Kjarninn - 27.03.2014, Page 12
06/06 Efnahagsmál
Og það er fleira sem vekur óneitanlega athygli í frum-
varpinu. Samkvæmt því munu um 46 prósent, eða rétt
tæplega helmingur niðurfellingarinnar, renna til heimila þar
sem ekki eru börn undir átján ára aldri. Í því mengi eru barn-
lausir einhleypingar og barnlaus hjón, sem og heimili þar
sem börn eru ekki lengur á forræði foreldra. Meðal fjárhæð
á heimili þar sem ekki eru börn er tæplega níu hundruð þús-
und krónur. Meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem
börn eru fleiri og nær rúmlega 1,4 milljónum króna þar sem
eru fjögur börn eða fleiri. Þetta fyrirkomulag er rökstutt í
frumvarpinu þannig að barnafjölskyldur búi iðulega í stærra
húsnæði og séu því að jafnaði skuldugri en barnlaus heimili.
Þá munu um 65 prósent heildarleiðréttinga renna til fólks
sem fætt er á árunum 1960 til 1990. Meðalfjárhæð niður-
færslunnar fer hækkandi samhliða aldri þess sem skráður er
fyrir fasteignalánunum alveg fram til fæðingarárs 1980, eftir
það fer fjárhæðin lækkandi. Skýringin, samkvæmt frumvarp-
inu, er sú að þeir elstu og þeir yngstu skuldi að jafnaði minna
en hinir.
Að lokum ber að geta þess að hvergi í frumvarpinu, við
útreikninga og útfærslu, er tekið tillit til eignastöðu við-
komandi vegna leiðréttingarinnar.