Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 10

Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 10
04/06 Efnahagsmál mikil óvissa um áhrif og afleiðingar Talið er að aðgerðirnar muni geta lækkað húsnæðisskuldir Íslendinga um allt að 150 milljarða á næstu fjórum árum, eða sem nemur tólf prósentum húsnæðisskulda heimilanna. Á fjárlögum ársins 2014 var samþykkt að verja tuttugu milljörðum króna í höfuðstólslækkunina á þessu ári. Athygli vekur að samkvæmt frumvarpinu er ekki búið að meta heildarumfang lækkunarinnar. Umfangið mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknu umsóknarferli, þar sem þáttaka í aðgerðinni og dreifing þegar fenginna afskrifta verður ekki þekkt nægjanlega nákvæmlega fyrr en að umsóknarferlinu liðnu. Þá kemur fram í frumvarpinu að mikil óvissa ríki um efnahagsleg áhrif aðgerðanna og áhættuþættir séu fjölmargir. Tvær ítarlegar greiningar hafa verið gerðar um hugsanleg efnahagsleg áhrif leiðréttingarinnar. Greining ráðgjafar- fyrirtækisins Analytica, sem var gerð fyrir sérfræðingahóp forsætisráðherra, og greining Seðlabankans eru um margt ólíkar. Báðar greiningarnar miða þó við að umfang aðgerðar- innar verði 72 milljarðar króna auk vaxta og verðbóta á fjögurra ára tímabili. Þjóðhagsleg áhrif aðgerðanna eru tiltölulega mild að mati Analytica, þótt talsverðra örvandi áhrifa geti gætt á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Spá Seðlabankans gerir hins vegar ráð fyrir mun meiri áhrifum. Bankinn telur að að- gerðirnar muni leiða til jákvæðra auðsáhrifa og lækkaðrar greiðslubyrði, en samkvæmt frumvarpinu fá flest heimili endurgreiðslu á bilinu 0,5 til 1,5 milljónir króna. Bætt staða heimilanna muni ýta undir þjóðarútgjöld vegna aukinnar einkaneyslu en minni vaxtar landsframleiðslu vegna þess hve stór hluti hennar kemur fram í auknum innflutningi. Þá muni aukin einkaneysla stuðla að hærri verðbólgu, hærri vöxtum og minni fjárfestingu en ella. Aukinn innflutningur á neysluvöru mun draga úr áhrifum aðgerðanna á hagvöxt og mun hafa neikvæð áhrif á greiðslu- jöfnuð þjóðarbúsins við útlönd, með minni afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum með tilheyrandi þrýstingi á gengi íslensku krónunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.