Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 29 meltingarvegi og var þá gerð CLO®-rannsókn á sýn- um frá magahelli og magabol auk vefjarannsóknar með sérstakri litun fyrir H. pylori. Meðferðarheldni og tíðni aukaverkana af meðferðinni var athuguð. Niðurstöður: Greint er frá árangri meðferðar hjá 61 (95%) þátttakanda, 27 konum og 34 körlum, á aldrinum 27 til 80 ára, meðalaldur 55,8 ár. Engar meiriháttar aukaverkanir komu fram. Meðferðar- heldni sjúklinga var sambærileg. H. pylori sýking var upprætt hjá 29 (88%) sjúklingum sem fengu 14 daga meðferð og 21 (75%) sjúklingi sem fékk sjö daga meðferð (p>0,05). Upprætingarhlutfallið var 82%. Ályktanir: 1. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á sjö daga og 14 daga DMT meðferð til að uppræta H. pylori. 2. Það virðist tilhneiging til slak- ari árangurs af sjö daga meðferðinni. 3. Þátttaka fleiri sjúklinga er nauðsynleg til að sýna fram á marktækan mun á árangri meðferðanna. E-35. Virkni sýrulækkandi lyfja. Samanburður á Lomex®/Losec® og Famex®/Zantac® með 24 klukkustunda pH mælingu í maga Hallgrímur Guðjónsson, Einar Oddsson, Magda- lena Sigurðardótdr. Bjarni Þjóðleifsson Frá rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum, lyf- lcekningadeild Landspítalans Markmið: Að bera saman 24 klukkustunda pH í maga eftir meðferð með Lomex® 20 mg (Omega Farma) / Losec® (Hassle) 20 mg annars vegar og Famex® (Omega Farma) 20 mg / Zantac® (Glaxo) 300 mg hins vegar, gefið daglega í sjö daga. Aðferðir: Sextán heilbrigðir einstaklingar tóku þátt í hvorri lotu. í fyrri lotu voru borin saman lyfin Lomex® og Losec®, en í seinni lotu Famex® og Zantac®. Lyfjagjöf var blinduð af Apóteki Landspít- alans. Slanga með tveimur monocrystant antimony pH skynjurum með 5 cm millibili var staðsett um miðbik maga. Sýrustig var mælt og skráð á fimm sekúndna fresti í 24 klukkustundir af MicroDigi- trapper 4 Mb (Synectics™). Mæling var gerð áður en meðferð hófst og síðan á sjöunda sólarhring hverrar meðferðar. Niðurstöður: Neðri skynjari var marktækt súrari en sá efri í kontrólmælingu og eftir meðferð með Famex® og Zantac®, en munurinn hvarf við Lomex® og Losec® meðferð. Sá tími sem pH var yfir 3 og 4 var marktækt lengri eftir meðferð með Famex® en Zantac®. Á daginn var pH hærra eftir Famex® en Zantac® en ekki var munur á nóttinni. Enginn mun- ur var á virkni Lomex® og Losec®. Ályktun: Rannsóknin sýnir virkni mest notuðu sýrulækkandi lyfja á íslenskum lyfjamarkaði. Zant- ac® stytti tímann, sem pH var undir 3 um 16%, Famex® um 29%, Losec® um 68% og Lomex® um 74% (miðgildi). E-36. Er tímasetning barksteragjafar hjá sjúklingum með iktsýki mikilvæg? Björn Guðbjörnsson*,** Nils Gunnar Arvidson**, Anders Larsson***, Roger Hallgren** Frá *lyflœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, **lyflœkninga- og ***rannsóknardeild Aka- demiska sjúkrahússins, Uppsölum, Svíðjóð Á síðustu misserum hefur verið lýst kröftugri dagsveiflu í interleukin-6 (IL-6) gildum í sermi sjúk- linga með virka iktsýki. IL-6 er hæst snemma morg- uns (100 pg/ml) en mun lægra síðdegis (20 pg/ml). Þetta styrkir það álit að bólguferillinn hafi sjálfstæða dagsveiflu. Með þetta í huga höfum við gefið sjúk- lingum með virka iktsýki lága skammta af barkster- um (prednisólon 5-7,5 mg) annað hvort að morgni kl. 7 eða kl. 2 að nóttu. Sjúkdómsvirknin var metin í upphafi meðferðar og að lokinni fimm daga með- ferð. Sjúklingar sem fengu lyfin kl. 2 að nóttu sýndu marktækan bata hvað varðar lengd morgunstirðleika (p<0,01), liðverk mælt með VAS (p<0,05), „Lansbu- ry index“ (p<0,01) og interleukin-6 gildi þeirra lækk- aði einnig marktækt meira en hinna er fengu lyfin á hefðbundinn hátt að morgni kl. 7 (p<0,05). Niðurstöðumar benda til þess að barksterar með stuttan lífeðlisfræðilegan helmingunartíma hafa meiri bólguminnkun ef þeir eru gefnir fyrir hávirkni bólguferilsins síðla nætur. E-37. A study of the association of HLADR, DQ and complement C4 alleles with Systemic lupus erythematosus in Iceland Kristján Steinsson*, Sif Jónsdótdr**, Guðmundur Arason***, Helga Kristjánsdótdr***, Ragnlieiður Fossdal**** From the Dpts of *Internal Medicine, Division of Rheumatology, **Patliology, Immunogenedcs Unit, ***Immunology, ****The Blood Bank, Landspítal- inn University Hospital, Reykjavík Objective: To examine the association of MHC Class II and C4 alleles with Systemic lupus eryt- hematosus (SLE) in the Caucasian population of Iceland. Methods: MHC class II and C4 alleles were defin- ed in 64 unselected SLE patients (57 females and seven males), fulfilling four or more ARA criteria for SLE, and ethnically matched controls. HLA-DR and DQ typing was performed by polymerase chain reaction amplification with sequence specific pri- mers (PCR-SSP). C4 phenotypes were determined by high-voltage agarose electrophoresis on car- boxypeptidase and neuraminidase treated samples followed by immunofixation.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.