Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 19
06/07 lífEyrismál
þjóðin mjög ung sem stendur. Raunar voru einungis 36
þúsund þeirra rúmlega 320 þúsund Íslendinga sem voru á
lífi í lok árs 2013 yfir 67 ára aldri. Hagstofa Íslands spáir því
að árið 2060 verði þeir 97 þúsund, tæplega þrisvar sinnum
fleiri. Og þá er einungis verið að horfa til þess að greiða
lágmarkseftirl aunalífeyri.
hætta á fátæktargildru
Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi,
hefur unnið úttekt á stöðu íslenska lífeyriskerfisins. Í henni
kemur fram að lágmarkskostnaður þess að lifa af, sam-
kvæmt framfærsluviðmiði Velferðarráðuneytisins, sé 290
þúsund krónur. Lífeyrissjóðir og Tryggingastofnun ríkisins
greiða í dag í kringum 40 prósent af launum í lífeyri við
skattbyrði veLt á komandi kynsLÓðir
Íslenska ríkið er í ábyrgð
fyrir skuldbindingar op-
inberra lífeyrissjóða. Það
þýðir að sá hluti eftir-
launa sem sjóðs félagar
hafa unnið sér inn en
sjóðirnir geta ekki staðið
undir verður greiddur úr
ríkissjóði. Í lok árs 2012
námu heildarskuldbindingar Lífeyris sjóðs starfs-
manna ríkisins, stærsta lífeyrissjóðs landsins, um
450 milljörðum króna umfram eignir. Í lok árs 2012
höfðu heildarskuldbindingar verið meira en tíu
prósentum hærri en eignir lífeyrissjóðsins í fimm ár
í röð. Sá munur má reyndar, samkvæmt lögum, ekki
vera meiri en fimm prósent í fimm ár samfleytt. Og
þessi halli eykst ár frá ári.
Til að rétta hallann af þarf að hækka iðgjöld,
skerða greiðslur eða hækka eftirlaunaaldur. Eða
gera sitt lítið af hverju. Enginn vilji er eðlilega
hjá forsvarsmönnum stéttarfélaga opinberra
starfsmanna til að semja um verri lífeyriskjör fyrir
skjólstæðinga þeirra án þess að eitthvað annað,
til dæmis töluverðar launahækkanir, komi á móti.
Þrátt fyrir að viðræður hafi staðið yfir árum saman
um lausn á þessum gríðarlega vanda, sem er ekki
færður sem skuld á ríkisreikning þótt hann sé það
sannarlega, hafa þær ekki skilað neinni niðurstöðu.
Hrafn Magnússon, sem var framkvæmdastjóri
Landssambands lífeyrissjóða í hátt í fjóra áratugi,
skrifaði grein í Kjarnann í október 2013. Á meðal
þess sem hann fjallaði þar um er sá halli sem
er á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. „Þetta er
grafalvarleg staða sem versnar með hverju ári sem
líður ef ekki er gripið til viðeigandi ráðstafana.
Hallinn á LSR og lífeyrissjóðum sveitarfélaga er
áhyggjuefni fyrir alla þjóðina því með þessu ástandi
er verið að velta skattbyrðinni yfir á komandi kyn-
slóðir,“ sagði Hrafn í greininni.
Í úttekt Eyjólfs Lárussonar, framkvæmdastjóra
Allianz, á lífeyrissjóðakerfinu kemur fram að
íslenska ríkið þyrfti að greiða árlega 31,3 milljarða
króna í 20 ár til að klára að greiða þessa skuld. Í
dag greiðir ríkið ekkert í hítina og hefur ekki gert
frá hruni.