Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
79
Lurteislega, þegar hann settist við borð
■«itt nærri þeim og pantaði mat.
Bersýnilega var Maruffi óheppinn í
'spilunum. Hann sat ygldur á brún úti í
horni og bölvaði öðru hvoru.
Það hefði verið ágætt efni fyrir Martel
-Savigni að draga upp af honum mynd,
hugsaði Blake og horfði á vangann á f-
~talanum.
Allir voru niðursokknir í spilin. Á-
horfendurnir gláptu, og borðlögin ukust
geysilega. Cæsar tapaði að nýju og hinir
fóru að hlægja og stríða honum. Sikiley-
ingurinn barði hinni stóru, loðnu hendi
sinni í borðið svo glösin og peningarnir
dönsuðu. Hann var afmyndaður í framan
■og röddin var hás af reiði.
»Silenzio!«
Hinir þögnuðu óttaslegnir. Hin sama
kæfandi æsing, sem greip Norvin er háska
bai' að höndum, tók hann nú heljartökum.
Hann fjekk kuldaskjálfta og herbergið
hringsnerist fyrir augum hans.
Skömmu síðar fann hann, að hann
hafði staðið á fætur og að hann ríg-
ihjelt sjer í borðið. Dúkurinn var allur
i'auðflekkóttur af víni því, er hann hafði
belt úr bikar sínum. Honum fanst það
'vera blóð Martels Savigni.
Hinar háværu raddir skýrðust betur og
betur fyrir honum, eins og hann væri að
rakna við úr öngviti, en rauði bletturinn
'óx jafnt og þjett uns honum virtist hann
sjá alt í herberginu í rauðri þoku.
Hann mundi ekki að hann hafði farið
út, fyr en hann fann svalan næturvindinn
ieika um enni sjer í einni af dimmustu
þvergötum bæjarhlutans. Altaf sá hann
skuggalegt andlit, yglt á svip, fyrir hug-
skotssjónum sínum og stöðugt heyrði
hann hið hása skipunarorð: »Silenzio!«
Eitt einasta orð, þrungið af reiði og
hatri, hafði leitt hann aftur í tímann um
mörg ár. Hann sá aftur dimman fjallveg-
inn í fjöllum Sikileyjar. Eldspýtu var
brugðið upp og hið afmyndaða andlit
Ricardo Ferara glotti við honum. Hann
heyrði Martel Savigno hrópa, heyrði rödd
hins unga greifa hækka og enda í angist-
arópi, heyrði dynjandi hófaslög í myrkr-
inu. Sikileyiskir menn horfðu í andlit
honum og töluðu í æsingu og gegnum
þvaður þeirra skar sama röddin, bjóðandi
og reiðiþrungin:
»Silenzio!«
Það var ekki um neitt að villast.
Blake mintist þrekins manns, er bar við
næturhimininn í skini eldspýtunnar, og
þegar hann nú greip samhengið, þá rak
hann upp óp á miðri götunni. Hann
mundi eftir hinum leyndardómsfullu orð-
um Donellys, 5 mínútum fyrir dauða
hans:
»Sje það satt, sem jeg hefi kornist að,
verða það hin mestu tíðindi«.
Cæsar Maruffi sami maður og Belisario
Cardi! Það voru sannarlega merkistíð-
indi!
Blake staðnæmdist andartak til þess að
vita hvar hann væri. Hann var í miðjum
ítalska bæjarhlutanum og hann hrökk
saman, er hann sá að hann hafði ósjálf-
rátt gengið í áttina til húss Vittoriu
Fabrizi. Með því að beita öllu viljamagni
sínu, náði hann valdi yfir geðshræringu
sinni. Hann þarfnaðist nú umfram alt
góðs heilræðis um það, hvernig hann ætti
að snúast í máli sínu. Ef til vill var þetta
vísbending, að minsta kosti hraðaði hann
förinni heim til hennar.
Þegar hann kom í húsið og beið eftir
því að opnað yrði, fór hann að hugsa
málið, en æsingin um kvöldið hafði tekið
svo á hann, að Vittoria hrópaði strax og
hún sá hann:
»Vinur minn! Hefur nokkuð komið
fyrir?«
Hann stóð á fætur og gekk á móti
henni.
»Já, dálítið, sem er voðalegt!«