Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 31
Helgi Skúli segir í bréfi til Gunnars Karls-
sonar að hann efist um sögu sem námsgrein
[... ] þó ekki vegna þess að hún geti ekki verið
bæði réttmæt og gagnleg, heldur taldi ég eiga
að gera til hennar þá kröfu að hún vœri í raun
(eða væri nokkurn veginn fyrirsjáanlega að
verða) réttmæt og gagnleg a.m.k. lil jafns við
það námsefni sem trúlega yrði tekið upp í
hennar stað ef hún legðist af.10
í grein sinni í Sögnum 1980 reynir Helgi
Skúli að hrekja tvær mótbárursem andmæl-
andi hans gæti borið fram í þessum dúr.
Annars vegar gæti andmælandinn sagt að
sagan sé gagnleg til að „flytja frá kynslóð til
kynslóðar nokkurn veginn almenn eða
viðurkennd gildi og sjónarmið eins og þau
eru þar og þá; sagan sem skólafag getur
verið sérlega hentug í þeim tilgangi.“" Og
hins vegar gæti hann sagt að gott sé að nota
sögu sem vopn í deilum, skoðanaágrein-
ingi.12 Þessu svarar Helgi Skúli með þremur
andmælum sem gilda um báðar mótbárur
andmælandans:13
A. Saga sem námsgrein.
1) Má ekki ná betri eða jafngóðum
árangri með einhverju öðru?
2) Af hverju ekki nota uppdiktaða sögu
frekar en sanna, hana mætti sníða
betur að hinu gefna markmiði?
3) Hvaða gagn er að því að halda áfram
rannsóknum og finna nýja sögu ennþá
sannari; enginn veit fyrirfram að hún
þjóni tilganginum betur. kannski bara
verr?
B. Saga sem vopn í deilum.
1) Saga hvorki skilvirkasta leiðin til að
koma skoðun á framfæri né best til þess
fallin að glæða upplýsta og þroskandi
umræðu.
2) Fáránlegt að fylgja venjum og reglum
sagnfræðinnar um sannsögli, visst
hlutleysi og dreifingu kraftanna á alls
konar svið og tímabil, ef tilgangurinn
er að þjóna fyrirfram gefinni skoðun
eða málstað.
3) Því skyldu menn verja fé og fyrirhöfn
til að afla nýrrar vitneskju og nýs
skilnings? Torséð fyrirfram hvaða
málstað slík endurskoðun þekkingar-
innar myndi þjóna.
Helgi Skúli segist aldrei hafa efast um að
sagnfræðirannsóknir væru réttmætar, „en
bara dregið í efa að þær séu það af þeim
sökum sem sumir vilja vera láta, nefnilega
þeim að þœr séu gagnlegar.“14 Efasemdir
hans hafa því snúist í kringum það að gera
mun á gagni þeirra og gœðum (traustleika).
Mælikvarðinn á það hversu traust tiltekin
þekking sé og hversu gagnleg hún sé, er
ekki sá sami segir hann.15
Sjálfur segist þó Helgi Skúli sjá tvenn rök
til þess að stunda megi sagnfræðirannsókn-
ir:
Annars vegar er eftirspurn eftir sannleik-
anum sjálfs hans vegna. Sumir vilja stundum
fremur vita en halda, þegar þeir hugsa um
fortíðina. Kannski viljum við helst að niður-
staðan verði einhver viss, en erum reiðubúnir
að kaupa sannleikann [—] fyrir þá áhættu að
hann verði óþægilegur. Og þá er jafn rétt-
mætt að stunda framleiðslu fyrir þessa eftir-
spurn eins og svo marga aðra.
Hins vegar eru vísindin, þekkingartrúin og
allt það svo mikilvæg á öðrum sviðum þjóð-
félagsins og menningarinnar, að það er
snyrtilegt, mér liggur við að segja heilbrigt,
samræmi í því að láta þeirra mat gilda líka um
hugsun okkar um fortíðina, þegar við hugsun
um hana sjálfrar hennar vegna, úr því við
höfum á annað borð áhuga á henni.16
Niðurstaða greinarinnar í Sögnum og
skoðun Helga Skúla er því sú að söguþekk-
ing hafi sjálfstætt menningarlegt gildi, hann
hafi áhuga á fortíðinni, trúi á sannleikann
sem siðferðilegt mæti og aðhyllist rann-
sóknir og fræði sem leið til hans. „Þegar allt
þetta er viðtekið fyrirfram, má gera sér
ýmsar hugmyndir um nytsemi sagnfræðinn-
ar. En einber nytjasjónarmið, án skírskot-
unar til sjálfgildis söguþekkingarinnar,
hrökkva, held ég, mjög skammt til að rétt-
læta sagnfræði í þeirri mynd sem við
þekkjum.“17
G.R. Elton, prófessor í Cambridge, er
29