Kjarninn - 27.03.2014, Side 74

Kjarninn - 27.03.2014, Side 74
04/04 markaðsmál „venjulegar“ sjónvarpsstöðvar. Skýjaþjónustur virða líka fá landamæri; jafnvel þegar hömlur eiga að vera á notkun Net- flix á milli landa geta kræfir Íslendingar auðveldlega komist framhjá þeim með einbeittum brotavilja og leiðbeiningum á bloggsíðum. Nú er mikið rætt um að vinsældir Netflix séu farnar að hafa mikil áhrif á samkeppnisumhverfi sjónvarps- stöðva en minna hefur verið rætt um hvernig tónlistarveitur eins og tonlist.is og Spotify breyta stöðu útvarpsstöðva. Ókostir tölvuskýja Í kjölfar afhjúpana uppljóstrarans Edwards Snowden er nú mikil umræða um persónuvernd. Það er dagljóst að þjónustu- aðilar sem veita skýjaþjónustu hvers konar eru undir smásjá ríkisstofnana víða um heim sem vilja fylgjast með tölvu- notkun einstaklinga og fyrirtækja. Bandarískir tölvurisar hafa lýst miklum áhyggjum af framferði stjórnvalda þar í landi. Frægt er þegar stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg skrifaði opið bréf þar sem hann varar við tölvunjósnum á vegum hins opinbera. Notendur hér á landi sem vilja nýta skýjaþjónustu þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji hýsa gögn erlendis, ekki aðeins vegna hugsanlegrar hnýsni erlendra ríkisstofnana, heldur getur kostnaður vegna erlends niðurhals farið að skipta máli þegar kostir og gallar þeirra eru metnir. Góðu fréttirnar í þeim efnum eru að innlendir aðilar bjóða í vaxandi mæli innlend tölvuský, sem tryggir að gögn eru vistuð hér á landi og allt niðurhal er innlent.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.