Kjarninn - 27.03.2014, Side 79

Kjarninn - 27.03.2014, Side 79
04/05 kVikmyndir krefjast þess að sjá landvistarleyfi flóttamannsins Zero. Slík atriði hafa sést áður í kvikmyndum og því ætti maður að vera undir það búinn. En það er eitthvað einstaklega sláandi við að sjá ofbeldi og mannréttindabrot í þessum annars aðlaðandi draumaheimi. Það sem bjargar þeim félögunum Zero og Gustave er þau sambönd og tengsl sem Gustave hefur skapað í starfi sínu. Sú staðreynd að hann hefur aðstoðað ríkt og valdamikið fólk gefur honum ákveðið forskot, en það forskot hverfur þegar þeir ríku og valdamiklu sjá fram á að græða meira á því að brjóta á öðrum. Því finna þeir félagar meira og meira fyrir þegar líður á myndina. á margt sameiginlegt með heiminum í dag Það er auðvelt að ímynda sér að fasisminn og hrottaskapurinn sem honum fylgir í Grand Budapest Hotel heyri sögunni til. Form kvikmyndarinnar ætti einnig að gera það auðvelt fyrir áhorfandannn – sagan sem gerist árið 1932 er sögð rithöfundi árið 1968, rithöfundurinn les þá sögu upp úr bókinni sinni árið 1985 og er sú bók lesin af ungri konu í dag, árið 2014. En þessi babúskulegi sögustrúktúr fær mann til að hugsa um það sem sagan á sameiginlegt með heiminum í dag. Ég sá kvikmyndina í Svíþjóð, þar sem í ár fara fram kosningar. Það hefur verið óhugnanlegt og óþægilegt að fylgjast með auknum umsvifum þjóðernissinnaðra flokka eins og Svíþjóðardemókrata og hreinræktaðra nasistaflokka eins og Flokks Svía. Fyrr í mánuðinum réðst hópur nasista á femínista í Malmö sem héldu friðsöm mótmæli á alþjóð- legum baráttudegi kvenna. Þetta gerðist stuttu eftir að annar hópur nasista réðst á friðsöm mótmæli gegn kynþáttahatri í úthverfi Stokkhólms. Þegar litið er til Íslands er einnig óhugnan legt að sjá hvernig innanríkisráðuneytið lekur viðkvæmum upplýsingum um hælisleitendur án þess að nokkuð sé gert og þingmenn leggja til að erlendir flóttamenn á landinu gangi um með GPS-staðsetningartæki. Þegar hinir ímynduðu „ZZ“-foringjar ráðast inn í lestina í Zubrowka er Wes Anderson-heimurinn í fyrsta skipti ekki mjög

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.