Kjarninn - 27.03.2014, Page 42
01/01 sJö spUrningar
Hvað á að gera um helgina?
Á föstudag kem ég til Mariehamn
á Álandseyjum, þar sem ég sæki
og tala á ráðstefnu um friðarmál
á Norðurlöndum. Daginn eftir
er svo vinnufundur hjá hópnum
sem stendur að ráðstefnunni, svo
að ég verð aðallega að vinna. Á
sunnudag þarf ég svo að koma mér
til Cork á Írlandi.
Hver er uppáhaldsbókin þín?
Það er erfitt að velja. Ég hef mjög
gaman af „Young Adult“-bók-
menntum og sú sem stendur upp
úr þar er The Carbon Diaries 2015,
um líf unglingsstúlku í Englandi
eftir að skömmtun er hafin á
kolefnislosun vegna gífurlegra
áhrifa af loftslagsbreytingum. Er
annars að lesa skemmtilega bók
núna, sem heitir „A General Theory
of Love“, og fjallar um vísindin á
bak við tilfinningar.
Styður þú fyrirhugað verkfall
háskólakennara?
Já.
Hver er helsta fyrirmynd þín í
lífinu?
Cynthia Enloe og vinkonur mínar.
Hver er uppáhaldsborgin þín?
Úff. Jerúsalem, Belgrad, Ho Chi
Minh-borg, Portland í Oregon...
Hvaða sjónvarpsþættir eru í
uppáhaldi þessa dagana?
Ég bíð spennt eftir næstu seríu af
Orange Is the New Black.
Hvað truflar þig mest við
íslenskt samfélag í dag?
Facebook. Og fréttir um það sem
gerist á Facebook. Sérstaklega það
síðara.
sJö spUrningar
silja bára Ómarsdóttir
Aðjúnkt við Háskóla Íslands
01/01 sjö sPURNINGAR kjarninn 27. mars 2014