Kjarninn - 27.03.2014, Page 82

Kjarninn - 27.03.2014, Page 82
01/03 kJaftæði é g er fordómafull. Fordómar mínir snúast um taktleysi. Einu sinni var ég að kenna í gæsapartíi og fór heim að grenja eftir það því gæsin var svo taktlaus. Hvernig mátti það vera að hún væri að fara að ganga í hjónaband og ekki ég? Hreyfingar hennar hefðu í alvöru getað valdið slysi í hjónasænginni. Nokkrum árum síðar er ég orðin örlítið þolinmóðari eftir að hafa séð að það er hægt að kenna fólki að halda takti, en þetta er ekki alveg farið úr mér. Svo eru líka til taktlausir menn fyrir taktlausu konurnar. Nei, þetta er ekki týpískur pistill einhleyprar konu sem er að detta í þrítugt (þrotugt), heldur langar mig að ræða aðeins um takt. Taktur er magnað hugtak. Samskipti eru að miklum hluta taktur, kurteisi er taktur og ókurteisi er taktleysi. Eina ráðið sem eldri konur í fjölskyldunni hafa gefið mér í frumskógi lífsins er: „Passaðu þig á taktlausu mönnunum.“ Í þeim orðum felst nákvæmlega það sem lesendur halda, fimm, sex, fimm, sex, sjö, átta Margrét Erla Maack skrifar um hvernig taktleysi ráðamanna kom henni í opna skjöldu. kJaftæði margrét Erla maack sirkuslistamaður og danskennari kjarninn 27. mars 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.