Kjarninn - 27.03.2014, Side 73

Kjarninn - 27.03.2014, Side 73
03/04 markaðsmál en áður. Fjölmörg fyrrtæki veita þjónustu á þessu sviði, en nefna má tvo tölvurisa sem margir þekkja, Microsoft með Windows Azure og Amazon sem býður Amazon Web Services. Sem dæmi má nefna að Netflix keyrir þjónustu sína á tölvu- skýi Amazon og íslenska ofursprotafyrirtækið Plain Vanilla gefur milljónum aðdáenda aðgang að QuizUp-leiknum með fulltingi Amazon. Já, Amazon gerir margt fleira en að vera „aðeins“ ein stærsta vefverslun í heimi. hugbúnaður í áskrift sparar fyrirtækjum stórfé Fyrirtæki geta fengið aðgang að gríðarlegu úrvali af notenda- hugbúnaði í áskrift. Á ensku nefnist slík þjónusta software as a service. Auðvelt er að fá aðgang að skrifstofuhugbúnaði frá Microsoft sem kallast Office 365, en það færist í vöxt að fyrirtæki séu með áskrift að fullkomnum hugbúnaði í áskrift. Dæmi um slíkt eru Microsoft Dynamics NAV-bókhaldskerfi, Mailchimp-markaðssetningakerfið eða skrifstofu hugbúnaður eins og fyrrnefnt Office 365 og Google Apps for Business. Fyrirtæki geta sparað verulega fjármuni með þessum hætti, til dæmis geta þau breytt fjölda áskrifenda eftir umfangi rekstursins, en það sem skiptir sjálfsagt meira máli er að þörf þeirra fyrir að eiga og reka tölvubúnað minnkar stórlega. Verkefni stjórnenda breytist við þetta, þeir þurfa síður að berjast við flókinn og dýran rekstur á tölvukerfum en í staðinn þurfa þeir að vanda valið á þeim hugbúnaði og tölvulausnum sem eru fengin í áskrift. Þeir standa einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að ef þeir skaffa ekki nægi- lega góðar lausnir munu starfsmenn einfaldlega bjarga sér sjálfir um þær með tilheyrandi álitamálum sem tengjast upplýsingaöryggi. tölvuský inn á hvert heimili Tölvuský hafa einnig mikil áhrif á daglegt líf okkar. Afþreyingar veitur eins og Spotify, tonlist.is og Netflix hafa gjörbreytt aðgengi neytenda að tónlist, kvikmyndum og sjónvarps þáttum en hafa minnkað löngun þeirra til að nota þjónustu vídeóleiga, kaupa geisladiska og horfa á

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.