Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Page 7
NÝJAR KVÖLDV ÖKUR 57 Knútur Possi krosslagði handleggina yfir brjóstinu og mælti í lágum róm, án þess að líta á skriftaföður sinn: »Skilur þú þetta Magnús — hversvegna €g jafnt og stöðugt verð að þjást, eins og eg hefði eld í blóðinu, af löngun eftir að finna svar við þeim spurningum, sem nienn ávalt hafa sagt, að eigi væri hægt að svara ? Með einhverri undarlegri vissu finn eg það á mér, að það hlýtur að vera eitthvert svar til við öllu. Til munu vera iög, sem þau huldu öfl lúta, er jafnan starfa óþekt og óséð í allri náttúrunni. Vegna takmarkana hugsana vorra er þekkingin á þessum hlutum ennþá eins og fóstur í móðurlífi.... Að finna hin huldu öfl.. drotna yfir þeim.... oh!« Knútur spenti greipar og rétti fram hendurnar. f sama bili beygði hann sig á- fram. Hin járnbenta hurð frúárskemm- unnar opnaðist og kona ein kom út. Augu Knúts Ijómuðu af kærleiksrikri við- kvæmni, þegar þau horfðu á eftir hinni tigulegu aðalsfrú og átta hraustlegum börnum, sem léku sér í kring um hana og hoppuðu af kæti eins og kiðlingar. Það var Sigríður — konan hans. Sigríður Garp — hún með hin stoltu, undarlegu augu, sem aldrei virtust segja neitt.... Knútur Possi hafði fastnað sér hana, þegar hún var á barnsaldri; en síðar var honum synjað ráðsins, og var henni þá komið fyrir í Náðardals-klaustri. Þangað sótti hann hana með valdi. — i klaustrinu höfðu menn reynt að lokka hana og teygja frá honum, til þess að hún skyldi taka Flemming Kurki — þar var auð og metorð að vinna — en Sigríð- ur sagði nei; og hún bar höfuðið hátt, þegar hún fór út. — Heit var heit, sagði hún. Það var ekki venja Garpanna að bregða heitum sínum, og enginn skyldi sogja að hún — Sigríður Klaesdóttir Garp — væri sú fyrsta sinnar ættar, sem þann sið tæki upp.... Alt í einu fór kuldahrollur um Knút Possa — að hugsa sér — ef hann nú ætti að missa hana... missa alla, sem hann unni, um leið og hann glataði sál sinni.... útskúfaður yrði hann sjálfsagt að búa um alla eilífð í kvölum Helvítis... og stöð- ugt eiga hina vonlausu þrá eins og glo- andi nagla í hjartanu.... Stóð það ekki skrifað í Guðs heilaga orði, sem hann hafði lesið: »Enginn sá, er fremur fjöl- kyngi, skal með mér vera«. Með skjótri hreyfingu sneri hann sér að biskupi. Nú varð hann — sökum sælu sálar sinnar — að skrifta. Útlit hans var hvorttveggja í senn, tryllingslegt og auð- mjúkt biðjandi: »Hjálpaðu mér, Magnús... fyrir sakir drottins vors og frelsara... því þú mátt vita. . eg er farinn að fremja fjölkyngi aftur.... Eg hefi deiglur... hefi fengið nýjar uppskriftir, sem eg fer eftir.... í neðstu hvelfingu St. Ólafsturnsins... dyrn- ar eru múraðar aftur, vegna þess að þar á að vera reimt.... En eg fann lejmigöng inn í hvelfinguna. . úr varðstofunni... og eg fann....« »Hvað fanstu, Knútur?« Biskupinn stökk upp úr sæti sínu af æði. »Katla, deiglur, hlóðir... alt saman fann eg. . einhver hefir farið þar með kukl á undan mér.... Eg fann einnig með- öl og mörg undarleg ker... og bækur — galdrabækur — með ógurlegum særing- arsöngvum«. »Býrðu til gull?« hvæsti Magnús Stjárnkors og beygði sig græðgislega fram yfir borðið. »Nei«, hvíslaði Knútur og starði í augu biskups með brennandi augnaráði... »en eg hefi hitt fyrir öflugan náttúruanda.... Hann er baldinn sem graðhestur, hættu- legur sem seiðkona.... Það var af hend- ingu: Eg var að blanda drykk nokkurn, sem samkvæmt uppskriftinni á að geta 8

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.