Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
59
Sjúklingur hafði kylfufingur og hjartatónar voru
fjarlægir við skoðun sem annars var eðlileg. Sökk
var 85 mm/klst., hjartarafrit sýndi ófullkomið hægra
greinrof en röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi
miklar lungnaþembubreytingar með blöðrumynd-
unum og grunur var um æxlisvöxt miðlægt í hægra
lunga. Hjartaþræðing sýndi 80% þrengsli í vinstri
höfuðstofni. Þrátt fyrir berkjuspeglanir og miðmæt-
isspeglun fékkst ekki vefjagreining á lungnaæxlinu.
Tveimur vikum eftir innlögn fékk sjúklingur
skyndilega verulega slæman brjóstverk, svitnaði og
varð óglatt. Hjartarafrit þá sýndi ST hækkanir í
fram- og hliðarveggsleiðslum sem hurfu eftir lyfja-
meðferð. CK reyndist 400 og CK-MB 42. í ljósi
lungnaæxlis þótti óráðlegt að gera hjáveituaðgerð og
því var gerð kransæðavíkkun á vinstri höfuðstofni
næsta morgun með góðum árangri. Sjúklingur hefur
ekki fengið einkenni frá hjarta síðan og á hjartaraf-
riti nú er ekki að sjá merki fyrri blóðþurrðar í hjarta.
í lok árs 1995 var framkvæmd opin aðgerð til
greiningar á lungnaæxlinu. Reyndist um stórfrumu-
krabbamein að ræða og hefur sjúklingur verið í
geislameðferð.
Víkkun á höfuðstofni vinstri kransæðar er al-
mennt talin óráðleg og áhættusöm en þetta sjúkratil-
felli er dæmi um notagildi slíkrar meðferðar þegar
kransæðaaðgerð kemur ekki til greina en lífshættu-
leg blóðþurrð steðjar að.
V-21. Mæðgur með langt QT
heilkenni, erfðir, einkenni og
meðferð
Sjúkratilfelli
Jón Reynir Sigurðsson*, Hróðmar Helgason**, Jón
Þór Sverrisson*
Frá *lyflœkningadeild FSA, **Barnaspítala Hrings-
ins
Langt QT heilkenni (Long QT syndrome; LQTS)
er fágætur hjartasjúkdómur, sem orsakað getur
skyndilegt meðvitundarleysi, krampa og skyndi-
dauða, oft hjá ungum og að öðru leyti heilbrigðum
einstaklingum. Skilgreind hafa verið bæði meðfædd
og áunnin form af heilkenninu. Meðfædda formið er
talið geta orsakast af stökkbreytingum í að minnsta
kosti fjórum mismunandi genum, sem nýlega hefur
tekist á staðsetja á litningum með erfðatækni og
opnar þetta möguleika á greiningu þessa sjúkdóms
og fyrirbyggjandi meðferð áður en lífshættuleg ein-
kenni koma fram
Lýst verður tilfelli þar sem 11 ára gömul stúlka var
lögð inn vegna alvarlegs yfirliðs í heimahúsi. Sjúk-
lingur var kominn til meðvitundar við komu á bráða-
móttöku en hjartalínurit sýndi ósértækar ST-breyt-
ingar. Sjúklingur fékk tíð aukaslög frá sleglum á
öðrum degi innlagnar og síðar sleglahraðtakt og
torsade de pointes, sem stóð í einar 10 sekúndur.
Sjúklingur var kominn með áberandi langt QT-biI.
Vaxandi skammtar af atenólóli voru gefnir án þess
að frekari takttruflanir kæmu fram. Sjúklingur hefur
verið í eftirliti í rúm tvö ár og á þeim tíma hefur ekki
borið á yfirliðum, krömpum né alvarlegum hjart-
sláttartruflunum og lyfjameðferð haldist óbreytt.
Liðlega fertug móðir sjúklingsins hafði fyrir veik-
indin sögu um hjartsláttartruflanir, Holter skráning
hafði sýnt fram á aukaslög frá sleglum og var hún
meðhöndluð með sótalóli. Við frekari skoðun í kjöl-
far veikinda dótturinnar reyndist hún einnig hafa
langt QT-bil og var meðferð hennar breytt yfir í
atenólól. Fram til þessa hefur langt QT-bil ekki
fundist hjá öðrum ættingjum þeirra mæðgna, en
bróðir stúlkunnar lést skyndidauða 15 ára gamall
tæpum fjórum árum fyrir upphaf veikinda hennar.
V-22. Verkir og verkjaheilkenni
meðal skólabarna í Reykjavík
Niðurstöður forkönnunar I
Pétur Ludvigsson*, Ólafur Mixa**
Frá *Barnaspítala Hringsins, **Heilsugœslunni Lág-
múla
Endurteknir óútskýrðir verkir í höfði, kviði og
stoðkerfi eru algeng ástæða samskipta barna og
unglinga við heilbrigðiskerfið. Venjulega er streitu,
röngu mataræði, ofnæmi, hröðum vexti og fleiru
kennt um, en oft fylgja önnur einkenni meðal annars
frá sjálfráða (autonomic) taugakerfinu, sem benda
til mígrenuppruna. Fáar rannsóknir hafa kannað
tíðni og tengsl þessara einkenna við viðurkennd
mígrenskilmerki í stórum óvöldum hópi barna.
Tilgangur okkar er að kanna tíðni slíkra verkja og
nokkurra annarra endurtekinna einkenna (periodic
syndrome) meðal barna í fyrsta til 10. bekk grunn-
skóla í Reykjavík og athuga fylgni þeirra við mígren-
skilmerki og félags- og persónuleikaþætti.
Rannsóknin nær til allra grunnskólanemenda í
Reykjavík. Spurningalista með 59 spurningum er
dreift í bekki ásamt bréfi þar sem foreldrar eru beðn-
ir að svara spurningunum með aðstoð barnanna. í
mars 1995 var gerð forkönnun meðal nemenda
þriggja grunnskóla í Reykjavík. Qll börn (941) í
þessum skólum fengu spurningalista og svöruðu 754
(80,1%), 355 drengir og 399 stúlkur.
Alls höfðu 398 börn (52,9%) kvartað um höfuð-
verki, þar af 142 (35,6%) oftar en einu sinni í mán-
uði. Fimmtíu og fjögur börn (7,2%) höfðu misst úr
skóla vegna höfuðverkja. Endurtekna kviðverki
höfðu 193 (25,8%), þar af 78 (40,4%) oftar en einu
sinni í mánuði. Sextíu og tvö börn (8,2%) höfðu
misst úr skóla vegna kviðverkja. Endurtekna stoð-
kerfisverki höfðu 246 (32,6%), 130 (52%) oftar en
einu sinni í mánuði. Þrettán börn (1,7%) höfðu misst
úr skóla vegna stoðkerfisverkja. Fimmtíu og tvö