Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 48
44 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 Ályktun: Þessar niðurstöður benda til mikilvægis góðrar líkamsáreynslu á þessum aldri og nægjanlegr- ar líkamsþyngdar, sérstaklega vöðvamassa, til að tryggja hámarksbeinmassa. Ráðleggingar til ungra stúlkna ti! að tryggja þessa þætti geta því skipt veru- legu máli í forvörn gegn beinbrotum síðar meir. E-70. S-25-OH-vítamín D hagur íslenskra stúlkna og beinmassi Jón Örvar Kristinsson*, Örnólfur Valdimarsson*, Leifur Franzson**, ísleifur Ólafsson**, Droplaug Magnúsdóttir**, Laufey Steingrímsdóttir***, Gunn- ar Sigurðsson* Frá *lyflœkningadeild og **rannsóknadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, ***Manneldisráði íslands Inngangur: Rannsóknir á þéttni 25-hydroxývíta- míni D (S-25-OH-D) í sermi unglinga hafa verið mjög takmarkaðar. Viðmiðunarmörk rannsókna- stofu Sjúkrahúss Reykjavíkur eru 25,0-100,0 nmól/L. I rannsóknum frá Norðurlöndunum hafa sermisgildi lægri en 25 nmól/L (hypovitaminosis) verið skráð í um 4-9% tilvika á vetrum og allt að 5% á sumrin í ungum fullorðnum einstaklingum. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli S-25-OH-D og bein- massa í miðaldra og eldri einstaklingum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna þéttni S-25-OH-D í stúlknum á 16. og 18. aldursári, neyslu D vítamíns og kalks í sama hópi og bera saman við beinmassa. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þversniðs- rannsókn á 131 heilbrigðri stúlku á 16. (n=71) og 18. (n=60) aldursári. Þær höfðu þremur árum áður tek- ið þátt í könnun á mataræði grunnskólanema og voru þá valdar af handahófi úr grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis. Beinmassi (bone mineral density) var mældur í framhandlegg, aðlægum lær- legg og lendhrygg með DEXA aðferð. Kalsíum og fosfat var mælt í sermi og einnig þéttni S-25-OH-D (RIA). Auk þess var skerðibútabreytileiki í vítamíni D viðtakageninu (VDR) greindur eftir fjölliðunar- hvarf (PCR). ítarlegur spurningalisti varðandi mat- aræði var lagður fyrir. Niðurstöður: Þéttni S-25-OH-D reyndist vera mjög breytileg eða frá 1,7-103,0 nmól/L. Meðalgild- ið fyrir báða aldurshópana var 42,4 nmól/L, 41,4 fyrir yngri hópinn en 43,4 fyrir þann eldri. Tuttugu og níu stúlkur eða 22% mældust lægri en 25,0 nmól/L, 15 í yngri en 14 í eldri aldurshópnum. Við samanburð á meðalbeinmassa þessara stúlkna og þeirra sem mældust hærri en 25,0 nmól/L, reyndist ekki marktækur munur. Á sama hátt var ekki munur á þeim sem voru hærri og lægri en (n=12) 15,0 nmól/L. I einþáttagreiningu reyndist ekki fylgni milli S-25-OH-D og beinmassa nema í framhandlegg yngri stúlknanna (r=0,31; p<0,01). Niðurstöður skerðibútabreytileika vítamín D viðtakans verða kynntar og einnig niðurstöður um neyslu D vítamíns og kalks og samanburð við beinmassa. Ályktun: Frumniðurstöður benda til þess að þéttni S-25-OH-D sé ekki afgerandi þáttur varðandi beinvöxt og kölkun beina hjá ungum stúlkum. Vaknar því spurning um hvaða þættir hafi áhrif þess í stað, til dæmis vaxtarhormón, sem eykur frásog kalks frá görnum. E-71. Faraldsfræðileg könnun á meltingarfærakvillum hjá íslendingum Linda Björk Ólafsdóttir*, Hallgrímur Guðjónsson**, Bjarni Þjóðleifsson**, Rúnar Vilhjálmsson*** Frá *Delta hf **lyflœkningadeild Landspítalans, ***námsbraut í hjúkrun Faraldsfræðilegar kannanir á kvillum í meltingar- færum hjá stóru úrtaki meðal almennings hafa ekki verið gerðar á Islandi. Með þessari könnun fæst góð yfirsýn yfir meltingarfærakvilla, sem hrjá íslend- inga. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að melting- arfærakvillar séu algengir meðal almennings. Markmið rannsóknarinnar eru: Að kanna algengi meltingarfærakvilla, með sérstöku tilliti til starf- rænna sjúkdóma og sýrutengdra vandamála. Aðferðir: Spurningalisti, staðlaður fyrir ísland, var sendur út til 2000 einstaklinga á aldrinum 31-75 ára. Spurningalistjnn samanstendur af 74 spurning- um ásamt einkennalista til útfyllingar. Úrtak var fengið hjá Hagstofu íslands með heimild Tölvu- nefndar. Framkvæmd könnunarinnar byggði á hinni svo- kölluðu heildaraðferð (Dillman, 1978). Niðurstöður: Alls barst 1361 marktækt svar eða um 68%. Frá körlum 48% og konum 52%. Um 43,6% höfðu eðlilegar hægðir, en 11,9% höfðu með- al og mikil hægðavandamál. Ekki var munur milli kynja og heldur ekki aldurs. Alls fundu 34,9% fyrir miklum eða meðal einkennum verkja í kviði og 65,1% fyrir litlum eða engum verkjum. Fleiri konur fundu fyrir verkjum en karlar. Ekki var mikill mun- ur milli aldurshópa. Um 40,6% höfðu ekki einkenni frá efri hluta meltingarvegarins (dyspepsia), en 38,8% höfðu léttvæg einkenni þaðan og 20,6% miðlungs eða sterk. Af þeim sem fundu fyrir ein- kennum frá efri hluta meltingarvegar voru 63,1% konur á móti 55,5% körlum. Yngra fólkið fann frek- ar fyrir einkennum frá efri hluta meltingarvegar en eldra fólkið. Alls greindust 28,1% einstaklinga með Irrítable Bowel Syndrome (IBS), en 50,8% fundu ekki fyrir IBS-einkennum. Karlar voru 19,5% greindra einstaklinga með IBS en konur 36,5%. Yngri en 60 ára greindust 30,1% með IBS á móti 22,7% 60 ára og eldri. Alls höfðu 11,7% einstaklinga fengið maga- eða skeifugarnarsár. Ályktanir: Kviðverkir og hægðaóregla eru algeng meðal íslendinga. Starfrænir kvillar í efri og neðri hluta meltingar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.