Kjarninn - 27.03.2014, Page 47

Kjarninn - 27.03.2014, Page 47
02/05 Viðtal á sólbjörtum morgni er ekki leiðinlegt að stíga inn í ævintýraheim tölvuleikjaframleiðandans CCP. Vinnustaðurinn er þéttskipaður tölvum og fólki en líkt og í öðrum fyrirtækjum innan tæknigeirans eru konur í miklum minnihluta. Berglind Rós Guðmundsdóttir, þróunarhópstjóri CCP, hefur tekið þátt í átaksverkefnum sem miða að því að virkja konur í að sækja sér menntun í tæknigreinum og vekja áhuga þeirra á þessum karllæga bransa. Eina konan í tölvunarfræði Berglind Rós er uppalin á Egilsstöðum en flutti til Reykja- víkur eftir stúdentspróf og fór í tölvunarfræði í Háskóla Ís- lands. „Áhuginn á tölvum kviknaði þegar ég var tólf ára, mér fannst gaman að fikta en seinna fór ég að skoða tölvuna út frá atvinnutækifærum.“ Þegar Berglind byrjaði í náminu var hún eina konan í deildinni. Hún segir það hafa verið óvenjulegt, en ári seinna bættust nokkrar konur í hópinn. Eftir að Berglind lauk námi árið 1996 vann hún í ellefu ár hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Hugvit. Þaðan lá leiðin til CCP, þar sem hún forritaði tölvuleikinn EVE Online í fimm ár. Í dag er Berglind í stjórnunar stöðu yfir forritunarteymi innan CCP. tæknin er skapandi og skemmtileg Hjá CCP eru konur 17 prósent starfsmanna. Konurnar starfa aðallega í mannauðsdeild, á skrifstofu og sem milli- stjórnendur. Þeir sem vinna að forritun eru að stærstum hluta karlar. Einungis tíu prósent forritara CCP eru konur. Spurð um astæðu þess að konur eru í miklum minni- hluta forritara segir Berglind að konum detti ekki í hug að þær geti átt erindi í nám af þessu tagi. Hún segir almennan mis skilning að fólki haldi að forritarar séu aðeins þeir sem hafi legið yfir tölvum frá unga aldri og jafnvel misskilji hvað forritun í raun og veru sé. Berglind segir forritun fyrst og fremst snúast um rök- Viðtal Kristín Clausen L@krc1_kristn „Strákarnir hafa oft klúrari húmor og ég hef verið í ráðstefnupartíi erlendis þar sem voru dansandi stelpur í búrum.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.