Kjarninn - 27.03.2014, Page 11

Kjarninn - 27.03.2014, Page 11
05/06 Efnahagsmál almenn aðgerð, sem er ekki svo almenn Tæplega 74 þúsund heimili voru skráð fyrir verðtryggðum lánum vegna kaupa á fasteignum til eigin nota í árslok 2009. Mikill meirihluti þeirra, rúmlega níu af hverjum tíu, á rétt á niðurfærslu höfuðstóls, annaðhvort með beinni niðurfærslu eða nýtingu séreignarsparnaðar. Rúmlega fimm þúsund heimili sem voru skráð fyrir verðtryggðum fasteignalánum í árslok 2009 eiga ekki rétt á niðurfærslu. Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að skulda- leiðréttingin muni ná til um hundrað þúsund heimila í landinu. Í landinu eru hins vegar 128 þúsund heimili. Samkvæmt frumvarpinu munu um 44 prósent af heildar- umfangi leiðréttinganna renna til heimila með árstekjur undir sex milljónum króna, og rúmlega 60 prósent af um- fangi leiðréttinganna til heimila með árstekjur undir átta milljónum króna. Athygli vekur að meðalfjárhæð á hvert heimili hækkar eftir því sem tekjur eru hærri. Í frumvarpinu er það fyrirkomulag rökstutt með því að tekjuhærri heimili séu að jafnaði skuldugri ern þau tekjulægri. Þetta þýðir þá að fjörutíu prósent skuldaniðurfellingarinnar, eða um 32 milljarðar króna, munu renna til heimila sem eru með átta milljónir króna eða meira í árstekjur. hlutdeild hópa af heildarniðurfærslu Hér má sjá hvernig skuldaniðurfellingin skiptist á milli skuldugra heimila 25% 20% 15% 10% 5% 0% 0-2 m 2-4 m 4-6 m 6-8 m 8-10 m 10-12 m 12 m+

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.