Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 54
48
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
E-79. Thrombín örvar fosfólípasa Cy
í æðaþeli
Haraldur Halldórsson, Krístín Magnúsdóttir, Anna
Helgadóttir, Guðmundur Þorgeirssott
Frá rannsóknarstofu í lyfjafrœði HÍ, lyflœkninga-
deild Landspítalans
Fosfólípasi C (PLC) gegnir lykilhlutverki í starfi
æðaþelsfrumna þar sem hann hvatar myndun innri
boðefnanna inósitólþrífosfats og díacylglýseróls sem
eru mikilvægir og hugsanlega nauðsynlegir hlekkir í
myndun prostasýklíns og köfnunarefnisoxíðs (en-
dothelial derived relaxing factor). PLC er fjölskylda
prótína (isoform) sem örvast á mismunandi hátt.
PLCþ örvast gegnum G-prótín en PLCy örvast með
týrósín fosfórun og aðallega eftir örvun frumna með
vaxtarvökum. Til að kanna þann möguleika að týr-
ósínfosfórun á PLCy kunni að gegna hlutverki í
örvun æðaþelsfrumna könnuðum við hvort slík fos-
fórun væri greinanleg eftir meðhöndlun frumnanna
með thrombíni eða histamíni og hvort hún gegndi
hlutverki við myndun inósitólfosfata.
Æðaþelsfrumur ræktaðar úr bláæðum nafla-
strengja voru örvaðar með thrombíni eða histamíni
og ýmist var týrósínfosfatasa-hindrinn pervanadat
einnig til staðar eða ekki. Frumurnar voru brotnar
niður og prótínin rafdregin. Mótefni gegn PLCy var
notað til að fella það út og eftir rafdrátt var antifos-
fótýrósín notað til að greina hvort orðið hefði fosfór-
un á PLCy. Til að mæla myndun inósitólfosfata voru
frumurnar merktar með 3H-inósitóli. Eftir örvun
voru inósitólfosfötin aðgreind á jónskiptasúlum og
magngreind með sindurtalningu.
Niðurstöður: Týrósínfosfórun var ekki greinanleg
eftir örvun frumnanna með thrombíni eða histamíni.
Ef týrósínfosfatasa hindranum pervanadati var hins
vegar beitt með thrombíni kom fram mögnun í týr-
ósínfosfórun PLCy og myndun inósitólfosfata. Eng-
in slík samverkun var greinanleg milli pervanadats
og histamíns.
Þessar niðurstöður benda til að týrósínfosfórun
hafi hlutverki að gegna í inósitólfosfata-boðkerfi
æðaþels. Einnig að thrombín en ekki histamín örvi
PLCy til myndunar á inósitólþrífosfati.
E-80. Hlutverk MAP- kínasa í
stjórnun á virkni fosfólípasa A2 í
æðaþeli
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Halldórsson,
Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson
Frá Rannsóknarstofa í lyfjafrœði HÍ, lyflœkninga-
deild Landspítalans
Fosfólípasi A: gegnir lykilhlutverki við losun ara-
kídónsýru úr fosfólípíðum í frumuhimnum en það er
fyrsta skref í myndunarferli prostasýklíns. Flókið
stýrikerfi stjórnar virkni fosfólípasa A;. I ýmsum
frumutegundum hafa rannsóknir bent til að MAP-
kínasi (mitogen activated protein) hafi hlutverki að
gegna í því kerfi. Fátt er þó vitað um þetta samband í
æðaþelsfrumum. MAP-kínasar eru ensím með
margþætt hlutverk en best þekkt er hlutverk þeirra í
boðflutningi frá viðtökum fyrir vaxtarþætti inn í
kjarna.
Við höfum kannað hlutverk MAP-kínasa í virkjun
fosfólípasa A; í ræktuðum æðaþelsfrumum. MAP-
kínasa virkni var mæld í frumuextracti. Geislavirkt
ATP var gefið og fosfórun á sérhæfðu hvarfefni fyrir
MAP-kínasa var mæld með sindurtalningu. Einnig
voru frumur merktar með 3H-merktri arakídónsýru
og losun hennar metin með sindurtalningu á frumu-
æti eftir örvun frumnanna með mismunandi áverk-
unarefnum.
Niðurstöður: Eftir örvun með thrombíni, hista-
míni, leucotrieni, pervanadati, „epidermal growth
factor“ og forbólester (TPA) varð týrósínfosfórun
og virkjun á MAP-kínasa. Fjögur fyrstnefndu áverk-
unarefnin losuðu einnig arakídónsýru. Þrátt fyrir
kröftuga virkjun á MAP-kínasa varð hins vegar eng-
in arakídónsýrulosun eftir meðhöndlun frumnanna
með „epidermal growth factor“ og TPA. Þótt
kínasahindrinn staurosporin hafi algerlega hindrað
virkni MAP-kínasa, sérstaklega eftir thrombíngjöf,
olli hann engri hindrun á losun arakídónsýru.
Þessar niðurstöður benda til að örvun MAP-kín-
asa sé hvorki nauðsynlegt né nægjanlegt skilyrði
fyrir virkjun á fosfólfpasa A;.
E-81. Samband menntunar og
áhættuþátta kransæðasjúkdóma
Kristján Þ. Guðmundsson*, Þórður Harðarson*,**,
Nikulás Sigfússon***, Helgi Sigvaldason*
Frá Hœknadeild HÍ, **lyflœkningadeild Landspítal-
ans, ***Rannsóknarstöð Hjartaverndar
Inngangur: Á síðustu árum hafa verið birtar nið-
urstöður faraldsfræðilegra rannsókna í löndum
Norðvestur-Evrópu og Bandaríkjunum sem sýnt
hafa samband milli tíðni hjartasjúkdóma og/eða
áhættuþátta hjartasjúkdóma og félagslegrar stöðu.
Talið er að þeir áhættuþættir sem við þekkjum geti
skýrt um 50-60% af þeim mun á tilfellum hjartasjúk-
dóma milli mismunandi þjóðfélagsstétta. Menntun
er sá þáttur sem oftast hefur verið notaður til að
meta þjóðfélagsstöðu manna í þessum rannsóknum.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna sam-
band menntunar og ýmissa áhættuþátta hjarta- og
æðasjúkdóma.
Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn var byggð á
Hóprannsókn Hjartaverndar þar sem tæplega 25
þúsund einstaklingum á aldrinum 33 ára til 81 árs og
búsettum í Reykjavík og nágrenni var boðin þátt-
taka. Þátttakendum var skipt niður í fjóra hópa eftir
menntun. Búið var til líkan af sambandi menntunar