Kjarninn - 27.03.2014, Page 10

Kjarninn - 27.03.2014, Page 10
04/06 Efnahagsmál mikil óvissa um áhrif og afleiðingar Talið er að aðgerðirnar muni geta lækkað húsnæðisskuldir Íslendinga um allt að 150 milljarða á næstu fjórum árum, eða sem nemur tólf prósentum húsnæðisskulda heimilanna. Á fjárlögum ársins 2014 var samþykkt að verja tuttugu milljörðum króna í höfuðstólslækkunina á þessu ári. Athygli vekur að samkvæmt frumvarpinu er ekki búið að meta heildarumfang lækkunarinnar. Umfangið mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknu umsóknarferli, þar sem þáttaka í aðgerðinni og dreifing þegar fenginna afskrifta verður ekki þekkt nægjanlega nákvæmlega fyrr en að umsóknarferlinu liðnu. Þá kemur fram í frumvarpinu að mikil óvissa ríki um efnahagsleg áhrif aðgerðanna og áhættuþættir séu fjölmargir. Tvær ítarlegar greiningar hafa verið gerðar um hugsanleg efnahagsleg áhrif leiðréttingarinnar. Greining ráðgjafar- fyrirtækisins Analytica, sem var gerð fyrir sérfræðingahóp forsætisráðherra, og greining Seðlabankans eru um margt ólíkar. Báðar greiningarnar miða þó við að umfang aðgerðar- innar verði 72 milljarðar króna auk vaxta og verðbóta á fjögurra ára tímabili. Þjóðhagsleg áhrif aðgerðanna eru tiltölulega mild að mati Analytica, þótt talsverðra örvandi áhrifa geti gætt á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Spá Seðlabankans gerir hins vegar ráð fyrir mun meiri áhrifum. Bankinn telur að að- gerðirnar muni leiða til jákvæðra auðsáhrifa og lækkaðrar greiðslubyrði, en samkvæmt frumvarpinu fá flest heimili endurgreiðslu á bilinu 0,5 til 1,5 milljónir króna. Bætt staða heimilanna muni ýta undir þjóðarútgjöld vegna aukinnar einkaneyslu en minni vaxtar landsframleiðslu vegna þess hve stór hluti hennar kemur fram í auknum innflutningi. Þá muni aukin einkaneysla stuðla að hærri verðbólgu, hærri vöxtum og minni fjárfestingu en ella. Aukinn innflutningur á neysluvöru mun draga úr áhrifum aðgerðanna á hagvöxt og mun hafa neikvæð áhrif á greiðslu- jöfnuð þjóðarbúsins við útlönd, með minni afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum með tilheyrandi þrýstingi á gengi íslensku krónunnar.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.