Kjarninn - 27.03.2014, Page 83
02/03 kJaftæði
og þeim fylgja stórkostlegar sögur og jafnvel látbragð um
vandræðaganginn. En þetta á ekki bara við í ástum og stríði,
líka þegar kemur að öðrum samskiptum. Því hef ég, af mikilli
natni, raðað um mig vinahópi þar sem meira en helmingur
er plötusnúðar. Ákvörðunin hefur ekkert með cúlið að gera,
taktvisst fólk grínast bara svo fallega.
Með tíð og tíma hefur standardinn samt lækkað þegar
kemur að þessum framtíðareiginmönnum öllum. Ég er
ekki lengur að leita að einhverjum Cuban Pete heldur bara
einhverjum sem finnst músík skemmtileg.
Til að komast í gegnum þéttskipað dansgólf er betra að
dansa í gegnum það en labba, og er það
eiginlega eini dansinn sem ég stunda á
skemmtistöðum bæjarins. Eigin fordómar
bitna ekki síst á sjálfri mér. Ég á erfitt með
að dansa á skemmtistöðum því ég er svo
ótrúlega vör um mig en í þau fáu skipti
sem stuðið gleypir mig og ég ætla mér að
sýna hvað ég get endar það með ósköpum.
Ég hef til dæmis hellt einhverju niður – úr
glösum taktlausa fólksins sem les ekki nógu
vel í hreyfingar mínar. Ekki séns að það sé
mér að kenna. Þegar hápunktinum er náð
– djammsplittinu – þá ríf ég alltaf sokka-
buxurnar mínar á mjög Istedgade-legum
stöðum og sker á mér hnén á glerbrotunum.
Agalegt alveg. Ef við lesum í þessa hegðun út frá fjölskyldu-
ráðum þá er ég sólóisti. Ég á að vera bara ein.
En af öllum dansgólfsgloríum sem ég hef framið sjálf eða
séð aðra fremja toppar ekkert það sem spilast í höfðinu á mér
oft á dag. Fyrir nokkrum vikum átti sér stað stórkostlegur
leki: Peppvídjóið af ráðuneytisstarfsfólki að dansa. Mynd-
skeiðið fór eins og eldur í sinu um netheima en var tekið út
nokkrum tímum síðar, því miður. Það eina sem er eftir er
nokkur gif. Það versta við að þetta hafi verið tekið út er að
heilinn minn er farinn að búa til minningar um það sem ég
sá. Minningin um myndbandið er því mun verri en það sjálft
„Þegar há-
punktinum er náð –
djammsplittinu – þá
ríf ég alltaf sokka-
buxurnar mínar á
mjög Istedgade-
legum stöðum og
sker á mér hnén
á glerbrotunum.
Agalegt alveg.“