Kjarninn - 27.03.2014, Page 48

Kjarninn - 27.03.2014, Page 48
03/05 Viðtal hugsun, greina aðalatriði frá smáatriðum og getuna til að vinna í hópi. Hún líkir forritun við þá tilfinningu að klára erfitt borð í tölvuleik. „Að forrita snýst um að finna gleðina í því að ná takmarkinu, halda áfram í næsta borð og svo koll af kolli.“ Hún segir að einnig megi líkja forritun við púsluspil þar sem verkefnin snúist oft um að raða bitum og fá þá til að passa inn í formúluna. kynjahlutfallið hefur lítið breyst Berglind hefur tekið þátt í tveimur átaksverkefnum þar sem farið var inn í framhaldsskóla og raungreinar kynntar fyrir stelpum. Hún segir að markmiðið með átökum af þessu tagi sé að fá stelpur til að detta í hug að þær geti haft áhrif á tækni, rétt eins og strákarnir. Það sem kemur Berglindi helst á óvart er hversu lítið kynjahlutfall í tæknigeiranum hefur breyst. „Mér hefði aldrei dottið í hug að kynjaskipting í tölvunarfræði væri jafn mikil í dag og hún var þegar ég var í námi.“ konur í minnihluta Hjá CCP er Berglind ein fárra kvenna í forritunarteyminu. Hún segir konur misskilja hvað forritun sé í raun og veru. Þess vegna séu þær í minnihluta. Mynd: Anton Brink

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.