Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 83

Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 83
02/03 kJaftæði og þeim fylgja stórkostlegar sögur og jafnvel látbragð um vandræðaganginn. En þetta á ekki bara við í ástum og stríði, líka þegar kemur að öðrum samskiptum. Því hef ég, af mikilli natni, raðað um mig vinahópi þar sem meira en helmingur er plötusnúðar. Ákvörðunin hefur ekkert með cúlið að gera, taktvisst fólk grínast bara svo fallega. Með tíð og tíma hefur standardinn samt lækkað þegar kemur að þessum framtíðareiginmönnum öllum. Ég er ekki lengur að leita að einhverjum Cuban Pete heldur bara einhverjum sem finnst músík skemmtileg. Til að komast í gegnum þéttskipað dansgólf er betra að dansa í gegnum það en labba, og er það eiginlega eini dansinn sem ég stunda á skemmtistöðum bæjarins. Eigin fordómar bitna ekki síst á sjálfri mér. Ég á erfitt með að dansa á skemmtistöðum því ég er svo ótrúlega vör um mig en í þau fáu skipti sem stuðið gleypir mig og ég ætla mér að sýna hvað ég get endar það með ósköpum. Ég hef til dæmis hellt einhverju niður – úr glösum taktlausa fólksins sem les ekki nógu vel í hreyfingar mínar. Ekki séns að það sé mér að kenna. Þegar hápunktinum er náð – djammsplittinu – þá ríf ég alltaf sokka- buxurnar mínar á mjög Istedgade-legum stöðum og sker á mér hnén á glerbrotunum. Agalegt alveg. Ef við lesum í þessa hegðun út frá fjölskyldu- ráðum þá er ég sólóisti. Ég á að vera bara ein. En af öllum dansgólfsgloríum sem ég hef framið sjálf eða séð aðra fremja toppar ekkert það sem spilast í höfðinu á mér oft á dag. Fyrir nokkrum vikum átti sér stað stórkostlegur leki: Peppvídjóið af ráðuneytisstarfsfólki að dansa. Mynd- skeiðið fór eins og eldur í sinu um netheima en var tekið út nokkrum tímum síðar, því miður. Það eina sem er eftir er nokkur gif. Það versta við að þetta hafi verið tekið út er að heilinn minn er farinn að búa til minningar um það sem ég sá. Minningin um myndbandið er því mun verri en það sjálft „Þegar há- punktinum er náð – djammsplittinu – þá ríf ég alltaf sokka- buxurnar mínar á mjög Istedgade- legum stöðum og sker á mér hnén á glerbrotunum. Agalegt alveg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.