Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Side 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 69 »Svo er það. Þjer vitið alt um baráttu okkar við La Mafia!« »Alt«. »Það er erfitt viðfangsefni, sem jeg hefi, en jeg held, að þjer gætuð hjálpað mjer«. »Hversvegna haldið þjer það?« spurði hún hljóðlega. »Jeg hefi hætt þátttöku í þessu; jeg óska ekki hefndar«. »Sama er um mig. Jeg vil ekki gera neinum neinn miska, en jeg hefi blandast inn í málið vegna þess, að jeg óskaði að i'jettlætið ynni sigur, og nú er svo komið, að jeg get ekki hætt. Það byrjaði með handtöku Gian Marcone. Þjer vítið hvern- ig Donelly var drepinn. Þeir tóku líf hans í stað lífs Marcones, og hann var einnig góður vinur minn«. »Jeg veit það alt«, mælti hún. »Jeg ætla að segja yður dálítið, sem enginn veit nema jeg. Jeg á vin meðal fje- laga La Mafia og það er hann, en ekki jeg, sem hefir fundið morðingja Donel- lys«. »Þekkið þjer hann?« »Já, það held jeg«. »Nafn hans?« Hún horfði undarlega á hann. »Jeg skoða mig skuldbundinn til þess að þegja um það, jafnvel við yður. Hann hefir sagt mjer margt, meðal annars það, að Belisario Cardi væri hjer, og að það væri hann, sem kæmi öllu af stað«. »Hvað kemur mjer þetta við?« spurði hún. »Hefi jeg ekki sagt yður að jeg hefi falið öðrum hefnd mína og leit?« »Það var Cardi, sem drap mann, sem við unnum bæði, mann, sem jeg hefði viljað leggja lífið í sölurnar fyrir; það var Cardi sem drap vin minn, heiðarlegan mann, sem lifði aðeins fyrir skyldu sína. Nú hótar hann mjer bráðum bana — er yður sama um það?« Hún hallaði sjer áfram og horfði á hann. »Þjer eruð hugrakkur maður. Þjer ættuð að fara burtu, eitthvað, sem hann ekki gæti unnið yður mein«. »Það vildi jeg helst«, mælti hann, »en jeg er svo mikill hugleysingi að jeg þori ekki að strjúka«. »Og hversvegna segið þjer mjer frá þessu?« »Jeg þarfnast hjálpar yðar. Hinn dul- arfulli vinur minn getur ekki gert meira, það sagði hann í síðasta brjefi. Jeg get þetta ekki aleinn«. »Ó!« hrópaði hún, eins og gömul æsing brytist út, »jeg þráði að sleppa burtu frá því öllu, og nú eruð þjer í hættu — hinni mestu hættu. Ætlið þjer að hætta við alt saman?« Hann hristi höfuðið og var hissa á á- kafa hennar. »Jeg vil ekki draga yður inn í mál þetta móti vilja yðar, en Olivetta býr meðal landa sinna. Hún hlýtur að geta komist að svo mörgu, sem mjer óviðkomandi manni er ómögulegt að fá vitneskju um. Jeg —- þarfnast hjálpar«. Það var löng þögn áður en unga stúlk- an svaraði. »Jú, jeg skal hjálpa yður, því jeg er altaf sama konan og þjer þektuð á Sikil- ey. Jeg er enn full af hatri. Jeg vildi gefa líf mitt til þess að fá morðingja Martels dæmda, en jeg berst við sjálfa mig. Það er þess vegna sem jeg bý hjá Olivettu, þar til jeg hefi sigrað sjálfa mig og get orðið nunna.« »ó, segið ekki þetta«. »01ivetta er alein, eins og þjer vitið«, hjelt hún áfram með yfirskinsró,» ogþess- vegna held jeg yfir henni hlífiskildi. Hún giftir sig bráðum, og þegar henni er borg- ið, vona jeg að jeg geti gengið í klaustur og lifað því lífi sem jeg þrái. Uppeldis- systir mín fær góða giftingu, miklu betri en jeg hefði nokkru sinni haldið«. Vitto- ria lagði alt í einu hönd sína á handlegg honum. »Samt sem áður get jeg ekki neit-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.