Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 41
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 91 til Prognerselsins. Á síðustu árum hafa miklar treytingar orðið í Oslo og stórir, gamlir bæjar- hlutar hafa orðið að víkja fyrir nýtísku stór- borgarstrætum. Fræg er hin breiða, beina Carl Jóhans gata, sem liggur upp að höllinni. f hin- um svonefnda Stúdentalundi stendur þjóðleik- húsið með líkneskjum af Ibsen og Björnson. Af öðrum opinberum minnismerkjum má nefna minnismerki Kristjáns konungs 4., Thorden- skjolds, Karl Johans (Bernadotte, síðar konung- Ui' Karl 14. Johan), Wergelands, Welhavens og stærðfræðingsins Abels. — Á seinni árum hefir höfnin verið stækkuð mikið og talað er um að hyggj a tollfrjálsa höfn. Mikla þýðingu fyrir borgina hefir Björgvinarbrautin haft. — í Oslo ei' háskóli, listasöfn, stór bókasöfn og eitt forn- minjasafn. — Nafnið Kristjania var borginni gefið af Kristjáni konungi 4., sem þó er ekki nema aðeins í óeiginlegri merkingu upphafsmað- ui' hennar. Löngu áður en hann grundvallaði þennan nýja bæ, var þarna annar bær, sem hjet Oslo og- er hann þegar nefndur 1051; að minsta kosti er getið um kaupstefnu í Oslo í kringum 1200. Það var fyrst eftir að Oslo hafði brunnið í ágúst 1624, að Kristján 4., í september sama ár, stofnaði þennan. nýja bæ, Kristjaníu. Nú er búið að skíra borgina upp og var henni gefið sitt gamla nafn aftur. Uppruni nafnsins Oslo er vafasamur. Sennilega er það dreg'ið af ás og getur hafa þýtt engið undir ásnum. Hjá Oslo stendur hinn æfagamli kastali Akershus, sem er frá 13. öld. Þegar Noregur skildi við Danmörk eftir Kielarfriðinn 1814, varð Oslo höfuðborg Noregs. 36. Kapstaðurinn. Eftir að ófriðurinn við Búa (1899—1902) var til lykta leiddur, sameinuðust hinar bresku ný- lendur: Kapríkið, Natal, Orangefljótsríkið og Transwaal í eina sjálfstæða ríkisheild: Banda- ríki Suður-Afríku. Stjórnarsetrið er Prætoria, höfuðborgin í Transwaal, en stærsta borgin er Johannesburg. Þó ber að skoða Kapstaðinn sem höfuðborg ríkjanna. Stendur hann við flóann Table-Bay og hafði, þegar síðasta manntal fór fram, ca. 250.000 íbúa, þegar úthverfin eru talin með. Af þeim fjölda eru þó miklu færri hvítir menn; hitt eru Kaffar, Hottentottar og Malayar. Hinir síðastnefndu eru afkomendur þræla þeirra, sem Hollendingar á sínum tíma fluttu inn frá Austur-Indlandi. Meðal hvítra manna eru Hol- lendingar fjölmeimastir. Borgin var mjög þýð- ingarmikil meðan siglingar frá Evrópu til Ind- lands og Austur-Asíu voru fyrir sunnan Afríku. Þrettán, núll, núll. Eftir Claude Marsey. Þeir, sem þektu mig fyrir 5 árum, vita, að um það leyti var jeg mjög auralaus vesalingur, sem orðinn var vonlaus um, að úr rættist. Jeg varð að vinna baki brotnu hjá gömlum, ágjörnum málflutn- lngsnianni til að hafa ofan af fyrir mjer. Peningabudda mín var venjulega tóm og jeg sá engin ráð til að mjer áskotnaðist neitt, sem hægt væri að láta í hana. Jeg átti enga ættingja aðra en gamlan föðurbróður, sem jeg í mesta lagi sá einu sinni á ári. Hann var álitinn ríkur og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.