Kjarninn - 08.05.2014, Page 69

Kjarninn - 08.05.2014, Page 69
60/60 pistill skilja hvert annað. Eygja foreldrið hvert í öðru. Hjálpast að við að bjarga börnunum okkar – og börnum heimsins. Það getum við Íslendingar gert með því að horfast í augu við ástandið, ræða það opinskátt í samfélagsmiðlunum og hugsa stórt frekar en smátt; velta upp öllu því sem við getum mögulega gert sem fámenn þjóð til að takast á við heims- vandann og móta umhverfisvæna stefnu, bæði í sem mestri þjóðarsátt og vísindasamstarfi við aðrar þjóðir. Sem móðir hef ég ekki lengur þol fyrir stjórnmála mönnum sem hunsa margsannað hættuástand, þeir minna mig á drukkinn skólabílstjóra. grænn 1. maí Á dögunum blöktu grænir fánar í 1. maí göngunni. Einhverju sinni hefði það þótt mótsagnakennt og sumum finnst jafnvel ennþá að umhverfisvernd hljóti að stríða á móti hagsmunum alþýðunnar, til að mynda fólks sem aflar sér lífsviðurværis á vinnu stöðum sem seint myndu teljast umhverfisvænir eða þess sem finnur mögulega á óþægilegan hátt fyrir grænni stefnu á launaseðlinum. Málið er bara að alþýðan og náttúran eru að bugast undan sama tröllinu: valdi auðsins sem virðir ekki líf í nokkurri mynd. Þar af leiðandi hlýtur al þýðan að sjá hag sinn í umhverfisvernd. En nú er svo komið að án róttækrar vitundar- vakningar í umhverfismálum verður ekkert að berjast fyrir um það leyti sem börnin okkar ættu, undir venjulegum kringumstæðum, að eiga notalegt ævikvöld með einhvern ellilífeyri á milli handanna. Þegar þar að kemur munu gamlar ljósmyndir feykjast um sandblásna auðn; myndir af okkur, mér og þér, okkur sem lifðum fyrir gróða. Okkur sem hugsuðum ekki: Hversu mikið get ég gefið börnunum mínum? – heldur: Hversu miklu get ég stolið frá börnunum mínum? „Nú er það ekki svo að ég trúi því að þjóðin skiptist í svart og hvítt: stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar og svo allt góða fólkið.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.