Kjarninn - 07.11.2013, Page 60

Kjarninn - 07.11.2013, Page 60
06/08 kjarninn Viðtal Verslunin í gegnum internetið á barnafatamarkaði er hins vegar flókin, segir Tinna. Hún þurfi að hanga saman við hefðbundan verslunarrekstur, þar sem fólk nálgist vörurnar. Verslunin á netinu styðji við verslunarreksturinn og öfugt. „Af viðskiptavinum okkar á Íslandi sem versla á netinu eru um 70 prósent að sækja vörurnar í verslun. Þetta sýnir hversu miklu máli það getur skipt að velja góða staði fyrir verslanir samhliða góðri þjónustu á netinu. Jafnframt að vörumerkið sé eins í huga viðskiptavinar hvort sem er í gegnum net- verslun eða verslanir. Almennt á erlendum mörkuðum kýs vel yfir helmingur viðskiptavina að sækja vörurnar sem eru keyptar á netinu í verslanir, sem er hærra hlutfall en margir halda.“ unnið í skipholtinu tinna og samstarfskonur hennar eru með vinnuaðstöðu í Skipholti 33 þar sem línurnar eru lagðar í starfseminni. lagerinn er líka á staðnum, en fötin eru framleidd í Kína. Það var einbeitt starfsfólk sem var að störfum þegar ljósmyndari Kjarnans leit við.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.