Kjarninn - 27.03.2014, Side 77

Kjarninn - 27.03.2014, Side 77
02/05 kVikmyndir auðvelt að missa af þeim breytingum sem eiga sér stað frá einni kvikmynd til annarrar og þeirri þróun sem hefur átt sér stað í myndum hans. Einblínt á fjölskyldusambönd Hingað til hafa allar myndir Andersons fjallað um fjöl- skyldusambönd á einn eða annan hátt. Bæði Bottle Rocket og Rushmore fjalla um unga menn í leit að nýjum feðrum eða foreldrum; The Royal Tenenbaums segir frá þremur undra- börnum sem hafa orðið bitur og týnd í lífinu á fullorðinsár- um og um hvernig fjölskyldufaðirinn sem brást þeim reynir að komast aftur í mjúkinn hjá fjölskyldunni. Í The Life Aquatic tekst haffræðingurinn og heimildarmyndaleikstjórinn Steve Zissou á við dauða besta vinar síns á meðan hann kynnist ungum manni sem gæti verið sonur hans. Bræðurnir í The Darjeeling Limited ferðast um Indland með látinn föður sinn nánast bókstaflega í farteskinu. Refurinn frábæri í The Fantastic Mr. Fox er kannski besti holdgervingur glataða pabbans í verkum Andersons – hann reynir og lofar að fórna sínum eigin áhugamálum fyrir hag fjölskyldunar en endar með því að setja sjálfan sig og alla sem hann elskar í hættu. Loks í Moonrise Kingdom verður hinn munaðarlausi Sam ástfanginn af Suzy, sem þráir ekkert meira en að losna undan fjölskyldu sinni. pólitísk heimsmynd brýst inn í ýktan sagnaheim Þessar myndir hafa allar endað á einhvers konar uppgjöri. Fjölskyldur koma saman – gömul, slitin tengsl lagast og ný skapast. Hlutirnir eru ekki alltaf fullkomnir, en það er greini- legt að þeir munu batna. Það er því ákveðið sjokk að upplifa nýjustu mynd Andersons, The Grand Budapest Hotel, sem er bæði fyrsta mynd hans þar sem einhvers konar pólitísk heimsmynd brýst inn í ýktan sagnaheiminn og fyrsta mynd „Þegar hinir ímynduðu ZZ-foringjar ráðast inn í lestina í Zubrowka er Wes Anderson-heimurinn í fyrsta skipti ekki mjög huggulegur staður – en hann er einnig í fyrsta skipti mjög líkur okkar raunverulega heimi.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.