Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 30
28 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 Efniviður og aðferðir: Sextíu sjúklingar með melt- ingarsár, 41 karl og 19 konur á aldrinum 31-72 ára, voru teknir til meðferðar. Prjátíu sjúklingar fengu upphaflega DMA (DeNol® colloid bismuth subcitr- ate, metrónídazól, ampicillín og 30 sjúklingar fengu DMT (DeNol®- colloid bismuth subcitrate, met- rónídazól, tetracýklín) til þess að uppræta H. pylori. Við eftirlit einu ári síðar voru 53 sjúklingar (88%) H. pylori neikvæðir. Þessum sjúklingum var síðan fylgt eftir í langtímaeftirliti. Tekin voru viðtöl og gerðar líkamsskoðanir á sjúklingunum og holsjárskoðanir á efri hluta meltingarvegar, CLO-rannsókn (quick ur- ease test) á vefjasýnum frá magahelli og magabol og vefjarannsókn með litun fyrir H. pylori. Niðurstaða: Enginn af þeim 53 sjúklingum, sem reyndist H. pylori neikvæðir eftir fyrsta árið frá upp- rætingu, fékk endursýkingu. Karlar voru 37 og kon- ur 16 á aldrinum 32-73 ára, meðalaldur 53 ár. Eftir- litstími var frá 12 mánuðum til 60 mánaða, meðaltal 36 mánuðir. Enginn sjúklinganna greindist með æti- sár á eftirlitstímanum og flestir voru einkennalausir. Tíu sjúklingar sem höfðu bakflæðilík einkennifengu bót einkenna með einfaldri bakflæðismeðferð. Ályktanir: 1. Enginn sjúklinganna fékk H. pylori endursýkingu eftir fyrsta árið frá upprætingarmeð- ferð. 2. Engin ætisár greindust hjá sjúklingunum á eftirlitstímabilinu. 3. Bót á einkennum er í góðu samræmi við upprætingu á H. pylori og græðslu ætisára. 4. Lengra eftirlit er nauðsynlegt til ákvarða frekar um varanlega lækningu á H. pylori og ætisár- um hjá sjúklingum. E-33. Helicobacter pylori, samanburður á tveggja og fjögurra vikna meðferð Helgi Kr. Sigmundsson*, Kjartan Örvar*, Ásgeir Theodórs* ,** Frá Hyflœkningadeild, St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, **lyflœkningadeild Sjiikrahúss Reykjavíkw Inngangur: Meðferð á Helicobacter pylori (H. pylori) sýkingu með fjöllyfjameðferð í fjórar vikur er vel þekkt. Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að stytta megi meðferðartímann og ná sambæri- legum árangri. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman meðferð við H. pylori sýkingum með DMT (DeNol®-colloid bismuth subcitrate (CBS), metrónídazól, tetracýklín) í tvær vikur annars vegar og fjórar vikur hins vegar. Sjúklingarnir höfðu ekki verið meðhöndlaðir áður gegn H. pylori sýkingu. Aðferðir: Á tímabilinu septemer 1992 til júní 1994 var gerð framskyggn slembirannsókn á sjúklingum með ætisár og magabólgur og H. pylori jákvæða slímhúð í magahelli (antrum). Fjörtíu og átta sjúk- lingar, 24 konur og 24 karlar, völdust í rannsóknina eftir holsjárrannsókn (EGD) á efri hluta meltingar- vegar. Slembiröðun réði hvort þeir fengu DMT í tvær vikur (CBS í 14 daga, metrónídazól 10 daga, tetracýklín 14 daga) eða fjórar vikur (CBS í 28 daga, metrónídazól 10 daga, tetracýklín 14 daga). Hóparn- ir voru sambærilegir. Aldursdreifing var 19 til 85 ár, meðalaldur 52,7 ár. EGD var endurtekin fimm til sex vikum og/eða 12-24 mánuðum eftir DMT með- ferð. Við EGD skoðun var tekið vefjasýni í CLO® rannsókn (quick urease test) og vefjasýni til sérlitun- ar fyrir H. pylori. Niðurstöður: Uppræting H. pylori varð hjá 22 (91,7%) sjúklingum í tveggja vikna hópnum og hjá 24 (100%) í fjögurra vikna hópnum. Allir sjúkling- arnir í báðum hópum luku áætlaðri meðferð án meiriháttar fylgikvilla. Upprætingarhlutfall sjúk- linganna allra var 95,2%. Ekki var tölfræðilegur munur á hópunum (óparað t-próf: p-gildi > 0,05) varðandi upprætingu á H. pylori. Ályktanir: 1. Tveggja vikna meðferð með DMT virðist fullnægjandi til að uppræta H. pylori. 2. DMT meðferð þolist jafn vel, hvort sem hún er gefin í tvær eða fjórar vikur. 3. Enginn tölfræðilegur munur er á árangri tveggja vikna og fjögurra vikna DMT með- ferðar. E-34. Helicobacter pylori, samanburður á sjö og 14 daga meðferð Hjalti Már Björnsson*, Kjartan Örvar**, Ásgeir Theodórs**, *** Frá *Háskóla íslands, **lyflœkningadeild St. Jósefs- spttala, Hafnarfirði, ***Sjúkrahúsi Reykjavíkur Inngangur: Helicobacter pylori (H. pylori) er baktería sem býr um sig í magaslímhúð og er talin eiga þátt í meinmyndun meltingarsára. Meðferð til upprætingar á H. pylori hefur breyst mikið á undan- förnum 10 árum. Sjö daga meðferð með vissum lyfja- samsetningum er viðtekin venja. Á íslandi hefur verið algengt að nota DMT (De-Nol® -colloid bis- muth subcitrate í 28 daga, metrónídazól í 10 daga og tetracýklín í 14 daga) sem hefur upprætt sýkingu í yfir 95% tilvika. Svipuð reynsla er af notkun þessar- ar lyfjasamsetningar í 10 til 14 daga. Meðferð í styttri tíma með þessum lyfjum hefur ekki verið reynd hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman sjö daga og 14 daga DMT-meðferð til að uppræta H. pylori. Aðferðir: Framsýn slembirannsókn var fram- kvæmd frá janúar 1994 til janúar 1996. Sextíu og fjórir sjúklingar tóku þátt í rannsókninni. Meltingar- sár höfðu 57 sjúklingar og sjö höfðu miklar maga- bólgur. Allir sjúklingarnir voru með H. pylori já- kvæða slímhúð í magahelli (antrum) og fengu með- ferð með DMT í sjö daga (N=31) eða 14 daga (N=33) eftir að sárin höfðu verið grædd með prót- ónudælu-hemli (PPI). Sjúklingar notuðu engin sýru- hamlandi lyf á meðan á DMT-meðferð stóð. Að minnsta kosti fjórum vikum eftir lok DMT-meðferð- ar gengust þátttakendur undir holsjárskoðun af efri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.