Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 29
04/10 kjarninn stjórnmál
Skarphéðinsson tók þær upp á utanríkisráðherrafundi við
Hillary Clinton í Washington vorið 2010. Báðar þjóðir ættu að
hafa mikinn hag af slíkri miðstöð.
Aukin ábyrgð
Við brotthvarf varnarliðsins var gert samkomulag þar sem
Íslendingar tóku á sig aukna ábyrgð á vörnum landsins og
kostnaði af því. Á síðustu árum hefur reynst þörf á að treysta
ýmislegt í því samkomulagi betur að þörfum Íslands; boð-
leiðir hafa verið skýrðar og öryggissamstarfið styrkt með
því m.a. að bæta við áherslum á norðurslóðasamvinnu, m.t.t.
umhverfisöryggis og leitar og björgunar, hryðjuverkavarnir,
skipulagða glæpastarfsemi og netöryggi.
Þrátt fyrir breyttar aðstæður standa varnar-
skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli
varnarsamningsins óhaggaðar og þétt varnar- og öryggis-
samstarf við Bandaríkin er ennþá lykilþáttur í alþjóða-
pólitískri stöðu Íslands, hvað sem líður áhyggjum af fram-
ferði einstakra stofnana þeirra. Ísland er einfaldlega eina
Evrópuríkið sem hefur samið við öflugasta ríki veraldar um
varnir sínar og það er staða sem stöðugt verður að minna á
og vinna með.
Sambandið við Bandaríkin nær hins vegar til mun fleiri
þátta en öryggisins eins. Í fyrirlestri í Washington setti ég
það fram að það væri þó jafn einfalt og upphaf stafrófsins,
A, B, C, D (Arctic, Business, Culture, Defense). Norður-
slóðir búa til nýja vídd í samvinnunni, einkum við Alaska,
en í Washington hafa menn verið að vakna til vitundar um
mikilvægi norðurslóða á síðustu árum og sett aukna vigt í
málaflokkinn, sem merkja má af ráðherraþátttöku í störfum
Norðurskautsráðsins.
Að byggja gott samband við þessa öflugu þjóð þýðir
ekki takmarkalausa fylgispekt í öllum málum, eins og sást
í frumkvæði síðustu ríkisstjórnar um sjálfstæði Palestínu,
eða þögn gagnvart því þegar stórveldið fer yfir strikið
með hlerunum og aftökum. Stöðugt þarf að vinna í að efla
viðskipta samvinnu og menningar-, orku-, og vísindasamstarf