Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDV ÖKUR
59
roða á hverjum konuvanga og smábörn
gripu dauðahaldi í mæður sínar, án þess
að vita hvers vegna.
En sá sem vissi — einn fyrir alla —
var Knútur Possi:
Höfðu Moskovitar nokkurntíma herjað
landið án þess að svívirða konur þúsund-
um saman? Höfðu þeir ekki stungið í
gegnum þær og skilið við þær bundnar
og hálfdauðar, til þess að þær yrðu björn-
um og úlfum að bráð? — Og smábörnum
voru þeir vanir að safna saman í knippi
og brenna þau lifandi — það var naum-
ast einn einasti meðal allra þeirra mörgu,
er nú voru samankomnir í kastalagarð-
inum, sem höfðu eigi mist börn eða syst-
kini á þennan hátt.....
Ungi maðurinn, sem sat á hestinum,
benti á bæinn og landið umhverfis:
»Við flýttum okkur hingað — og sjáðu
— alt sem getur gengið og skriðið flýr
nú hingað úr bænum, til þess að leita sér
hælis innan virkismúranna — enginn get-
ur lýst angistinni«.
Og það var satt, það var ómögulegt að
lýsa ofboðinu og angistinni, sem gagn-
tekið hafði hvern einstakan, þegar almúg-
inn nú í stórum hópum ruddist inn fyrir
múra kastalans með húsdýr og búshluti:
Hestarnir tryltust, hundarnir geltu og
góluðu, geitur og sauðfé jarmaði, kýr
bauluðu — og innan um alt þetta var fult
af grátandi börpum og biðjandi konum.
Knútur Possi reyndi að fá hljóð, en raust
hans druknaði í hávaðanum, þar sem
hann stóð mitt í þrengslunum.
f sama bili sást frú Sigríður uppi á
hinum háu steintröppum fyrir hallardyr-
unum.
Rödd hennar hljómaði ofan að, óvænt,
skýrt. — Fólkið þagnaði ósjálfrátt og leit
upp. öllum fanst eins og þeir aldrei á æfi
sinni hefðu séð neitt svo tigulegt og sef-
andi sem frú Sigríði, þar sem hún stóð
°g gaf fyrirskipanir, er þegar greiddu úr
verstu vandræðunum. Á lítilli stundu var
búið að skilja hin óstýrilátu dýr út úr
þvögunni, svo að konur og böm gátu
kornist inn í höllina.
Það var ekki of snemma, sem fólkið úr
Wiborg og grendinni hafði leitað skjóls
innan virkismúranna: Áður en dagurinn
var liðinn höfðu hinir rússnesku rán-
flokkar safnað sér saman og slegið hring
um kastalann líkt og blóðþyrst slanga.
Þeir settu upp steinslöngur og múrbrjóta
og hófu þegar umsátina með mongólskum
ákafa. — Hvert sem Knútur leit mættu
honum augu, sem hræðslan skein úr —
en trúnað.irtraustið líka — ef nokkrum
ætti að takast að frelsa fólkið frá skelf-
ingum, sem voru verri en dauðinn, þá
var það Knútur Possi.
En hjarta hans bifaðist -— og það skalf
stöðugt meira og meira af trega og á-
hyggjum: Moskovitar stormuðu virkið
með villidýrsæði. Heilar hjarðir af þeim
féllu, en þ>að var engu líkara, en að þeim
fjölgaði altaf.... Knútur vissi vel, að hann
var altof fáliðaður, og hann var altof
sorglega viss um, hver endirinn hlaut að
verða.
Þegar hann velti þessu fyrir sér, stál-
ust hugsanir hans inn í turnhvelfinguna
... eitt einasta lævirkjaegg fult af galdra-
bruggi hans... og honum gæti auðnast að
frelsa alla þá, er honum var trúað fyrir.
En sál hans.....?
í rökkrinu um kveldið hófu Rússar upp
óp mikið — langt, vofeilegt, samróma óp,
og síðan gerðu þeir harða hríð að virkinu
á meðan myrkrið skall á.
Knútur Possi, og allir, sem inni fyrir
voru, vissu hvers nú var að vænta: f
nótt.... f nótt koma þeir — hin ægilegu
úrslit voru fyrir höndum.
Frú Sigríður benti bónda sínum til
tals við sig og fór með hann inn í lítið,
kringlótt hvelfingar-herbergi, sem lok-
8*