Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 48
44 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 Ályktun: Þessar niðurstöður benda til mikilvægis góðrar líkamsáreynslu á þessum aldri og nægjanlegr- ar líkamsþyngdar, sérstaklega vöðvamassa, til að tryggja hámarksbeinmassa. Ráðleggingar til ungra stúlkna ti! að tryggja þessa þætti geta því skipt veru- legu máli í forvörn gegn beinbrotum síðar meir. E-70. S-25-OH-vítamín D hagur íslenskra stúlkna og beinmassi Jón Örvar Kristinsson*, Örnólfur Valdimarsson*, Leifur Franzson**, ísleifur Ólafsson**, Droplaug Magnúsdóttir**, Laufey Steingrímsdóttir***, Gunn- ar Sigurðsson* Frá *lyflœkningadeild og **rannsóknadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, ***Manneldisráði íslands Inngangur: Rannsóknir á þéttni 25-hydroxývíta- míni D (S-25-OH-D) í sermi unglinga hafa verið mjög takmarkaðar. Viðmiðunarmörk rannsókna- stofu Sjúkrahúss Reykjavíkur eru 25,0-100,0 nmól/L. I rannsóknum frá Norðurlöndunum hafa sermisgildi lægri en 25 nmól/L (hypovitaminosis) verið skráð í um 4-9% tilvika á vetrum og allt að 5% á sumrin í ungum fullorðnum einstaklingum. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli S-25-OH-D og bein- massa í miðaldra og eldri einstaklingum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna þéttni S-25-OH-D í stúlknum á 16. og 18. aldursári, neyslu D vítamíns og kalks í sama hópi og bera saman við beinmassa. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þversniðs- rannsókn á 131 heilbrigðri stúlku á 16. (n=71) og 18. (n=60) aldursári. Þær höfðu þremur árum áður tek- ið þátt í könnun á mataræði grunnskólanema og voru þá valdar af handahófi úr grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis. Beinmassi (bone mineral density) var mældur í framhandlegg, aðlægum lær- legg og lendhrygg með DEXA aðferð. Kalsíum og fosfat var mælt í sermi og einnig þéttni S-25-OH-D (RIA). Auk þess var skerðibútabreytileiki í vítamíni D viðtakageninu (VDR) greindur eftir fjölliðunar- hvarf (PCR). ítarlegur spurningalisti varðandi mat- aræði var lagður fyrir. Niðurstöður: Þéttni S-25-OH-D reyndist vera mjög breytileg eða frá 1,7-103,0 nmól/L. Meðalgild- ið fyrir báða aldurshópana var 42,4 nmól/L, 41,4 fyrir yngri hópinn en 43,4 fyrir þann eldri. Tuttugu og níu stúlkur eða 22% mældust lægri en 25,0 nmól/L, 15 í yngri en 14 í eldri aldurshópnum. Við samanburð á meðalbeinmassa þessara stúlkna og þeirra sem mældust hærri en 25,0 nmól/L, reyndist ekki marktækur munur. Á sama hátt var ekki munur á þeim sem voru hærri og lægri en (n=12) 15,0 nmól/L. I einþáttagreiningu reyndist ekki fylgni milli S-25-OH-D og beinmassa nema í framhandlegg yngri stúlknanna (r=0,31; p<0,01). Niðurstöður skerðibútabreytileika vítamín D viðtakans verða kynntar og einnig niðurstöður um neyslu D vítamíns og kalks og samanburð við beinmassa. Ályktun: Frumniðurstöður benda til þess að þéttni S-25-OH-D sé ekki afgerandi þáttur varðandi beinvöxt og kölkun beina hjá ungum stúlkum. Vaknar því spurning um hvaða þættir hafi áhrif þess í stað, til dæmis vaxtarhormón, sem eykur frásog kalks frá görnum. E-71. Faraldsfræðileg könnun á meltingarfærakvillum hjá íslendingum Linda Björk Ólafsdóttir*, Hallgrímur Guðjónsson**, Bjarni Þjóðleifsson**, Rúnar Vilhjálmsson*** Frá *Delta hf **lyflœkningadeild Landspítalans, ***námsbraut í hjúkrun Faraldsfræðilegar kannanir á kvillum í meltingar- færum hjá stóru úrtaki meðal almennings hafa ekki verið gerðar á Islandi. Með þessari könnun fæst góð yfirsýn yfir meltingarfærakvilla, sem hrjá íslend- inga. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að melting- arfærakvillar séu algengir meðal almennings. Markmið rannsóknarinnar eru: Að kanna algengi meltingarfærakvilla, með sérstöku tilliti til starf- rænna sjúkdóma og sýrutengdra vandamála. Aðferðir: Spurningalisti, staðlaður fyrir ísland, var sendur út til 2000 einstaklinga á aldrinum 31-75 ára. Spurningalistjnn samanstendur af 74 spurning- um ásamt einkennalista til útfyllingar. Úrtak var fengið hjá Hagstofu íslands með heimild Tölvu- nefndar. Framkvæmd könnunarinnar byggði á hinni svo- kölluðu heildaraðferð (Dillman, 1978). Niðurstöður: Alls barst 1361 marktækt svar eða um 68%. Frá körlum 48% og konum 52%. Um 43,6% höfðu eðlilegar hægðir, en 11,9% höfðu með- al og mikil hægðavandamál. Ekki var munur milli kynja og heldur ekki aldurs. Alls fundu 34,9% fyrir miklum eða meðal einkennum verkja í kviði og 65,1% fyrir litlum eða engum verkjum. Fleiri konur fundu fyrir verkjum en karlar. Ekki var mikill mun- ur milli aldurshópa. Um 40,6% höfðu ekki einkenni frá efri hluta meltingarvegarins (dyspepsia), en 38,8% höfðu léttvæg einkenni þaðan og 20,6% miðlungs eða sterk. Af þeim sem fundu fyrir ein- kennum frá efri hluta meltingarvegar voru 63,1% konur á móti 55,5% körlum. Yngra fólkið fann frek- ar fyrir einkennum frá efri hluta meltingarvegar en eldra fólkið. Alls greindust 28,1% einstaklinga með Irrítable Bowel Syndrome (IBS), en 50,8% fundu ekki fyrir IBS-einkennum. Karlar voru 19,5% greindra einstaklinga með IBS en konur 36,5%. Yngri en 60 ára greindust 30,1% með IBS á móti 22,7% 60 ára og eldri. Alls höfðu 11,7% einstaklinga fengið maga- eða skeifugarnarsár. Ályktanir: Kviðverkir og hægðaóregla eru algeng meðal íslendinga. Starfrænir kvillar í efri og neðri hluta meltingar-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.