Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 25 Niðurstöður: Fjórir sjúklinganna eru með talandi vinstra heilahvel, en einn reyndist hafa talandi hægra heilahvel, þótt hann væri rétthentur. Minni, bæði yrt og óyrt, er áberandi lakara þeim megin sem flogin eiga upptök sín. Skammtímaminni reyndist fullnægjandi, kontralateralt við upptök floganna, hjá öllum fjórum flogaveikum. Alirþoldu rannsókn- ina vel. Umræða: Vinstra heilahvel er talandi hjá lang- flestum rétthentum sem örfhentum. Ef flog byrja snemma á ævinni, í vinstra heilahveli, getur málið „flust“ yfir í hægra heilahvel eins og sést hjá einum sjúklingnum. Skammtímaminni er bundið við medi- al temporal lobus (hippocampus) beggja vegna, en þar eru oftast upptök staðfloga. Langvarandi og endurtekin flog trufla því skammtímaminni, eins og vel kemur fram í þessari rannsókn. Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að framkvæma skurðað- gerð (temporal lobectomia) hjá öllum þeim fjórum sem eru flogaveikir, án þess að eiga á hættu varan- lega skerðingu á skammtímaminni (amnestic syn- drome). E-26. Brottnám kirtilæxla, eftirlit með ristilspeglun Ásgeir Theodórs*,**, Rosalind U van Stolk***, Kirk A Easley*** Frá *meltingarsjúkdómadeild, **lyflœkningadeild, St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, ***tölfrœdi- og far- aldsfrœðideild, Cleveland Clinic Foundation (CCF), Cleveland, Ohio Inngangur: Ráðleggingar um eftirlit sjúklinga, sem gengist hafa undir ristilspeglun og brottnám kirtilæxla hafa verið að breytast undanfarin ár. Stærð, fjöldi, meingerð og rangvöxtur í kirtilæxli við fyrstu ristilspeglun eru álitin segja fyrir um kirtilæxli við næstu ristilspeglanir. Mikilvægt er að athuga þetta nánar með tilliti til þess að takmarka kostnað við eftirlit í framtíðinni. Aðferðir: Afturvirk athugun var framkvæmd á 825 sjúklingum (596 körlum, 229 konum), sem skráðir voru í kirtilæxlaskrá (CCF). Niðurstöður síð- ari ristilspeglana voru bornar saman við fyrstu (ind- ex) speglun. Kaplan Meier aðferðin var notuð til að áætla það hlutfall sjúklinga með kirtilæxli við aðra ristilspeglun og log-rank aðferðin til að bera saman fjölda kirtilæxla milli hópanna. Niðurstöður: Miðgildi aldurs sjúklinga við fyrstu speglun var 62 ár (327 sjúklingar eldri en 60 ára, 498 sjúklingar yngri en 60 ára). Miðgildi mánaða við aðra speglun var 16 mánuðir. Fylgni (p<0,001) var á milli fjölda og stærðar á stærsta kirtilæxli við fyrstu ristilspeglun. Munur á fjölda kirtilæxla við aðra speglun var háð fjölda kirtilæxla við fyrstu speglun (p<0,001), aldri (p<0,001) og kyni (p=0,002). Samsöfnun kirtilæxla við þriðju speglun var 44,2% ±3,6 (± standard error), 56,9±5,4, 67,9±6,7 og 79,0±5,0 fyrir sjúklinga hvern af öðrum með eitt, tvö, þrjú og fleiri kirtilæxli við fyrstu ristilspeglun. Karlar höfðu fleiri samsöfnuð kirtilæxli en konur og einnig sjúklingar 60 ára og eldri. Við fyrstu ristil- speglun voru samsöfnuð kirtilæxli fleiri hjá þeim, sem höfðu kirtilæxli ofarlega borið saman við neðar- lega í ristlinunum (p=0,01). Af 476 sjúklingum voru samsöfnuð kirtilæxli við þriðju ristilspeglun hjá 34,7%, en 45,5% (CI 39,4%-51,6%) sjúklinga eftir fimm ár. Ályktanir: 1. Marktæk fylgni er á milli fjölda kirtil- æxla og stærðar á stærsta kirtilæxli við fyrstu ristil- speglun. 2. Marktækur munur er á fjölda kirtilæxla við aðra ristilspeglun háð fjölda kirtilæxla, aldri og kyni sjúklinga við fyrstu ristilspeglun. 3. Karlar höfðu fleiri samsöfnuð kirtilæxli en konur, svo og sjúklingar 60 ára og eldri og þeir sem höfðu kirtilæxli ofarlega borið saman við neðarlega í ristlinu. E-27. Hágráðu rangvöxtur í kirtilæxlum í ristli og endaþarmi Ásgeir Theodórs*,***, Rosalind U van Stolk*, James Goldblum** Frá *meltingarsjúkdómadeild og **meinafrœðideild, Cleveland Clinic Foundation (CCF), Ohio, USA, ***lyflœkningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði Inngangur: Kirtilæxli (adenomatous polyp) er tal- ið forveri flestra kirtilkrabbameina í ristli og enda- þarmi. Hágráðu rangvöxtur (high grade dysplasia, carcinoma in situ) er álitin hin meinafræðilega teng- ing á milli kirtilæxlis og kirtilkrabbameins. Hágráðu rangvöxtur og ífarandi æxlisvöxtur finnast fremur í stórum kirtilæxlun og í títlukirtilæxlum (villous adenoma). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna í hvaða kirtilæxlum hágráðu rangvöxtur kemur helst fyrir. Aðferðir: Tekin voru saman öll gögn um ristil- speglanir og meingerð kirtilæxla úr kirtilæxlaskrá (CCF) frá 1. janúar 1978 til 31. desember 1988 (10 ár). Aflað var upplýsinga um fjölda sjúklinga, kyn, aldur og fjölda kirtilæxla, meingerð (píplu- (tubul- ar), píplutítlu- (tubulovillous) og títlukirtilæxli), stigun rangvaxtar (vægur, meðal og hár), stærð og staðsetningu í ristlinum. Samanburður var gerður á lýsingu ristilspeglunar og meinafræði varðandi vefja- sýni. Hágráðu rangvexti var lýst sem verulegri minnkun á uppistöðuvef (stroma) milli mjög óreglu- legra kirtla og totu yfirvexti (infolding). Niðurstöður: í 5723 kirtilæxlum frá 2367 sjúkling- um, 1603 körlum og 784 konum (2072 sjúklingar 50 ára og eldri, 295 sjúklingar yngri en 50 ára), greindist 121 kirtilæxli (2%) hjá 101 sjúklingi, 67 körlum og 36 konum (38,5-87 ára, meðalaldur 64 ár, 91 sjúklingur 50 ára og eldri, 10 sjúklingar yngri en 50 ára) með hágráðu rangvexti. Eitt hundrað (83%) þeirra voru í neðanverðum (í og neðan miltisbugðu), en 21 (17%) í ofanverðum ristli. Hágráðu rangvöxtur greindist í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.