Kjarninn - 07.11.2013, Page 16

Kjarninn - 07.11.2013, Page 16
03/04 kjarninn efnahagsmál heldur einungis það sem hann hefur keypt fyrir. Sem dæmi voru kröfur á Glitni seldar á um þrjú prósent af nafnvirði í nóvember 2008 þegar margir vogunar- og fjárfestingasjóðir byrjuðu að kaupa þær. Virði þeirra hefur allt að tífaldast í verði. Krafa sem keypt var á einn milljarð króna gæti því verið allt að tíu milljarða króna virði í dag. Burlington-sjóðurinn hafði fjárfest fyrir rúmlega 2,7 milljarða punda, 524 milljarða króna að nafnvirði, í lok síðasta árs. Það eru þeir peningar sem sjóðurinn hefur eytt í fjárfestingar en sú upphæð tekur ekki tillit til þeirrar virðisaukningar sem orðið hefur á eignunum sem hann hefur keypt. Í ársreikningnum kemur fram að 16 prósent fjárfestinga sjóðsins hafi verið á Íslandi, eða um 84 milljarða króna. Þegar tekið er tillit til þeirrar virðisaukningar sem orðið hefur á sumum kröfum sjóðsins hérlendis er ljóst að hann á eignir sem verðmetnar eru hið minnsta á vel á þriðja hundrað milljarða króna. Miðað við væntar endurheimtir hjá Glitni var hlutur Burlington í bankanum til dæmis metinn á 241,3 milljarða króna í maí síðastliðnum. Burlington er langstærsti kröfuhafi bankans. Auk þess er vert að taka fram að fjárfesting Burlington í Bakkavör telst bresk, ekki íslensk. Fékk afhentan hlut í Klakka Holt Funding, sem er svokallað SPV-félag sem Glitnir á óbeint að öllu leyti, átti 28,4 milljarða króna kröfu í þrota- bú Klakka sem hefur verið í ágreiningi í lengri tíma. Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið hinn 11. september, fékk Holt Fund- ing afhentan 7,9 prósent hlut í Klakka í samræmi við nauða- samning félagsins sem skuldajöfnun vegna þessarar kröfu. Hlutirnir voru greiddir með nýju hlutafé. Þar með var Glitnir orðinn óbeinn stór eigandi að Klakka, sem á meðal annars Hinn gjaldþrota Glitnir Burlington er langstærsti kröfuhafi glitnis. Þrotabú glitnis eignaðist nýverið óbeint hlut í Klakka. Burlington á um fimmtung í Klakka.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.