Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 54
48 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-79. Thrombín örvar fosfólípasa Cy í æðaþeli Haraldur Halldórsson, Krístín Magnúsdóttir, Anna Helgadóttir, Guðmundur Þorgeirssott Frá rannsóknarstofu í lyfjafrœði HÍ, lyflœkninga- deild Landspítalans Fosfólípasi C (PLC) gegnir lykilhlutverki í starfi æðaþelsfrumna þar sem hann hvatar myndun innri boðefnanna inósitólþrífosfats og díacylglýseróls sem eru mikilvægir og hugsanlega nauðsynlegir hlekkir í myndun prostasýklíns og köfnunarefnisoxíðs (en- dothelial derived relaxing factor). PLC er fjölskylda prótína (isoform) sem örvast á mismunandi hátt. PLCþ örvast gegnum G-prótín en PLCy örvast með týrósín fosfórun og aðallega eftir örvun frumna með vaxtarvökum. Til að kanna þann möguleika að týr- ósínfosfórun á PLCy kunni að gegna hlutverki í örvun æðaþelsfrumna könnuðum við hvort slík fos- fórun væri greinanleg eftir meðhöndlun frumnanna með thrombíni eða histamíni og hvort hún gegndi hlutverki við myndun inósitólfosfata. Æðaþelsfrumur ræktaðar úr bláæðum nafla- strengja voru örvaðar með thrombíni eða histamíni og ýmist var týrósínfosfatasa-hindrinn pervanadat einnig til staðar eða ekki. Frumurnar voru brotnar niður og prótínin rafdregin. Mótefni gegn PLCy var notað til að fella það út og eftir rafdrátt var antifos- fótýrósín notað til að greina hvort orðið hefði fosfór- un á PLCy. Til að mæla myndun inósitólfosfata voru frumurnar merktar með 3H-inósitóli. Eftir örvun voru inósitólfosfötin aðgreind á jónskiptasúlum og magngreind með sindurtalningu. Niðurstöður: Týrósínfosfórun var ekki greinanleg eftir örvun frumnanna með thrombíni eða histamíni. Ef týrósínfosfatasa hindranum pervanadati var hins vegar beitt með thrombíni kom fram mögnun í týr- ósínfosfórun PLCy og myndun inósitólfosfata. Eng- in slík samverkun var greinanleg milli pervanadats og histamíns. Þessar niðurstöður benda til að týrósínfosfórun hafi hlutverki að gegna í inósitólfosfata-boðkerfi æðaþels. Einnig að thrombín en ekki histamín örvi PLCy til myndunar á inósitólþrífosfati. E-80. Hlutverk MAP- kínasa í stjórnun á virkni fosfólípasa A2 í æðaþeli Ingibjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Halldórsson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson Frá Rannsóknarstofa í lyfjafrœði HÍ, lyflœkninga- deild Landspítalans Fosfólípasi A: gegnir lykilhlutverki við losun ara- kídónsýru úr fosfólípíðum í frumuhimnum en það er fyrsta skref í myndunarferli prostasýklíns. Flókið stýrikerfi stjórnar virkni fosfólípasa A;. I ýmsum frumutegundum hafa rannsóknir bent til að MAP- kínasi (mitogen activated protein) hafi hlutverki að gegna í því kerfi. Fátt er þó vitað um þetta samband í æðaþelsfrumum. MAP-kínasar eru ensím með margþætt hlutverk en best þekkt er hlutverk þeirra í boðflutningi frá viðtökum fyrir vaxtarþætti inn í kjarna. Við höfum kannað hlutverk MAP-kínasa í virkjun fosfólípasa A; í ræktuðum æðaþelsfrumum. MAP- kínasa virkni var mæld í frumuextracti. Geislavirkt ATP var gefið og fosfórun á sérhæfðu hvarfefni fyrir MAP-kínasa var mæld með sindurtalningu. Einnig voru frumur merktar með 3H-merktri arakídónsýru og losun hennar metin með sindurtalningu á frumu- æti eftir örvun frumnanna með mismunandi áverk- unarefnum. Niðurstöður: Eftir örvun með thrombíni, hista- míni, leucotrieni, pervanadati, „epidermal growth factor“ og forbólester (TPA) varð týrósínfosfórun og virkjun á MAP-kínasa. Fjögur fyrstnefndu áverk- unarefnin losuðu einnig arakídónsýru. Þrátt fyrir kröftuga virkjun á MAP-kínasa varð hins vegar eng- in arakídónsýrulosun eftir meðhöndlun frumnanna með „epidermal growth factor“ og TPA. Þótt kínasahindrinn staurosporin hafi algerlega hindrað virkni MAP-kínasa, sérstaklega eftir thrombíngjöf, olli hann engri hindrun á losun arakídónsýru. Þessar niðurstöður benda til að örvun MAP-kín- asa sé hvorki nauðsynlegt né nægjanlegt skilyrði fyrir virkjun á fosfólfpasa A;. E-81. Samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma Kristján Þ. Guðmundsson*, Þórður Harðarson*,**, Nikulás Sigfússon***, Helgi Sigvaldason* Frá Hœknadeild HÍ, **lyflœkningadeild Landspítal- ans, ***Rannsóknarstöð Hjartaverndar Inngangur: Á síðustu árum hafa verið birtar nið- urstöður faraldsfræðilegra rannsókna í löndum Norðvestur-Evrópu og Bandaríkjunum sem sýnt hafa samband milli tíðni hjartasjúkdóma og/eða áhættuþátta hjartasjúkdóma og félagslegrar stöðu. Talið er að þeir áhættuþættir sem við þekkjum geti skýrt um 50-60% af þeim mun á tilfellum hjartasjúk- dóma milli mismunandi þjóðfélagsstétta. Menntun er sá þáttur sem oftast hefur verið notaður til að meta þjóðfélagsstöðu manna í þessum rannsóknum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna sam- band menntunar og ýmissa áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn var byggð á Hóprannsókn Hjartaverndar þar sem tæplega 25 þúsund einstaklingum á aldrinum 33 ára til 81 árs og búsettum í Reykjavík og nágrenni var boðin þátt- taka. Þátttakendum var skipt niður í fjóra hópa eftir menntun. Búið var til líkan af sambandi menntunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.