrri sögu um sömu einkenni þremur árum áður og hafði þá lagst inn á herspítala í Bandaríkjunum þar sem engin skýring fannst. Sjúklingur hafði þekkt hjartaóhljóð en var annars hraustur. Engin ættar- saga um svipuð einkenni. Við komu á slysadeild var máttleysi í útlimum sem hvarf á næstu klukkustund. Teknar voru blóðprufur og var sermiskalíum lækkað, mældist 3,1 mmól/L (viðmiðunarmörk 3,5-5,0). Vaknaði grunur umper- iodic hypokalemic paresis. Sjúklingur var lagður inn á lyflækningadeild Borgarspítala 10 dögum síðar til frekari rannsókna. Greindist þá með stækkun á skjaldkirtli. Púls var 110, blóðþrýstingur 150/80, hafði hjartaóhljóð. Ekki var til staðar proximal vöðvamáttleysi, viðbrögð eilítið aukin og fínn skjálfti í höndum. Sjúklingur fór í insúlínpróf (B-stimulations próf) þar sem kalíum lækkaði frá 4,5 niður í 3,7 sem telst óeðlilegt. Einnig voru gerð skjaldkirtilspróf og var frítt T4 82 (viðmiðunargildi 10-25) og T3 mældist 37,7 (4,0-8,0). Kreatínkínasi mældist ekki hækkað- ur. Var því greindur með periodic hypokalemic par- esis vegna ofstarfsemi skjaldkirtils (hyperthyrodis- mus). Var útskrifaður á própranólóli og sendur til Bandaríkjanna í frekari meðferð. Þekkt er að ofstarfsemi skjaldkirtils valdi proxi- mal vöðvamáttleysi. Einnig er þekkt að ofstarfsemin valdi periodic hypokalemic paresis en það er mjög sjaldgjæft og miðað við tíðnitölur erlendis ætti sjúk- lingur með þennan sjúkdóm að greinast á 20 ára fresti á íslandi. V-19. Ættgeng ósæðarvíkkun hjá íslenskri fjölskyldu Jón Þór Sverrisson*, Ragnheiður Elísdóltir**, Ragn- ar Danielsen***, Reynir Arngrimsson**** Frá *lyflœkningadeild FSA, **Barnaspítala Hrings- ins, ***lyflœkningadeild Landspítalans, ****Duncan Gutltrie Institute, Glasgow, Skotlandi Víkkun á ósæð er alvarlegt sjúkdómsástand, þar sem hætta er á flysjun og rofi. Sjúkdómurinn finnst aðallega hjá eldri einstaklingum og er þá yfirleitt um að ræða einstök tilfelli sem tengjast áhættuþáttum æðasjúkdóma, svo sem hækkuðum blóðþrýstingi, reykingum og hárri blóðfitu. Ósæðarvíkkun og þá sérstaklega á stígandi hluta ósæðar sést samfara arf- gengum bandvefssjúkdómum svo sem Marfans og Ehlers Damlos heilkennum. Lítið hefur verið birt um ættgengar ósæðarvíkkan- ir án sýnilegra bandvefssjúkdóma. Lýst er stórri fjölskyldu þar sem tveir ungir menn hafa látist af völdum flysjunar á ósæð og þrír aðrir farið í aðgerð vegna ósæðargúls. Fjölskyldunni hefur verið fylgt eftir í fjögur ár og hafa alls verið skoðaðir 56 manns af fyrst og öðrum ættlið. Ómskoðanir af ósæð hafa leitt í ljóst, að margir eru með víkkun á ósæðarrótinni og hefur þeim einstaklingum verið fylgt eftir með reglu- bundnum skoðunum og ósmkoðun af hjarta, ósæð- arrót og stígandi hluta ósæðar. Enginn í fjölskyldunni hefur einkenni um þekkt, arfgeng bandvefsheilkenni, svo sem heilkenni Mar- fans og þá eru nánast allir í fjölskyldunni með eðli- legan blóðþrýsting. Hér virðist vera um arfgengan sjúkdóm að ræða og samrýmist erfðamynstrið ríkjandi erfðum. Nú stendur yfir genakortlagning á fjölskyldunni og verða niðurstöður þeirrar rannsóknar birtar síð- ar. V-20. Kransæðavíkkun á vinstri höfuðstofni Sj úkratilfelli Inga S. Þráinsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Einar H. Jónmundsson, Kristján Eyjólfsson Frá lyflœkningadeild og röntgendeild Landspítalans í nóvember 1995 lagðist 47 ára gamall karlmaður inn á hjartadeild til hjartaþræðingar. Áreynslupróf hafði áður sýnt afgerandi ST-T breytingar við lágt áreynslustig. Sjúklingur kvartaði einnig undan þreytu, uppgangi og beinverkjum. Hann gekkst undir kransæðavíkkun á hægri kransæð á Landspít- alanum 1992 með góðum árangri og var á blóðfitu- lækkandi lyfjameðferð vegna kólesterólhækkunar, reykti og átti að baki um 35 pakkaár. Kransæðasjúk- dómur, hækkun á kólesteróli og krabbamein eru þekkt í hans ættum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.