Kjarninn - 27.03.2014, Page 59
02/07 pistill
sinna. Hluti þeirra aðila sem sinna eftirliti með starfsemi lög-
reglu eru tengdir henni, þ.e. innanríkisráðuneytið og innan-
ríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu
og ríkissaksóknari sem er æðsti handhafi ákæruvalds.
Lögreglustjórar heyra undir innanríkisráðherra þegar kemur
að meðferð lögregluvalds en þegar kemur
að rannsókn og saksókn mála heyra þeir
undir ríkissaksóknara. Í þessu felst að ýmsar
ákvarðanir lögreglustjóra sem ekki tengjast
rannsókn og saksókn mála eru kæranlegar
til innanríkisráðherra, t.d. ákvarðanir sem
teknar eru á grundvelli 15. gr. lögreglulaga,
auk þess sem innanríkisráðherra hefur
almennt eftirlit með starfsháttum lögreglu
sem æðsti yfirmaður hennar. Þar á meðal
tekur hann við kvörtunum vegna starfsemi
lögreglu og tekur þær til frekari meðferðar
eftir atvikum hverju sinni eins og dæmi
eru um. Ríkislögreglustjóri fer með málefni
lögreglunnar í umboði innanríkisráðherra
og hefur m.a. það hlutverk að flytja og kynna
lögreglustjórum boð og ákvarðanir æðstu
handhafa ríkisvaldsins sem snerta starfsemi
lögreglunnar og vinna að og fylgjast með að
þeim ákvörðunum sé fylgt í starfsemi lögreglunnar.
Hlutverk ríkissaksóknara þegar kemur að eftirliti með
starfsemi lögreglu er einkum tengt því að ríkissaksóknari
er æðsti handhafi ákæruvalds í landinu. Hann gefur út
almennar reglur og fyrirmæli um meðferð ákæruvalds og
hefur jafnframt eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá
öðrum ákærendum, þ.e. lögreglustjórum. Ríkissaksóknari
getur gefið öðrum ákærendum fyrirmæli um einstök mál
sem þeim er skylt að hlíta. Hann getur kveðið á um rann-
sókn máls, mælt fyrir um framkvæmd hennar og fylgst með
henni eins og fjallað er um í lögum um meðferð sakamála.
Ýmsar ákvarðanir sem lögreglustjórar taka í tengslum við
rannsóknir mála eru kæranlegar til ríkissaksóknara og segja
„Meðal þeirra ver-
kefna sem innri
endurskoðun lög-
reglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu sinn-
ir er að kanna hvort
stjórnendur og aðrir
starfsmenn emb-
ættisins fari eftir
lögum, reglugerðum
og ákvörðunum sem
stjórnvöld hafa sett
um starfsemi þess.“