Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 70

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 70
stofnunum þjóðarinnar. Og þessi stjórn- málaöfl urðu ráðandi árið 1927 með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks- ins, en hún naut hlutleysisstuðnings Alþýðu- flokksins. Staða bankans skánaði nokkuð 1923-4, en versnaði svo aftur næstu ár á eftir með lakara efnahagsástandi, einkum vegna gengishækkunarinnar 1925, sem skaðaði mjög hag útflutningsatvinnuveganna. Fjár- flótti varð á ný úr bankanum og aftur varð hann að fá aðstoð frá ríkinu. Eftir það rétti hann ekki úr kútnum svo heitið gæti. Seinni hluta árs 1929 og í ársbyrjun 1930 háði hann sitt dauðastríð. Bankinn varð enn fyrir nýjum áföllum. Landsbankinn og ríkis- stjórnin gerðu til hans ýtrustu kröfur og vart varð við fjárflótta úr bankanum eftir upp- sögn Privatbankans á skuld íslandsbanka við hann. Bankastjórn og bankaráð íslandsbanka ákváðu að loka bankanum í byrjun febrúar, ef ekki fengist ríkisábyrgð á skuldbind- ingum bankans og rekstrarlán. Meirihluti Alþingis hafnaði beiðni þess efnis og var bankanum því lokað þann 3. febrúar 1930. í byrjun þess mánaðar var staðan því sú að stjórnarfylkingin virtist einhuga um að koma bankanum fyrir kattarnef og stuðn- ingsmenn bankans höfðu verulega ástæðu til að óttast að hann yrði fljótlega tekinn til gjaldþrotaskipta. Þinf'nefnd N.-D. i lslandsbankamáiinu. íslandsbankamálið fór ekki framhjá Speglinum. 68 Viðbrögð á Alþingi Viðbrögð á Alþingi, eftir að búið var að hafna aðstoð við bankann, urðu að lögð voru fram þrjú frumvörp um bankann. í fyrsta lagi lögðu framsóknarmennirnir Sveinn Ólafsson og Hannes Jónsson fram frumvarp um gjaldþrotaskipti á bankanum. í öðru lagi kom fram frumvarp frá Ólafi Thors og Magnúsi Guðmundssyni um endurreisn bankans, að því tilskildu að samningar næðust við aðallánadrottna hans. Gert var ráð fyrir að ríkissjóður legði bankanum til hlutafé og tæki ábyrgð á inni- stæðufé, en verð gömlu hlutabréfanna fært niður samkvæmt mati. í þriðja lagi kom fram frumvarp frá Alþýðuflokknum um stofnun Útvegsbanka, sem yrði algerlega ný stofnun og án tengsla við íslandsbanka að öðru leyti en því, að hann tæki upp við- skipti hans, a.m.k. að hluta. En þetta frum- varp kom aldrei til umræðu og hefur senni- lega fremur verið hugsað sem stefnuyfirlýs- ing Alþýðuflokksins í málinu. Frumvarp þeirra Ólafs og Magnúsar var fellt strax við fyrstu umræðu í neðri deild, þannig að frumvarp þeirra Sveins og Hann- esar var það eina, sem hlaut verulega umfjöllun. Neðri deild Alþingis skipaði nefnd til að fjalla um það, en hún náði ekki að mynda sameiginlega afstöðu til þess. Hér á eftir verður skýrt frá niðurstöðum meiri og minni hluta þessarar nefndar og umræðum á Alþingi í tengslum við frum- varpið, í því skyni að varpa ljósi á skoðanir andstæðra hópa þingmanna. Meirihluta nefndarinnar skipuðu þeir Hannes Jónsson, Sveinn Ólafsson og Héð- inn Valdimarsson. f áliti sínu greindu þeir frá hnignunarsögu bankans, sögðu að bank- inn hefði verið aðstoðaður hvað eftir annað, en þrátt fyrir það haldið áfram að tapa og traust hans erlendis því minnkað. Þeir bentu á að þrír möguleikar virtust vera fyrir hendi, þ.e. að endurreisa bankann með ríkisábyrgð, taka hann til skiptameð- ferðar eða þá að einstakir menn og stofn- anir útveguðu bankanum fé, en þá leið töldu þeir útilokaða. Síðan sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.