Kjarninn - 19.12.2013, Síða 63

Kjarninn - 19.12.2013, Síða 63
06/08 kjarninn MaTUR skila sér hins vegar klárlega í sölutölum matreiðslubóka. En það er ekki sama hvar á jarðarkringlunni gripið er niður, því slíkar tengingar eru breytilegar eftir löndum og menningar- heimum. hin alþjóðlega matreiðslumenning Á undanförnum árum hafa risið alþjóðlegar matreiðslu- og sjónvarpsstörnur sem gera það einnig gott í bóksölu. Fyrir utan Jamie Oliver þekkja margir Íslendingar Rachael Ray og Nigellu Lawson, enda hafa þættir beggja verið sýndir í íslensku sjónvarpi. Í jólabókaflóðinu er að finna þýðingu á bók þeirrar síðarnefndu. Rétt eins og með matarbloggarana leiðir aukin netvæðing til betri aðgangs að sjónvarpsefni og ýmsu öðru sem þetta fólk leggur nafn sitt við, sem aftur skilar sér í aukinni bóksölu. Þessi þrjú sem hér eru nefnd til- heyra hópi sem hægt væri að kalla alþjóðlegar súper stjörnur í matreiðslu. Raunar er alþjóðavæðing fyrir tilstuðlan netsins líklega mun meiri þegar kemur að matreiðslubókum en mörgum öðrum tegundum bókmennta. menningarmunur En þrátt fyrir að matreiðslustraumar og -stefnur fari nú greiðar um veröldina en var fyrir tíma sjónvarps og nets hefur einsleitnin að vissu leyti orðið meiri. Sjónvarps- þættir höfunda skipta æ meira máli þegar kemur að sölu matreiðslu bóka þegar litið er á veröldina alla en þó er tals- verður munur hvað þetta varðar á milli landa. Rétt er líka að nefna að til viðbótar er heilsubylgja greinileg í alþjóðlegri matreiðslubókaútgáfu. Svo virðist líka sem fólk leiti meira að mat úr nánasta umhverfi sínu í ríkari mæli en áður. Undir- ritaður hefur áður fjallað um fyrirbærið Fast Slow Food hér í Kjarnanum, en það gæti orðið ein af þessum tískubylgjum í matargerð sem reglulega ganga yfir veröldina. Fast Slow Food snýst í einfaldaðri mynd um að gera hollan skyndibita úr mat sem unninn er eða ræktaður á vistvænan eða lífrænan hátt í anda Slow Food. Dæmi um þetta má finna í Íslensku hamborgarabókinni.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.