Kjarninn - 27.03.2014, Page 38

Kjarninn - 27.03.2014, Page 38
02/05 nEytEndamál a ð mörgu er að hyggja þegar grunur leikur á að myglusveppi sé að finna í fasteign. Í flestum tilfellum bera einstaklingar fjárhags- lega ábyrgð á tjóninu. Erfitt getur verið að sækja bætur þegar um leyndan galla er að ræða. Í Noregi eru myglusveppir í húsum viðurkennt heil- brigðisvandamál en á Íslandi lítur kerfið undan. Embætti Land læknis hefur ekki gefið út leiðbeiningar varðandi áhrif myglusveppa á heilsu fólks og erfitt getur reynst að fá við- eigandi læknisaðstoð. þegar hús mygla lítur kerfið undan Fyrsta skrefið þegar húsráðanda grunar að raki og mygla sé í húsinu er að fá viðurkenndan fagaðila til að taka út fast- eignina. Ef myglusveppir finnast er oft hægt að laga vanda- málið með litlum tilkostnaði en í ákveðnum tilfellum getur viðgerðarkostnaður hlaupið á milljónum króna. Ábyrgðin liggur hjá húseiganda nema ef um stað- festan fasteignagalla er að ræða. Verktakafyrirtæki, hönnuðir og aðrir sem bera ábyrgð á leyndum göllum í fast- eign eru í mörgum tilfellum orðnir gjald- þrota eða hafa skipt um kennitölu þegar gallinn kemur í ljós. Þar af leiðandi getur reynst erfitt að sækja bætur. Bygginga- stjórar bera fjárhagslega ábyrgð á þeim verkum sem þeir hafa umsjón með þegar ofangreindir aðilar geta ekki staðið straum af kostnaði á viðgerð. Í mörgum tilfelllum er bæði tímafrekt og dýrt fyrir húseigendur að leita réttar síns og oft slagar lögfræðikostnaður húseiganda hátt upp í bótakröfuna. Í Noregi er byggingarreglugerð mjög ítarleg og sveitar- félög bera ábyrgð á eftirliti. Fimm árum eftir að hús er byggt gerir viðkomandi sveitarfélag úttekt á húsinu þar sem meðal annars er farið yfir hvort leyndir gallar séu til staðar. ísland núll, noregur eitt Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri hjá tryggingafélaginu nEytEndamál Kristín Clausen @krc1_kristn „Í mörgum tilfelllum er bæði tímafrekt og dýrt fyrir hús- eigendur að leita réttar síns og oft slagar lögfræðikostnaður hús- eiganda hátt upp í bótakröfuna.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.