Kjarninn - 08.05.2014, Page 71

Kjarninn - 08.05.2014, Page 71
02/04 MarkaðsMál af rómönskum uppruna íbúðir, en Sterling á fjölda slíkra í Los Angeles. Leikmenn bæði Clippers og annarra NBA-liða, en um 80% leikmanna deildarinnar eru blökkumenn, voru skiljanlega mjög ósáttir og höfðu í hyggju að sleppa því að spila leiki ef Sterling yrði ekki refsað á viðunandi hátt fyrir ummælin. Athyglin beindist að nýjum framkvæmdastjóra deildarinnar, Adam Silver, en þetta mál var fyrsta alvöru prófið sem hann stóð frammi fyrir og leikmenn, þjálfarar, eigendur, fjölmiðlar og almenningur voru á einu máli um að refsa þyrfti Sterling harkalega. Það sem flækti málin fyrir Silver, ef horft er á málið út frá sjónarhorni almannatengsla, er að í raun vissi enginn hvað Silver gæti og gæti ekki gert og því var erfitt fyrir málsaðila að setja fram einhverjar kröfur og gera sér væntingar um niðurstöðu. Á þriðjudeginum fyrir viku hélt Adam Silver síðan blaðamannafund þar sem hann setti Donald Sterling í lífstíðarbann frá NBA-deildinni. Hann má aldrei framar mæta á leiki þar, auk þess sem hann var sektaður um 2,5 milljónir dollara, sem er hámarksupphæð sekta í deildinni. Í stuttu máli gerði Silver allt rétt og hafa leikmenn, eigendur og fjölmiðlar keppst við að hlaða hann lofi fyrir ákvörðun sína. Silver ræddi einnig við eigendur hinna 29 liðanna í deildinni um að neyða Sterling til að selja liðið, en ¾ hluti eigenda verða að styðja þá ákvörðun, og er það gríðarlega Eldskírn Mál Donald Sterling var fyrsta stóra málið sem Adam Silver hefur þurft að takast á við sem framkvæmdastjóri NBA- deildarinnar síðan hann tók við starfinu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.