Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 19

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 19
Þekkingaröflun og gagnrýnin vinnubrögð Samstæð eða andstæð markmið? Sögukennsla hefur fram undir þetta falis't í því að miðla þekkingu fyrst og fremst. Nú á síðari árum hafa heyrst raddir um að draga úr þekkingarmiðluninni en leggja í staðinn meiri áherslu á að kenna nem- endum að leggja sjálfstætt mat á sögulegar staðreyndir, setja þær í orsakasamhengi, geta túlkað þær og skýrt. Benda menn á að þetta markmið kennslu sé mun æskilegra og brýnt í þjóðfélagi okkar tíma. Líf og störf fólks felist æ meir í því að bera saman, vega og meta ólíkar skoðanir, setja atburði í samhengi og því þurfi að efla vakandi og gagnrýna hugsun. Við leituðum eftir áliti þriggja manna á þessu, þeirra Erlu Kristjánsdóttur, Heimis Þorleifssonar og Ingvars Sigurgeirssonar. Heimir Þorleifsson taldi rétt að leggja bæði áherslu á ofangreint markmið og eins þekkinguna. Taldi hann svo vera gert í MR þar sem hann kenndi. Reyndar hefur þó reynslan kennt okkur, að mörgum nemendum finnst sem slík náms- markmið séu full svífandi í lausu lofti. Þeir vilja sem sagt hafa ákveðnari atriði, sem ætlazt sé til, að þeir kunni skil á. Við höfum að vissu marki látið undan slíku og prófspurn- ingar hafa þannig upp á síðkastið færst frá nær eintómum ritgerðaspurningum í að vera spurningar um afmörkuð efni að hluta til. Ef til vill þýðir þetta, að áherzlan á þekkingar- markmiðið er aftur að aukast. Vísaði Heimir í þessu sambandi til eftir- farandi námslýsingar fyrir 6. bekk (1980): 1. Þekking (á meginþróun sögulegrar fram- vindu, hugtökum og staðreyndum). Mest áherzla er lögð á þróunarsögu. Dæmi: Mikilsverðara er að þekkja helztu drætti íslenzkrar atvinnusögu 20. aldar en að vita hvenær og hvar fyrsti togarinn lét úr höfn. 2. Rökhugsun (menn hugsi á rökrænan hátt um söguleg efni og noti staðreyndir við túlkun á því, sem um er rætt). Vinna við erindasmíðbeinist m.a. aðþessu markmiði. 3. Gildismat og viðhorf (menn temji sér lilut- lægt mat staðreynda og lýðræðisleg viðhorf). Erla og Ingvar voru aftur á móti á þeirri skoðun að meiri áherslu skyldi leggja á það markmið sem gerð var grein fyrir hér í byrjun. Erla sagði svo: Enginn getur kynnt sér atburði fortíðar- innar til hlítar né sett fram algildar alhæfingar um þá. Spurningin er því hvaða brotabrota- brot... af sögunni eiga nemendur að læra og hver á að ákvarða það? Eiga sagnfræðingar, sögukennarar eða skólayfirvöld að taka ákvörðun um hvað nemendur eiga að vita? 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.