Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Síða 44
94
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Mjer virtist svar mitt gera ungu stúlk-
una órólega, en hún fór ekki nánar inn
á þetta umtalsefni. Við fórum að spjalla
um annað, það er að segja: ást okkar.
Meðan við nú gengum þarna hlið við hlið,
varð jeg dálítið hugrakkari og ósjálfrátt
bar jeg fram ástarjátningu mína. öll
okkar samansparaða samúð varð að einni
sterkri kend.
Þegar við skildum, lofuðum við hvort
öðru því, að við skildum hittast aftur. Og
þegar jeg kom heim á litla herbergið
mitt, fleygði jeg mjer í gleði minni og
hrifningu upp í rúmið, og þar eð jeg var
þreyttur eftir þessa miklu geðshræringu,
fjell jeg í fasta svefn.
Mig var einmitt að dreyma eitthvað
svo yndislega fagurt, þegar þrifið var
harkalega í hurðarhúninn og þrumuraust
reif mig upp úr draumum mínum.
Þetta var Justin föðurbróðir minn.
»Nú, er það á þennan hátt, að þú gerir
gys að mjer, minn ágæti Lionek, hrópaði
hann og skalf af reiði. »Nú hefir dóttir
vinar míns beðið eftir þjer í fjórtán daga
og altaf vonast eftir, að þú ljetir eitthvað
heyrast frá þjer«.
»Já, en.... Jeg hefi nú símað til hennar
á hverjum degi í fjórtán daga, frændi«.
»Hefir þú símað til Maríu?«
»Nei, til Albínu«.
»Hver er Albína?«
»Sú, sem hefir símanúmer: Miðstöð
þrettán, núll, núll«.
»ólánsræfill! Þú hefir tekið vitlaust
eftir. Jeg sagði þjer að það væri: Miðstöð
núll, núll, þrettán«.
»Nei, frændi. Það ert þú, sem hefir far-
ið skakt með, því að jeg skrifaði númerið,
sem þú nefndir við mig, undir eins hjá
mjer. Tilviljunin hefir orðið þess vaid-
andi, að ung stúlka hefir svarað mjer, við
höfum kynst hvort öðru og við höfum
gengið saman. Hún er alveg yndisleg. Jeg
elska hana, hún elskar mig og......«
Föðurbróðir minn þreif með báðum
höndum utan um höfuð sjer og tautaði:
»Þetta er nú fullmikið af því góða. En
það, sem er skeð,er skeð. Jeg vona þó, að
þessi Albína þín sje efnuð?«
»Jeg veit ekkert um það«.
»Það var þó merkilegur atburður. En
fyrst hann er svona merkilegur, verð jeg
þó að leyfa mjer þann munað, að gefa
þjer upphæð þá, sem jeg hafði lofað«.
Föðurbróðir minn efndi loforð sitt og
Albína og jeg hjeldum brúðkaup okkar.
Svb. O. þýddi.
Heimilistýraninn.
(úr sænsku).
Æ, æ, æ, þetta eilífa stríð milli karla og
kvenna!....
Frænka hafði verið óvenjulegastygglynd
við frænda hérna um daginn, þegar þau
sátu að dagverði. Hún skipaði honum að
skera þynnri sneiðar af svissneska ostin-
um og bannaði honum að blása á velling-
inn — vellingurinn átti að vera heitur!
sagði hún. Svo kallaði hún hann »gamalt
naut« — og nýja vinnukonan þeirra
heyrði þetta, — ef það hefði verið sú